Fleiri fréttir Veislan hefst í kvöld Í kvöld hefjast 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu með látum og sem fyrr verða sjónvarpsstöðvar Sýnar með puttana á púlsinum. Aðalleikurinn á Sýn verður leikur Lille og Manchester United í Frakklandi, Sýn Extra verður með leik Real og Bayern og þá verður leikur PSV og Arsenal á Sýn Extra 2. Útsendingar hefjast klukkan 19:30 en þar að auki verða upphitun og markaþættir á Sýn. 20.2.2007 14:16 100. leikur Maldini í kvöld Gamla brýnið Paolo Maldini spilar í kvöld sinn 100. leik á ferlinum í Meistaradeildinni þegar Milan tekur á móti Celtic. Maldini segir þetta vissulega merkilegan áfanga, en bendir á að hann segi ekki nálægt því alla söguna. 20.2.2007 13:56 Benitez á eftir fjórum framherjum Rafa Benitez hefur lýst því yfir að hann sé með fjóra framherja í sigtinu til að styrkja hóp sinn í sumar. Allir þessir framherjar spila á Ítalíu en fastlega er reiknað með bílskúrssölu á framherjum Liverpool fljótlega þar sem þeir Robbie Fowler og Craig Bellamy muni vera á leið út. 20.2.2007 12:51 Larsson sagði nei Sænski framherjinn Henrik Larsson hjá Manchester United hefur nú staðfest endanlega að hann muni ekki framlengja lánssamning sinn við félagið og er staðráðinn í að halda til Helsingborg á ný þann 12. mars. 20.2.2007 12:45 Boton fær varnarmann Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur gengið frá samningi við spænska varnarmanninn Cesar Martin til loka leiktíðar. Martin var síðast hjá liði Levante í heimalandinu en hann á að baki yfir 200 deildarleiki og nokkra landsleiki fyrir Spán. Hann er 29 ára gamall og bindur Sam Allardyce miklar vonir við leikmanninn sem hann hefur lengi fylgst með að eigin sögn. 20.2.2007 12:41 Sinisa Kekic í Víking Sinisa Valdimar Kekic skrifaði í dag undir eins árs samning við Víking. Kekic lék með Þrótti á síðustu leiktíð eftir að hann fór frá liði Grindavíkur, þar sem hann lenti upp á kant við þjálfara liðsins. Kekic er 37 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður í efstu deild hérlendis í rúman áratug. 19.2.2007 21:24 Capello sagður hafa sagt af sér hjá Real Madrid Spænsk útvarpsstöð hafði eftir heimildamanni sínum í dag að ítalski þjálfarinn Fabio Capello hefði sagt starfi sínu lausu hjá Real Madrid. Talsmaður Real vildi ekki staðfesta þetta og segir þjálfarann muni stýra liðinu gegn Bayern í Meistaradeildinni á morgun. Hann vildi hinsvegar ekki staðfesta að Capello yrði við stjórnvölinn þegar Real mætir grönnum sínum í Atletico um næstu helgi. 19.2.2007 19:08 Barcelona með fullskipað lið gegn Liverpool Evrópumeistarar Barcelona verða í fyrsta skipti í nokkra mánuði með fullskipað lið þegar liðið tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudagskvöld. Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram er nú byrjaður að æfa á ný eftir mánaðar fjarveru og því hefur Frank Rijkaard loksins endurheimt alla sína leikmenn úr meiðslum. 19.2.2007 18:57 Vilja ekki afnema aukaleiki Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins hafna þeim hugmyndum knattspyrnustjóra að afnema aukaleiki í ensku bikarkeppninni. Menn á borð við Arsene Wenger hjá Arsenal og Glenn Roeder hjá Newcastle hafa látið í ljós óánægju sína með núverandi fyrirkomulag og vilja meina að álagið sé nóg svo ekki bætist við enn fleiri leikir. 19.2.2007 16:37 Stuðningsmenn Liverpool sjá skoplegu hliðina á Bellamy Stuðningsmenn Liverpool hafa séð skoplegu hliðina á enn einu feilsporinu hjá framherjanum skapheita Craig Bellamy og meðfylgjandi mynd birtist á einum af vefsíðum stuðningsmanna liðsins. Þar er Bellamy stillt upp í hlutverk Adams Sandler í gamanmyndinni Happy Gilmore sem fjallar um frekar óheflaðan og skapstyggan golfleikara. 19.2.2007 15:14 Forseti Barca: Ég elska Steven Gerrard Joan Laporta, forseti Barcelona, segist elska Steven Gerrard fyrirliða Liverpool og segir hann táknmynd félagsins. Barcelona tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. 