Fleiri fréttir

Calderon: Schuster ætti að koma í næstu viku

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að félagið muni að öllum líkindum ganga frá samningi við þjálfarann Bernd Schuster í næstu viku. Calderon hyggur á stór viðskipti á næstu dögum.

Stefán semur við Bröndby til fimm ára

Landsliðsmaðurinn Stefán Gíslason hefur undirritað fimm ára samning við danska liðið Bröndby eftir að það gekk í dag frá kaupum á honum frá norska liðinu Lyn. Stefán hefur farið mikinn með norska liðinu í sumar og segja danskir fjölmiðlar að lið í Þýskalandi og á Englandi hafi sýnt honum mikinn áhuga.

Terry og Lampard verða ekki seldir

Stjórnarformaður Chelsea segir ekki koma til greina að félagið selji þá John Terry fyrirliða og Frank Lampard, þrátt fyrir að erfiðlega gangi að framlengja samninga þeirra beggja við félagið. Þeir eiga báðir tvö ár eftir af samningum sínum og hafa mörg stórlið í Evrópu rennt hýru auga til þeirra á síðustu árum.

Steven Davis til Fulham

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham festi í dag kaup á miðjumanninum Steven Davis frá Aston Villa fyrir fjórar milljónir punda. Davis er 22 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Lundúnaliðið. Davis hittir þar fyrir fyrrum landsliðsþjálfara sinn Lawrie Sanchez sem var áður með landslið Norður-Íra.

Chelsea búið að bjóða í Pato

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gert formlegt kauptilboð í brasilíska ungstirnið Alexandre Pato hjá Internacional í Brasilíu ef marka má umboðsmann leikmannsins. Real Madrid, Inter og AC Milan eru einnig sögð hafa mikinn áhuga á honum og segir umboðsmaðurinn þau öll hafa gert tilboð í hann.

Eiður Smári hefur alltaf þurft að berjast fyrir sínu

Arnór Guðjohnsen segir að sonur sinn Eiður Smári sé ekkert óvanur því að fá harða samkeppni um stöður í þeim liðum sem hann hefur spilað með á ferlinum og ítrekar að Barcelona hafi ekki borist kauptilboð í leikmanninn.

Þriðjudagsslúðrið á Englandi

Daily Mirror segir að Manchester United hafi fullan hug á að klófesta framherjann Carlos Tevez frá West Ham og blaðið segir að þeir rauðu ætli sér að klára málið fyrir helgi. Daily Mail segir framherjann þegar hafa samþykkt að fara til United, en að forráðamenn West Ham séu ekki jafn hrifnir af þeirri hugmynd.

Dregið í riðla í Evrópukeppni kvenna

Í morgun var dregið í riðla í forkeppni Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals mæta þar ADO Den Haag frá Hollandi, FC Honka frá Finnlandi og Klakksvík frá Færeyjum í riðli A2 í forkeppninni. Alls taka 45 lið þátt í keppninni í ár sem er metfjöldi.

Chelsea fundar með Lyon fyrir helgi

Breska sjónvarpið greinir frá því nú í hádeginu að forráðamenn Chelsea muni funda með kollegum sínum hjá franska félaginu Lyon um kaup enska félagsins á miðjumanninum Florent Malouda. Talið er að Lyon vilji fá 13,5 milljónir punda fyrir Malouda, sem var kjörinn leikmaður ársins í Frakklandi í vor.

Robinho tryggði Brössum sigur

Robinho skoraði sigurmark Brasilíumanna úr vítaspyrnu í nótt þegar liðið vann 1-0 sigur á Ekvador í B-riðli og tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum Copa America. Þetta var fjórða mark Robinho í keppninni og er hann nú markahæstur. Í sama riðli gerðu Mexíkó og Chile markalaust jafntefli og eru bæði komin áfram í keppninni.

West Ham semur við Richard Wright

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gert samning við markvörðinn Richard Wright sem var með lausa samninga hjá Everton. Wright lék áður með Ipswich og Arsenal og á að baki tvo landsleiki. Hann spilaði aðeins tvo leiki með Everton á síðustu leiktíð og hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er þriðji maðurinn sem West Ham kaupir í sumar auk þeirra Scott Parker og Julien Faubert.

Tottenham kaupir Kaboul á 8 milljónir punda

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham gekk í morgun frá kaupum á varnarmanninum Younes Kaboul frá Auxerre í Frakklandi. Kaboul er fyrirliði U-21 árs landsliðs Frakka og hafði verið orðaður við lið eins og Roma, Inter og Portsmouth. Hann er almennt álitinn efnilegasti varnarmaður í Frakklandi og hefur verið fyrirliði allra yngri landsliðanna þar í landi.

