Fleiri fréttir

Ronaldo í byrjunarliðinu á morgun

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo verður að öllum líkindum í byrjunarliði AC Milan í fyrsta skipti þegar liðið tekur á móti Siena í ítölsku A-deildinni á morgun. Þjálfarinn Carlo Ancelotti segir að Ronaldo sé óðum að komast í gott form og sé í nægilega góðu ástandi til að vera í byrjunarliðinu.

Casillas gagnrýnir spænska fjölmiðla

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, gerir lítið úr meintu uppþoti í herbúðum Barcelona, hvað meintar deilur Samuel Eto´o, Ronaldinho og þjálfarann Frank Rijkaard varðar. Casillas harmar hvernig spænskir fjölmiðlar hafa blásið málið upp.

Nonda ætlar að sanna sig fyrir Hughes

Shabani Nonda, framherjinn knái sem er í láni hjá Blackburn frá Roma, vill helst af öllu vera áfram hjá enska liðinu og vonast til að forráðamenn ítalska félagsins séu reiðubúnir að selja hann í sumar. Nonda hefur verið hrósað mikið fyrir frammistöðu sína með Blacburn, nú síðast í gær þegar stjórinn Mark Hughes fór um hann fögrum orðum.

Neville veit ekkert hvað hann talar um

Darryl Powell, fyrrum leikmaður Derby og Birmingham í enska boltanum og núverandi umboðsmaður, segir að Gary Neville viti ekkert hvað hann sé að tala um þegar hann segir umboðsmenn leikmanna vera óþarfa. Ummæli Neville frá því í gær hafa vakið hörð viðbrögð á meðal umboðsmanna, sem telja vegið óþarflega að starfsheiðri sínum.

Hjartasjúklingur á leið til Start

Brasilíski knattspyrnumaðurinn, Ygor Maciel Santiago, verður samherji Skagamannsins Jóhannesar Harðarsonar hjá Start í Kristianssand. Sá brasilíski þarf að gangast undir læknisskoðun hjá norska félaginu áður.

Newcastle í góðri stöðu

Newcastle fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld með 3-1 útisigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark heimamanna og þeir Obafemi Martins og Antonie Sibierski gerðu út um leikinn.

Matthäus hefur mikinn áhuga á að taka við Bayern

Lothar Matthäus, fyrrum fyrirliði Bayern Munchen og þýska landsliðsins, segist hafa mikinn áhuga á að taka við meisturum Bayern ef tækifærið býðst. Matthäus er nú þjálfari Red Bull Salzburg í Austurríki.

Neville vill útrýma umboðsmönnum

Gary Neville, fyrirliði Manchester United, vill að umboðsmenn heyri sögunni til í knattspyrnunni. Hann segir að umboðsmenn hirði til sín of hátt hlutfall af tekjum í boltanum og segir að leikmenn ættu frekar að bera ábyrgð á sér sjálfir.

Dregið í riðla í Copa America

Í gærkvöldi var dregið í riðla Copa America, eða Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Keppnin verður í Venesúela og stendur yfir frá tuttugasta og sjöunda júní til fimmtánda júlí. Keppnin verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Nesta vill framlengja við Milan

Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Nesta segist ólmur vilja framlengja samning sinn við AC Milan á Ítalíu, sem þó rennur ekki út fyrr en á næsta ári. Nesta hefur verið orðaður við önnur lið í Evrópu undanfarið.

Canizares framlengir við Valencia

Markvörðurinn Santiago Canizares hjá Valencia hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009 og verður því kominn nær fertugu þegar hann rennur út. Canizares hefur verið mjög sigursæll með Valencia síðan hann gekk í raðir liðsins árið 1998 en hann lék áður með Real Madrid.

Van der Vaart heldur tryggð við HSV

Fyrirliði Hamburger Sportverein, Rafael van der Vaart, reiknar með því að halda áfram að spila með þýska liðinu enda þótt það falli úr þýsku Bundesligunni. Hann er samningsbundinn félaginu til 2010.

Real Madrid hefði geta fengið Ronaldo

Fyrrum unglingaliðsþjálfari Sporting Lissabon í Portúgal segir að Real Madrid hafi á sínum tíma hafnað tækifæri til að fá Cristiano Ronaldo til liðs við sig árið 2003. Madrid hefur verið orðað við Ronaldo í vetur í kjölfar einstakrar spilamennsku hans með Manchester United.

Glasgow-liðin múta dómurum

Vladimir Romanov, meirihlutaeigandi í skoska knattspyrnufélaginu Hearts í Edinborg, hefur nú enn á ný komið sér í fréttirnar með skrautlegum yfirlýsingum sínum. Romanov segir Glasgow risana Celtic og Rangers múta dómurum.