19.2.2007 15:08 Ég myndi ekki ráðast á félaga minn með golfkylfu Norski landsliðsmaðurinn Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn hefur fordæmt meinta golfkylfuárás Craig Bellamy á John Arne Riise, en segir félaga sinn eiga eftir að komast yfir hana. Pedersen spilaði á sínum tíma með Bellamy hjá Blackburn. 19.2.2007 14:58 Bellamy sektaður um 10 milljónir Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Liverpool verður sektaður um rúmlega tíu milljónir króna fyrir átök sín við norska landsliðsmanninn John Arne Riise á dögunum ef marka má fréttir úr bresku blöðunum í dag. 19.2.2007 14:09 Tap Chelsea minnkaði um 8 milljarða Enska knattspyrnufélagið Chelsea tapaði 80 milljónum punda eða rúmum 10 milljörðum króna á fjárhagsárinu fram í júní á síðasta ári, en þetta er heilum 60 milljónum punda minna tap en var á rekstri félagsins á árinu áður. 19.2.2007 13:58 Dowie tekinn við Coventry Ian Dowie var í dag kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Coventry í ensku 1. deildinni. Honum til aðstoðar verður Tim Flowers, en Dowie hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Charlton í haust. Fyrsti leikur Dowie við stjórnvölinn verður gegn fyrrum félögum hans í Southampton. 19.2.2007 13:55 Miðaverð fryst hjá Chelsea Forráðamenn Chelsea tilkynntu í dag að miðaverð hjá félaginu muni standa í stað allt næsta tímabil. Stuðningsmannasamtök félagsins höfðu lýst yfir áhyggjum sínum á hækkandi miðaverði undanfarin ár, en komið verður til móts við stuðningsmenn með því að lækka miðaverð á leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 19.2.2007 13:49 FA bikarinn: Chelsea mætir Tottenham Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit enska bikarsins. Stórleikur umferðarinnar er grannaslagur Chelsea og Tottenham. Middlesbrough eða West Brom fær Man Utd eða Reading, Arsenal eða Blackburn mætir Manchester City og Plymouth tekur á móti Watford. Leikirnir fara fram dagana 10. og 11. mars. 19.2.2007 13:41 Valencia lagði Barcelona Valencia vann í kvöld mikilvægan sigur á Barcelona í stórleik helgarinnar í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir klukkutíma leik. Silva og Angulo skoruðu mörk Valencia með þriggja mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, en Ronaldinho minnkaði muninn í uppbótartíma. 18.2.2007 19:55 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham vann nokkuð auðveldan 4-0 útisigur á Fulham í fimmtu umferð enska bikarsins á Craven Cottage í dag. Robbie Keane og varamaðurinn Dimitar Berbatov skoruðu mörk gestanna sem eru komnir í 8-liða úrslitin. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt af velli eftir klukktíma leik. 18.2.2007 17:56 Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í stórleiknum gegn Valencia sem hefst á Mestalla leikvangnum nú klukkan 18 og er sýndur beint á Sýn. Barcelona tekur svo á móti Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. 18.2.2007 17:53 Heiðar í byrjunarliði Fulham Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í dag þegar liðið tekur á móti Tottenham í fimmtu umferð enska bikarsins. Heiðar og félagar ættu að eiga góða möguleika á sigri í dag þar sem liði Tottenham hefur gengið afleitlega það sem af er árinu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar og hefst klukkan 16. 18.2.2007 15:58 City áfram í bikarnum Manchester City tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Preston. City lenti undir eftir 7 mínútur en Michael Ball jafnaði metin eftir 35 mínútur. Tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins frá Samaras og Ireland tryggðu City svo sigurinn og sæti í næstu umferð. 18.2.2007 15:21 Eggert: Pardew varð að víkja Breska blaðið News of the World hefur eftir Eggerti Magnússyni að það hafi verið óhjákvæmilegt að víkja Alan Pardew úr starfi á sínum tíma því mikil spenna hafi verið komin í búningsherbergi West Ham og að Pardew hafi ekki ráðið við leikmenn sína. Pardew stýrir nýja liði sínu Charlton gegn West Ham í miklum fallslag um næstu helgi. 