Tevez sagður á leið til Manchester United

Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að Manchester United sé nú komið nálægt því að fá til sín argentínska sóknarmanninn Carlos Tevez frá West Ham. Ekki hefur verið gefið upp hvort um lán eða kaup er að ræða, en viðræður munu standa yfir milli félaganna samkvæmt heimildum BBC.

Guðjón Þórðarson: Keflvíkingar geta sjálfum sér um kennt

Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, segir Bjarna son sinn ekki hafa ætlað að skjóta á markið þegar hann skoraði annað mark Skagamanna gegn Keflavík í kvöld. Hér er um að ræða umdeildasta atvik sumarsins til þessa og ljóst að menn eiga eftir að rífast um það lengi.

Kristján Guðmundsson: Þetta var Bjarna til skammar

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var mjög óhress með framgang Bjarna Guðjónssonar í kvöld þegar hann skoraði annað mark Skagamanna í leik liðanna í kvöld. Hann sakar Bjarna um ódrengilega framkomu og nokkrir leikmanna Keflavíkur eltu hann æfir til búningsherbergja eftir að flautað var af í kvöld.

Dramatík og rauð spjöld á Skaganum

Skagamenn unnu 2-1 sigur á Keflvíkingum í lokaleik kvöldsins í Landsbankadeild karla sem sýndur var beint á Sýn. Leikurinn var dramatískur í meira lagi þar sem sigurmark heimamanna var ansi vafasamt og tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið.

Sannfærandi sigur Vals á HK

Valsmenn eru á góðri siglingu í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og í kvöld vann liðið góðan 4-1 sigur á nýliðum HK í Kópavogi. Birkir Már Sævarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Helgi Sigurðsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoruðu fyrir Val í kvöld, en mark HK var sjálfsmark. Fylkir og KR gerðu markalaust jafntefli í Árbænum.

Laudrup klár í að taka við af Schuster

Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup hefur tjáð fjölmiðlum í heimalandi sínu að hans bíði þjálfarastaða hjá spænska liðinu Getafe og að hann væri þegar búinn að skrifa undir ef ekki væri fyrir óvissu varðandi framtíð Bernd Schuster.

Skagamenn yfir í hálfleik

Skagamenn hafa yfir 1-0 gegn Keflavík á heimavelli sínum á Skipaskaga þegar flautað hefur verið til hálfleiks í sjónvarpsleiknum á Sýn. Það var Bjarni Guðjónsson sem skoraði mark ÍA úr vítaspyrnu eftir um hálftíma leik. Valsmenn hafa yfir 4-1 gegn HK þegar skammt er til leiksloka í leik liðanna í Kópavogi og enn er markalaust hjá Fylki og KR í Árbænum.

Brasilía - Ekvador á Sýn í kvöld

Tveir leikir fara fram í Copa America í kvöld og verða þeir báðir sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Klukkan 22:30 mætast Mexíkó og Chile í B-riðli og klukkan 0:35 er svo sýndur leikur Brasilíu og Ekvador í sama riðli.

Malouda nálgast Chelsea

Nú er útlit fyrir að knattspyrnumaður ársins í Frakklandi, vængmaðurinn Florent Malouda hjá Lyon, gangi fljótlega í raðir Chelsea á Englandi. Forráðamenn franska félagsins segjast hafa fengið nýtt og betra tilboð í leikmanninn og hann hefur þegar yfirgefið æfingabúðir liðsins í frönsku ölpunum. Franskir fjölmiðlar fullyrða að tilboð Chelsea sé í kring um 18,5 milljónir punda eða 2,3 milljarðar króna.

Defoe ætlar ekki að fara frá Tottenham

Framherjinn Jermaine Defoe hjá Tottenham ætlar ekki að láta það á sig fá þó liðið hafi keypt Darren Bent frá Charlton fyrir metfé á dögunum og ætlar að berjast áfram fyrir sæti sínu í liðinu á komandi leiktíð.

Bellamy líklega á útleið

Framherjinn Craig Bellamy virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér hjá Liverpool ef marka má viðtal sem tekið var við Rafa Benitez knattspyrnustjóra í dag, eftir að hann gekk frá samningi við Fernando Torres.

