Enski boltinn

Craig Bellamy fær 10 milljónir á viku hjá West Ham

Craig Bellamy er enn að skipta um heimilisfang
Craig Bellamy er enn að skipta um heimilisfang NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gengið frá kaupum á velska framherjanum Craig Bellamy frá Liverpool. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, staðfesti þessi tíðindi nú síðdegis. Breska sjónvarpið segir að West Ham hafi greitt 8 milljónir punda fyrir Bellamy og að hann hafi skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum 10 milljónir króna í vikulaun.

Benitez segir að Liverpool hafi gert kauptilboð í miðjumanninn Yossi Benayoun, en að því hafi verið hafnað. Hann segist hinsvegar vonast til að geta landað Ísraelsmanninum í næstu viku.

Bellamy hefur komið víða við á ferlinum, en þó hann sé flinkur markaskorari, hefur hann oftar en ekki náð að koma sér í vandræði innan sem utan vallar hvar sem hann hefur komið. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig Eggerti Magnússyni og félögum hjá West Ham tekst til við að hemja hann í framtíðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×