18.2.2007 15:17 Benitez hótar aðgerðum Rafa Benitez hefur gefið það út að þeir leikmenn Liverpool sem brjóti agareglur liðsins þar sem það er í æfingabúðum í Portúgal muni verða refsað. Þessa yfirlýsingu gaf hann út í kjölfar fréttaflutnings af ölvun og ofbeldi í röðum liðsins í gærkvöld. Liverpool hefur ekki vilja staðfesta fréttir gærkvöldsins af slagsmálum þeirra Craig Bellamy og John Arne Riise. 18.2.2007 15:12 Bellamy lamdi Riise með golfkylfu Norskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Craig Bellamy hafi lamið liðsfélaga sinn John Arne Riise ítrekað með golfkylfu á hóteli í Portúgal á föstudagskvöldið. Liverpool er nú í æfingabúðum þar í landi og er þetta ekki eina skrautlega uppákoman í ferðinni ef marka má fréttir úr bresku blöðunum. 17.2.2007 23:21 Cruyff: Framherjar Liverpool lykillinn gegn Barca Hollenska knattspyrnugoðið Johann Cryuff sem stýrði liði Barcelona til sigurs í Evrópukeppninni árið 1992 segir að þó lið Barcelona sé sigurstranglegra á pappírunum, geti framherjar Liverpool gert Börsungum lífið leitt þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. 17.2.2007 22:03 Del Piero markahæstur Alessandro del Piero var í skýjunum yfir þrennunni sem hann skoraði fyrir Juventus í 5-0 sigrinum á Crotone í dag. Þrennan gerir það að verkum að þessi skemmtilegi leikmaður er orðinn markahæstur í B-deildinni með 12 mörk. 17.2.2007 22:00 Eintóm gleði hjá Coppell Steve Coppell, stjóri Reading, gat ekki annað en hrósað sínum mönnum eftir að þeir náðu 1-1 jafntefli við Manchester United á útivelli í fimmtu umferð enska bikarsins í dag. Lið Reading hefur verið sannkallað Öskubuskuævintýri á Englandi í vetur eftir að það vann sér sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. 17.2.2007 21:50 Ferguson hrósaði Reading Sir Alex Ferguson var nokkuð ánægður með leik sinna manna í jafnteflinu við Reading í dag en sagði sína menn hafa farið illa með færin. Hann bætti því við að þó Reading hefði verið með lukkuna á sínu bandi á Old Trafford, ætti liðið heiður skilinn fyrir baráttu sína. 17.2.2007 21:43 Framherjakrísa hjá AC Milan Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni. 17.2.2007 21:13 Þrautaganga Real heldur áfram - Beckham sá rautt Real Madrid er enn að hiksta í spænsku deildinni í fótbolta og í kvöld náði liðið aðeins markalausu jafntefli gegn Real Betis á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í Madrid. David Beckham fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins sem sýndur var beint á Sýn. Bein útsending frá leik Zaragoza og Villarreal hefst klukkan 21. 17.2.2007 20:54 Boulahrouz fór úr axlarlið Hollenski landsliðsmaðurinn Khalid Boulahrouz fór úr axlarlið í leik Chelsea og Norwich í dag og því er útlit fyrir að þessi fjölhæfi varnarmaður verði frá keppni í nokkurn tíma. Þetta er afar óheppilegt fyrir leikmanninn, sem sneri til baka í dag eftir að hafa misst úr sex vikur vegna hnémeiðsla. 17.2.2007 20:15 Góður sigur KR á Brann KR náði í dag að rétta sinn hlut á æfingamótinu í knattspyrnu sem fram fer á La Manga á Spáni. Eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum á mótinu vann liðið stórsigur á norska liðinu Brann í dag 4-0. 17.2.2007 20:00 Rúnar skoraði í tapleik Gamli refurinn Rúnar Kristinsson var á skotskónum hjá belgíska liðinu Lokeren í dag þegar hann skoraði annað mark sinna manna úr vítaspyrnu í upphafi leiks gegn Beveren á útivelli. Það dugði þó ekki til, því Beveren hafði sigur 3-2 þrátt fyrir að vera manni fleiri í 85 mínútur. Það var maður sem heitir því skemmtilega nafni Dissa sem skoraði sigurmark heimamanna skömmu fyrir leikslok. 17.2.2007 19:55 Del Piero með þrennu í stórsigri Juventus Gamla brýnið Alessandro del Piero var í miklu stuði hjá Juventus í ítölsku B-deildinni í dag þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Crotone. Juventus er nú komið með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þó tekið sé mið af þeim níu stigum sem dregin voru af liðinu í upphafi leiktíðar vegna spillingarmálsins á Ítalíu. 