West Ham samþykkir tilboð í Reo-Coker

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham samþykkti í dag 8,5 milljón punda kauptilboð Aston Villa í miðjumanninn Nigel Reo-Coker. Coker gengur væntanlega í raðir Villa á næsta sólarhring, en hann á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samning við Villa. Hann er 23 ára gamall og gekk í raðir West Ham frá MK Dons árið 2004.

Inter hætt við að kaupa Chivu

Inter Milan hefur hætt við að kaupa rúmenska varnarmanninn Cristian Chivu frá Roma. Forráðamenn Inter segja verðmiðann á leikmanninum einfaldlega of háan en Roma vill fá 18 milljónir evra fyrir hann. Real Madrid og Barcelona eru einnig sögð hafa áhuga á varnarmanninum en ljóst er að hann fer ekki til Inter í bráð.

Nördaleikurinn á föstudaginn

Á föstudag fer fram stórleikur milli íslensku og sænsku nördanna á Kópavogsvelli - þar sem nýja stúkan verður jafnframt vígð. Landslið íslensku nördanna hyggur þá á hefndir, eftir ófarir A-landsliðsins í Svíþjóð á dögunum.

Torres kominn til Liverpool

Spænski landsliðsmaðurinn Fernando Torres hefur nú gengið formlega í raðir Liverpool á Englandi sem keypti hann fyrir metfé frá Atletico Madrid - 3,35 milljarða króna. Torres er 23 ára og skrifaði í dag undir 6 ára samning við enska félagið. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool og ljóst að pressan verður gríðarleg á þessum unga leikmanni á næstu leiktíð.

Nýtt veðmál hjá Ronaldo og Ferguson

Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætli að leggja enn meira undir í ár en í fyrra í árlegu veðmáli sínu við Alex Ferguson knattspyrnustjóra. Ronaldo veðjaði 400 pundum á að hann næði að skora 15 mörk í deildinni á síðustu leiktíð og vann - þar sem hann skoraði 17 mörk.

Hilderbrand ætlar sér stóra hluti hjá Valencia

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Timo Hildebrand var kynntur til sögunnar sem nýr markvörður spænska liðsins Valencia í dag. Hann stefnir ótrauður á að velta Santiago Canizares úr sessi sem markvörður númer eitt hjá liðinu eftir að hann kom frá Stuttgart í dag.

Calderon vill Robben eða Malouda

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur gefið það út á heimasíðu félagsins að hann sé ákveðinn í að landa annað hvort Arjen Robben frá Chelsea eða Florent Malouda frá Lyon í sumar. Chelsea hefur blásið á fullyrðingar Calderon varðandi Arjen Robben, en félögin eru bæði sögð á eftir Malouda. "Þeir spila sömu stöðu og við munum því aðeins kaupa annan þeirra," sagði Calderon brattur að vanda.

Torres mætir á Anfield í dag

Dýrasti knattspyrnumaður í sögu Liverpool verður kynntur formlega til sögunnar á Anfield í dag þegar framherjinn Fernando Torres mun formlega ganga í raðir félagsins. Torres hefur þegar setið blaðamannafund í heimalandinu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn Atletico Madrid, en heilsar rauða hernum í dag eftir að hafa verið keyptur á rúma 3,3 milljarða króna.

Eriksson hitti leikmenn City í dag

Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hitti leikmenn Manchester City í fyrsta skipti á æfingasvæði liðsins í dag. Búist er við því að Eriksson skrifi undir samning um að gerast stjóri liðsins um leið og Thaksin Shinawatra nær að klára yfirtöku sína á félaginu, en það gæti gerst í dag eða á morgun. Shinawatra þarf að eignast 75% hlut í félaginu til að svo geti orðið, en hann hefur þegar tryggt sér rúmlega 65% hlut í félaginu.

Pizarro skaut Perú í 8-liða úrslit

Framherjinn Claudio Pizarro sem nýverið gekk í raðir Chelsea var hetja Perúmanna í nótt þegar hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2-2 jafntefli gegn Bólivíu í Copa America. Venesúela og Úrúgvæ gerðu einnig jafntefli 0-0 í A-riðlinum og komast bæði áfram í 8-liða úrslit.

Fabregas sáttur hjá Arsenal

Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ánægður í röðum liðsins. Hann segist vilja vera áfram í Lundúnum.