17.2.2007 19:46 Tap hjá Bayern og Bremen Schalke hefur enn fimm stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Schalke þurfti að sætta sig við jafntefli við Wolfsburg 2-2 þar sem Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Schalke, en Stuttgart skaust í annað sætið með sigri á Frankfurt 4-0. Bremen tapaði þriðja leiknum í röð þegar það lá fyrir Hamburg og Bayern tapaði 1-0 fyrir Aachen aðeins nokkrum dögum áður en liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni. 17.2.2007 19:38 Beckham í liði Real Madrid á ný David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid í kvöld þar sem liðið tekur á móti Real Betis í spænsku deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hófst nú uppúr klukkan 19. Síðar í kvöld verður leikur Zaragoza og Villarreal sýndur beint á Sýn. Á morgun verður Sýn svo með beina útsendingu frá stórleik Barcelona og Valencia þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Barcelona. 17.2.2007 19:21 Brynjar Björn jafnaði á Old Trafford Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Reading í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Manchester United í fimmtu umferð enska bikarsins og knúði þar með fram aukaleik á heimavelli Reading. Michael Carrick kom United yfir á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks en Brynjar jafnaði með laglegum skalla í þeim síðari. Ívar Ingimarsson spilaði líka allan tímann með Reading í leiknum og eigast liðin við á ný annan þriðjudag. 17.2.2007 19:08 Chelsea lagði Norwich Chelsea er komið í 8-liða úrslitin í enska bikarnum eftir 4-0 sigur á baráttuglöðu liði Norwich. Shaun Wright-Phillips kom Englandsmeisturunum í 1-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom liðinu í 2-0 í upphafi þess síðari. Shevchenko og Essien innsigluðu svo öruggan sigur Chelsea með mörkum á lokamínútunum. 17.2.2007 17:34 Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik sínum Inter vann í dag 16. sigurinn í röð í ítölsku A-deildinni þegar liðið lagði Cagliari 1-0. Grannar þeirra í AC Milan unnu 4-3 útisigur á Siena þar sem brasilíski framherjinn Ronaldo skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins. Inter hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og er komið með aðra hönd á meistaratitilinn. 17.2.2007 17:12 Blackburn og Arsenal þurfa að mætast á ný Arsenal og Blackburn þurfa að eigast við að nýju í fimmtu umferð enska bikarsins eftir að liðin skildu jöfn 0-0 á Emirates í dag. Leikurinn var fremur tíðindalítill og því mætast liðin öðru sinni og þá á heimavelli Blackburn. 17.2.2007 14:32 Beckham verður miðjubakvörður Þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum segist eiga von á því að David Beckham verði notaður sem leikstjórnandi á miðjunni þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. Beckham fái ekki ósvipað hlutverk og miðjubakvörður í NFL deildinni, þar sem honum verði fengið að dreifa öllu spili liðsins. 17.2.2007 13:40 Capello vill sjá Beckham í landsliðinu David Beckham er greinlega orðinn að algjöru uppáhaldi hjá stjóra sínum Fabio Capello. Ekki er nóg með að hann skuli aftur vera kominn í byrjunarlið Real Madrid heldur hefur Capello nú hvatt Steve McLaren, þjálfara enska landsliðsins, að velja Beckham á ný í liðið. Capello telur að Beckham geti haft sömu áhrif á enska liðið og hann hafði á lið Real um síðustu helgi. 16.2.2007 22:00 Henry hefur það of gott hjá Arsenal Thierry Henry er ekki á leið frá Arsenal til Ítalíu, að sögn hans fyrrum félaga hjá enska liðinu, Patrick Vieira. Henry og Vieira eru góðir félagar og ræðast reglulega við, en miðjumaðurinn segir að Henry hafi það einfaldlega of gott hjá Arsenal til að geta hugsað sér að fara frá félaginu. 16.2.2007 19:30 Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. 16.2.2007 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Veislan hefst í kvöld Í kvöld hefjast 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu með látum og sem fyrr verða sjónvarpsstöðvar Sýnar með puttana á púlsinum. Aðalleikurinn á Sýn verður leikur Lille og Manchester United í Frakklandi, Sýn Extra verður með leik Real og Bayern og þá verður leikur PSV og Arsenal á Sýn Extra 2. Útsendingar hefjast klukkan 19:30 en þar að auki verða upphitun og markaþættir á Sýn. 20.2.2007 14:16
100. leikur Maldini í kvöld Gamla brýnið Paolo Maldini spilar í kvöld sinn 100. leik á ferlinum í Meistaradeildinni þegar Milan tekur á móti Celtic. Maldini segir þetta vissulega merkilegan áfanga, en bendir á að hann segi ekki nálægt því alla söguna. 20.2.2007 13:56
Benitez á eftir fjórum framherjum Rafa Benitez hefur lýst því yfir að hann sé með fjóra framherja í sigtinu til að styrkja hóp sinn í sumar. Allir þessir framherjar spila á Ítalíu en fastlega er reiknað með bílskúrssölu á framherjum Liverpool fljótlega þar sem þeir Robbie Fowler og Craig Bellamy muni vera á leið út. 20.2.2007 12:51
Larsson sagði nei Sænski framherjinn Henrik Larsson hjá Manchester United hefur nú staðfest endanlega að hann muni ekki framlengja lánssamning sinn við félagið og er staðráðinn í að halda til Helsingborg á ný þann 12. mars. 20.2.2007 12:45
Boton fær varnarmann Enska úrvalsdeildarfélagið Bolton hefur gengið frá samningi við spænska varnarmanninn Cesar Martin til loka leiktíðar. Martin var síðast hjá liði Levante í heimalandinu en hann á að baki yfir 200 deildarleiki og nokkra landsleiki fyrir Spán. Hann er 29 ára gamall og bindur Sam Allardyce miklar vonir við leikmanninn sem hann hefur lengi fylgst með að eigin sögn. 20.2.2007 12:41
Sinisa Kekic í Víking Sinisa Valdimar Kekic skrifaði í dag undir eins árs samning við Víking. Kekic lék með Þrótti á síðustu leiktíð eftir að hann fór frá liði Grindavíkur, þar sem hann lenti upp á kant við þjálfara liðsins. Kekic er 37 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður í efstu deild hérlendis í rúman áratug. 19.2.2007 21:24
Capello sagður hafa sagt af sér hjá Real Madrid Spænsk útvarpsstöð hafði eftir heimildamanni sínum í dag að ítalski þjálfarinn Fabio Capello hefði sagt starfi sínu lausu hjá Real Madrid. Talsmaður Real vildi ekki staðfesta þetta og segir þjálfarann muni stýra liðinu gegn Bayern í Meistaradeildinni á morgun. Hann vildi hinsvegar ekki staðfesta að Capello yrði við stjórnvölinn þegar Real mætir grönnum sínum í Atletico um næstu helgi. 19.2.2007 19:08
Barcelona með fullskipað lið gegn Liverpool Evrópumeistarar Barcelona verða í fyrsta skipti í nokkra mánuði með fullskipað lið þegar liðið tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudagskvöld. Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram er nú byrjaður að æfa á ný eftir mánaðar fjarveru og því hefur Frank Rijkaard loksins endurheimt alla sína leikmenn úr meiðslum. 19.2.2007 18:57
Vilja ekki afnema aukaleiki Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins hafna þeim hugmyndum knattspyrnustjóra að afnema aukaleiki í ensku bikarkeppninni. Menn á borð við Arsene Wenger hjá Arsenal og Glenn Roeder hjá Newcastle hafa látið í ljós óánægju sína með núverandi fyrirkomulag og vilja meina að álagið sé nóg svo ekki bætist við enn fleiri leikir. 19.2.2007 16:37
Stuðningsmenn Liverpool sjá skoplegu hliðina á Bellamy Stuðningsmenn Liverpool hafa séð skoplegu hliðina á enn einu feilsporinu hjá framherjanum skapheita Craig Bellamy og meðfylgjandi mynd birtist á einum af vefsíðum stuðningsmanna liðsins. Þar er Bellamy stillt upp í hlutverk Adams Sandler í gamanmyndinni Happy Gilmore sem fjallar um frekar óheflaðan og skapstyggan golfleikara. 19.2.2007 15:14
Forseti Barca: Ég elska Steven Gerrard Joan Laporta, forseti Barcelona, segist elska Steven Gerrard fyrirliða Liverpool og segir hann táknmynd félagsins. Barcelona tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. 19.2.2007 15:08
Ég myndi ekki ráðast á félaga minn með golfkylfu Norski landsliðsmaðurinn Morten Gamst Pedersen hjá Blackburn hefur fordæmt meinta golfkylfuárás Craig Bellamy á John Arne Riise, en segir félaga sinn eiga eftir að komast yfir hana. Pedersen spilaði á sínum tíma með Bellamy hjá Blackburn. 19.2.2007 14:58