Ívar framlengir við Reading

Enska úrvalsdeildarfélagið Reading tilkynnti í dag að það hefði náð samkomulagi við fjóra af leikmönnum sínum um að framlengja samninga sína. Einn þeirra er landsliðsmaðurinn Ívar Ingimarsson sem er nú samningsbundinn Reading til ársins 2010. Þá framlengdu þeir James Harper, Shane Long og Simon Cox einnig samninga sína við félagið.

FH-ingar á sigurbraut á ný

Íslandsmeistarar FH komust aftur á sigurbraut í Landsbankadeildinni kvöld þegar þeir lögðu Víkinga 4-1 á heimavelli sínum í Kaplakrika. Þá unnu Framarar annan sigur sinn í deildinni í sumar þegar þeir báru sigurorð af Breiðablik 1-0 á Laugardalsvellinum.

Torres stóðst læknisskoðun

Spænski landsliðsmaðurinn Fernando Torres stóðst læknisskoðun hjá Liverpool og verður kynntur til sögunnar á morgun sem nýr leikmaður liðsins. Sagt er að kaupvirðið sé 26,5 milljónir punda eða 3,35 milljarðar króna og að leikmaðurinn muni skrifa undir sex ára samning við þá rauðu eftir að hafa spilað allan sinn feril með Atletico Madrid á Spáni.

Eggert Magnússon: Gott að þessu er lokið

Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, sagðist ánægður í dag þegar í ljós kom að West Ham héldi sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni eftir að kröfu Sheffield United vegna Carlos Tevez var vísað frá. Forráðamenn United vildu að liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni þrátt fyrir fall á þeim grunni að West Ham hefði teflt fram ólölgleum leikmanni í vor.

Rúrik samdi við Viborg

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason gerði í dag þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg, en hann var með lausa samninga hjá enska félaginu Charlton. Rúrik var með samning undir höndum hjá danska félaginu í gær og skrifaði undir hann í dag. Stjórnarformaður félagsins sagðist í gær vongóður um að landa Rúrik og sagði félagið hafa mikinn áhuga á að ganga frá samningi við hann.

Icelandair styrkir knattspyrnufélögin í Landsbankadeildinni

Icelandair og öll liðin í Landsbankadeildinni í knattspyrnu skrifa í dag undir samstarfssamning, sem felur í sér að nú geta stuðningsmenn og áhangendur liðanna styrkt sín lið fjárhagslega með því að bóka flug beint á heimasíðu síns liðs. Á heimasíðum allra liðanna verður beinn aðgangur að bókunarvél Icelandair á netinu.

Juventus ekki á eftir Lampard

Claudio Ranieri segir Juventus ekki vera á höttunum eftir miðjumanninum Frank Lampard hjá Chelsea eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Hann segir að þó Lampard sé frábær leikmaður, vanti Juventus aðeins miðvörð í leikmannahóp sinn fyrir átökin á næstu leiktíð.

Sheffield United fær ekki sæti í úrvalsdeild

Sheffield United mun ekki fá sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að beiðni þeirra um að stig yrðu dregin af West Ham var vísað frá í dag. Forráðamenn Sheffield United leituðu réttar síns því þeim þótti West Ham hafa teflt Argentínumanninum Carlos Tevez fram ólöglega á síðustu leiktíð.

Argentína í 8-liða úrslitin

Argentínumenn tryggðu sér í nótt sæti í 8-liða úrslitunum í Suður-Ameríkubikarnum í knattspyrnu þegar liðið vann 4-2 sigur á Kólumbíu eftir að hafa lent undir í leiknum. Juan Roman Riquelme skoraði tvö mörk fyrir Argentínu í leiknum eftir að Hernan Crespo jafnaði úr vítaspyrnu og Diego Milito tryggði sigurinn með marki í lokin.

Stjóri Derby framlengir

Billy Davies, stjóri Derby County, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið um eitt ár og er nú samningsbundinn Derby til ársins 2010. Hann stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í vor en orðrómur hafði verið uppi um að nýr maður yrði fenginn til að taka við liðinu. Skotinn Davies hefur verið í brúnni hjá Derby síðan 2006 þegar hann kom frá Preston.

Garcia skrifar undir hjá Atletico

Spænski landsliðsmaðurinn Luis Garcia hefur skrifað undir þriggja ára samning við spænska félagið Atletico Madrid, en hann fer þangað í skiptum fyrir Fernando Torres. Kaupverðið er sagt vera um 4 milljónir punda. Garcia gekk í raðir Liverpool frá Barcelona árið 2004 og skoraði 30 mörk í 121 leik fyrir félagið.

Sjá næstu 50 fréttir