Bellamy sektaður um 10 milljónir Vandræðagemlingurinn Craig Bellamy hjá Liverpool verður sektaður um rúmlega tíu milljónir króna fyrir átök sín við norska landsliðsmanninn John Arne Riise á dögunum ef marka má fréttir úr bresku blöðunum í dag. 19.2.2007 14:09
Tap Chelsea minnkaði um 8 milljarða Enska knattspyrnufélagið Chelsea tapaði 80 milljónum punda eða rúmum 10 milljörðum króna á fjárhagsárinu fram í júní á síðasta ári, en þetta er heilum 60 milljónum punda minna tap en var á rekstri félagsins á árinu áður. 19.2.2007 13:58
Dowie tekinn við Coventry Ian Dowie var í dag kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Coventry í ensku 1. deildinni. Honum til aðstoðar verður Tim Flowers, en Dowie hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Charlton í haust. Fyrsti leikur Dowie við stjórnvölinn verður gegn fyrrum félögum hans í Southampton. 19.2.2007 13:55
Miðaverð fryst hjá Chelsea Forráðamenn Chelsea tilkynntu í dag að miðaverð hjá félaginu muni standa í stað allt næsta tímabil. Stuðningsmannasamtök félagsins höfðu lýst yfir áhyggjum sínum á hækkandi miðaverði undanfarin ár, en komið verður til móts við stuðningsmenn með því að lækka miðaverð á leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 19.2.2007 13:49
FA bikarinn: Chelsea mætir Tottenham Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit enska bikarsins. Stórleikur umferðarinnar er grannaslagur Chelsea og Tottenham. Middlesbrough eða West Brom fær Man Utd eða Reading, Arsenal eða Blackburn mætir Manchester City og Plymouth tekur á móti Watford. Leikirnir fara fram dagana 10. og 11. mars. 19.2.2007 13:41
Valencia lagði Barcelona Valencia vann í kvöld mikilvægan sigur á Barcelona í stórleik helgarinnar í spænska boltanum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld en var skipt af velli eftir klukkutíma leik. Silva og Angulo skoruðu mörk Valencia með þriggja mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, en Ronaldinho minnkaði muninn í uppbótartíma. 18.2.2007 19:55
Tottenham áfram í bikarnum Tottenham vann nokkuð auðveldan 4-0 útisigur á Fulham í fimmtu umferð enska bikarsins á Craven Cottage í dag. Robbie Keane og varamaðurinn Dimitar Berbatov skoruðu mörk gestanna sem eru komnir í 8-liða úrslitin. Heiðar Helguson var í byrjunarliði Fulham en var skipt af velli eftir klukktíma leik. 18.2.2007 17:56
Eiður Smári í byrjunarliði Barcelona Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í stórleiknum gegn Valencia sem hefst á Mestalla leikvangnum nú klukkan 18 og er sýndur beint á Sýn. Barcelona tekur svo á móti Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. 18.2.2007 17:53
Heiðar í byrjunarliði Fulham Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham í dag þegar liðið tekur á móti Tottenham í fimmtu umferð enska bikarsins. Heiðar og félagar ættu að eiga góða möguleika á sigri í dag þar sem liði Tottenham hefur gengið afleitlega það sem af er árinu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn í lýsingu Arnars Björnssonar og hefst klukkan 16. 18.2.2007 15:58
City áfram í bikarnum Manchester City tryggði sér í dag sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með 3-1 sigri á Preston. City lenti undir eftir 7 mínútur en Michael Ball jafnaði metin eftir 35 mínútur. Tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins frá Samaras og Ireland tryggðu City svo sigurinn og sæti í næstu umferð. 18.2.2007 15:21
Eggert: Pardew varð að víkja Breska blaðið News of the World hefur eftir Eggerti Magnússyni að það hafi verið óhjákvæmilegt að víkja Alan Pardew úr starfi á sínum tíma því mikil spenna hafi verið komin í búningsherbergi West Ham og að Pardew hafi ekki ráðið við leikmenn sína. Pardew stýrir nýja liði sínu Charlton gegn West Ham í miklum fallslag um næstu helgi. 18.2.2007 15:17
Benitez hótar aðgerðum Rafa Benitez hefur gefið það út að þeir leikmenn Liverpool sem brjóti agareglur liðsins þar sem það er í æfingabúðum í Portúgal muni verða refsað. Þessa yfirlýsingu gaf hann út í kjölfar fréttaflutnings af ölvun og ofbeldi í röðum liðsins í gærkvöld. Liverpool hefur ekki vilja staðfesta fréttir gærkvöldsins af slagsmálum þeirra Craig Bellamy og John Arne Riise. 18.2.2007 15:12
Bellamy lamdi Riise með golfkylfu Norskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Craig Bellamy hafi lamið liðsfélaga sinn John Arne Riise ítrekað með golfkylfu á hóteli í Portúgal á föstudagskvöldið. Liverpool er nú í æfingabúðum þar í landi og er þetta ekki eina skrautlega uppákoman í ferðinni ef marka má fréttir úr bresku blöðunum. 17.2.2007 23:21
Cruyff: Framherjar Liverpool lykillinn gegn Barca Hollenska knattspyrnugoðið Johann Cryuff sem stýrði liði Barcelona til sigurs í Evrópukeppninni árið 1992 segir að þó lið Barcelona sé sigurstranglegra á pappírunum, geti framherjar Liverpool gert Börsungum lífið leitt þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. 17.2.2007 22:03
Del Piero markahæstur Alessandro del Piero var í skýjunum yfir þrennunni sem hann skoraði fyrir Juventus í 5-0 sigrinum á Crotone í dag. Þrennan gerir það að verkum að þessi skemmtilegi leikmaður er orðinn markahæstur í B-deildinni með 12 mörk. 17.2.2007 22:00
Eintóm gleði hjá Coppell Steve Coppell, stjóri Reading, gat ekki annað en hrósað sínum mönnum eftir að þeir náðu 1-1 jafntefli við Manchester United á útivelli í fimmtu umferð enska bikarsins í dag. Lið Reading hefur verið sannkallað Öskubuskuævintýri á Englandi í vetur eftir að það vann sér sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. 17.2.2007 21:50
Ferguson hrósaði Reading Sir Alex Ferguson var nokkuð ánægður með leik sinna manna í jafnteflinu við Reading í dag en sagði sína menn hafa farið illa með færin. Hann bætti því við að þó Reading hefði verið með lukkuna á sínu bandi á Old Trafford, ætti liðið heiður skilinn fyrir baráttu sína. 17.2.2007 21:43
Framherjakrísa hjá AC Milan Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni. 17.2.2007 21:13
Þrautaganga Real heldur áfram - Beckham sá rautt Real Madrid er enn að hiksta í spænsku deildinni í fótbolta og í kvöld náði liðið aðeins markalausu jafntefli gegn Real Betis á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í Madrid. David Beckham fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins sem sýndur var beint á Sýn. Bein útsending frá leik Zaragoza og Villarreal hefst klukkan 21. 17.2.2007 20:54
Boulahrouz fór úr axlarlið Hollenski landsliðsmaðurinn Khalid Boulahrouz fór úr axlarlið í leik Chelsea og Norwich í dag og því er útlit fyrir að þessi fjölhæfi varnarmaður verði frá keppni í nokkurn tíma. Þetta er afar óheppilegt fyrir leikmanninn, sem sneri til baka í dag eftir að hafa misst úr sex vikur vegna hnémeiðsla. 17.2.2007 20:15
Góður sigur KR á Brann KR náði í dag að rétta sinn hlut á æfingamótinu í knattspyrnu sem fram fer á La Manga á Spáni. Eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum á mótinu vann liðið stórsigur á norska liðinu Brann í dag 4-0. 17.2.2007 20:00
Rúnar skoraði í tapleik Gamli refurinn Rúnar Kristinsson var á skotskónum hjá belgíska liðinu Lokeren í dag þegar hann skoraði annað mark sinna manna úr vítaspyrnu í upphafi leiks gegn Beveren á útivelli. Það dugði þó ekki til, því Beveren hafði sigur 3-2 þrátt fyrir að vera manni fleiri í 85 mínútur. Það var maður sem heitir því skemmtilega nafni Dissa sem skoraði sigurmark heimamanna skömmu fyrir leikslok. 17.2.2007 19:55
Del Piero með þrennu í stórsigri Juventus Gamla brýnið Alessandro del Piero var í miklu stuði hjá Juventus í ítölsku B-deildinni í dag þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Crotone. Juventus er nú komið með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þó tekið sé mið af þeim níu stigum sem dregin voru af liðinu í upphafi leiktíðar vegna spillingarmálsins á Ítalíu. 17.2.2007 19:46
Tap hjá Bayern og Bremen Schalke hefur enn fimm stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Schalke þurfti að sætta sig við jafntefli við Wolfsburg 2-2 þar sem Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Schalke, en Stuttgart skaust í annað sætið með sigri á Frankfurt 4-0. Bremen tapaði þriðja leiknum í röð þegar það lá fyrir Hamburg og Bayern tapaði 1-0 fyrir Aachen aðeins nokkrum dögum áður en liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni. 17.2.2007 19:38
Beckham í liði Real Madrid á ný David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid í kvöld þar sem liðið tekur á móti Real Betis í spænsku deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hófst nú uppúr klukkan 19. Síðar í kvöld verður leikur Zaragoza og Villarreal sýndur beint á Sýn. Á morgun verður Sýn svo með beina útsendingu frá stórleik Barcelona og Valencia þar sem Eiður Smári Guðjohnsen verður í leikmannahópi Barcelona. 17.2.2007 19:21
Brynjar Björn jafnaði á Old Trafford Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Reading í dag þegar liðið náði 1-1 jafntefli við Manchester United í fimmtu umferð enska bikarsins og knúði þar með fram aukaleik á heimavelli Reading. Michael Carrick kom United yfir á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks en Brynjar jafnaði með laglegum skalla í þeim síðari. Ívar Ingimarsson spilaði líka allan tímann með Reading í leiknum og eigast liðin við á ný annan þriðjudag. 17.2.2007 19:08
Chelsea lagði Norwich Chelsea er komið í 8-liða úrslitin í enska bikarnum eftir 4-0 sigur á baráttuglöðu liði Norwich. Shaun Wright-Phillips kom Englandsmeisturunum í 1-0 í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom liðinu í 2-0 í upphafi þess síðari. Shevchenko og Essien innsigluðu svo öruggan sigur Chelsea með mörkum á lokamínútunum. 17.2.2007 17:34
Ronaldo skoraði tvö í fyrsta leik sínum Inter vann í dag 16. sigurinn í röð í ítölsku A-deildinni þegar liðið lagði Cagliari 1-0. Grannar þeirra í AC Milan unnu 4-3 útisigur á Siena þar sem brasilíski framherjinn Ronaldo skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik í byrjunarliði liðsins. Inter hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og er komið með aðra hönd á meistaratitilinn. 17.2.2007 17:12
Blackburn og Arsenal þurfa að mætast á ný Arsenal og Blackburn þurfa að eigast við að nýju í fimmtu umferð enska bikarsins eftir að liðin skildu jöfn 0-0 á Emirates í dag. Leikurinn var fremur tíðindalítill og því mætast liðin öðru sinni og þá á heimavelli Blackburn. 17.2.2007 14:32
Beckham verður miðjubakvörður Þjálfari LA Galaxy í Bandaríkjunum segist eiga von á því að David Beckham verði notaður sem leikstjórnandi á miðjunni þegar hann gengur í raðir liðsins í sumar. Beckham fái ekki ósvipað hlutverk og miðjubakvörður í NFL deildinni, þar sem honum verði fengið að dreifa öllu spili liðsins. 17.2.2007 13:40
Capello vill sjá Beckham í landsliðinu David Beckham er greinlega orðinn að algjöru uppáhaldi hjá stjóra sínum Fabio Capello. Ekki er nóg með að hann skuli aftur vera kominn í byrjunarlið Real Madrid heldur hefur Capello nú hvatt Steve McLaren, þjálfara enska landsliðsins, að velja Beckham á ný í liðið. Capello telur að Beckham geti haft sömu áhrif á enska liðið og hann hafði á lið Real um síðustu helgi. 16.2.2007 22:00
Henry hefur það of gott hjá Arsenal Thierry Henry er ekki á leið frá Arsenal til Ítalíu, að sögn hans fyrrum félaga hjá enska liðinu, Patrick Vieira. Henry og Vieira eru góðir félagar og ræðast reglulega við, en miðjumaðurinn segir að Henry hafi það einfaldlega of gott hjá Arsenal til að geta hugsað sér að fara frá félaginu. 16.2.2007 19:30
Nistelrooy segir Ferguson hafa sparkað í sál sína Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur tjáð sig í fyrsta sinn um hvað það var sem olli trúnaðarbresti hans og Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd. á síðustu leiktíð. Ósættið leiddi til þess að Nistelrooy var seldur til Real Madrid í sumar, og segist sá hollenski hafa hafnað AC Milan og Bayern Munchen áður en hann ákvað að skrifa undir hjá spænska stórliðinu. 16.2.2007 19:30