Valente framlengir við Everton

Portúgalski landsliðsmaðurinn Nuno Valente hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Everton til ársins 2008. Bakvörðurinn á að baki 27 landsleiki með Portúgal en hefur verið á meiðslalista hjá Everton síðan í byrjun janúar. Hann hefur spilað 43 leiki með Everton síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2005.

Englendingar skera niður æfingaleiki

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að skera niður æfingaleiki enska landsliðsins á næstu árum. Liðið mun því leika 18 æfingaleiki á næstu fjórum árum í stað 20. Þetta var málamiðlun milli þjálfaranna sem vildu færri leiki og knattspyrnusambandsins sem vildi fleiri leiki vegna tekjusöfnunar og sjónvarpsréttar.

Larsson: Ég fer aftur til Svíþjóðar

Sænski markahrókurinn Henrik Larsson hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá Manchester United og segist harðákveðinn í að snúa aftur til Helsingborg þann 12. mars þegar lánssamningur hans rennur út.

Mpenza á leið til City

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er nú sagt við það að ganga frá samningi við belgíska framherjann Emil Mpenza sem leikið hefur í Katar undanfarið. Mpenza er mikill markahrókur og gerði garðinn frægan í Þýskalandi. Fréttir herma að Mpenza geri samning við City út leiktíðina með möguleika á framlengingu í sumar.

Robinho: Tottenham er ekki nógu stór klúbbur fyrir mig

Brasilíski framherjinn Robinho neitar því alfarið að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. Orðrómur þess efnis fór af stað í morgun eftir að Robinho hafði lýst því yfir að hann væri óánægður hjá Real Madrid. "Ef ég fer frá Real verður það til að fara til annars stórs félags - og Tottenham er ekki stórt félag," sagði Robinho.

Ársmiðahafar komast á leik Milan og Celtic

Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákvaðið að leyfa 37.000 handhöfum ársmiða hjá AC Milan að mæta á leik liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni þann 7. mars. Stuðningsmenn Celtic fá um 4.500 miða á leikinn. Þá hefur Inter fengið grænt ljós á að hleypa 36.000 áhofendum á viðureign sína gegn Valencia í næstu viku þar sem gestirnir fá um 1.800 miða. San Siro völlurinn tekur 85.000 manns í sæti.

Arsenal áfram eftir ótrúlegan leik

Arsenal er komið í fimmtu umferð enska bikarsins eftir 3-1 sigur á Bolton í ótrúlegum leik í kvöld þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Arsenal hafði virtist vera með unninn leik í höndunum eftir að Adebayor kom liðinu yfir, en Meite jafnaði fyrir Bolton í blálokin á venjulegum leiktíma.

Öruggur sigur Bremen

Nokkrir leikir voru á dagskrá í UEFA bikarnum í kvöld. Bremen vann sannfærandi 3-0 sigur á Ajax á heimavelli, AZ Alkmaar þurfti að sætta sig við 3-3 jafntefli við Fenerbahce í Tyrklandi eftir að hafa komist í 3-1, þar sem Grétar Rafn Steinsson spilaði 90 mínútur fyrir AZ.

Leverkusen lagði Blackburn

Þýska liðið Bayern Leverkusen lagði enska liðið Blackburn 3-2 í fjörugum leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Ramelöw, Callsen-Bracker og Schneider skoruðu mörk heimamanna en þeir Bentley og Nonda skoruðu fyrir enska liðið, sem er í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn á Englandi.

Gerrard: Hræðumst ekki Barcelona

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir sína menn ekki óttast að mæta Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Hann segir reynslu leikmanna og þjálfara Liverpool koma liðinu til góða í einvíginu.

Queiroz: Ronaldo veit að United er besta félag í heimi

Carlos Queiroz, aðstoðarmaður Alex Ferguson hjá Manchester United, hefur skorað á landa sinn Cristiano Ronaldo að fara ekki frá félaginu. Hann segir Ronaldo vel geta fullkomnað glæstan feril sinn hjá enska félaginu og segir að hann geti orðið einn besti leikmaður í sögu félagsins.

Everton kaupir Tim Howard

Everton festi í dag formlega kaup á bandaríska landsliðsmanninum Tim Howard frá Manchester United og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við Everton. Howard hefur verið í láni hjá Everton í vetur og hefur á þeim tíma stimplað sig inn sem aðalmarkvörður liðsins. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Gangið í lið með mér eða látið lífið

Claudio Ranieri byrjaði ekki glæsilega í þjálfarastarfi sínu hjá ítalska liðinu Parma, því í dag var hann látinn biðjast afsökunar á harkalegum yfirlýsingum sínum á blaðamannafundinum þegar hann tók við liðinu.

Altintop segist vera á leið til Bayern

Tyrkneski miðjumaðurinn Hamit Altintop hjá Schalke segist ætla ganga í raðir meistara Bayern Munchen í sumar. Altintop hefur ekki átt fast sæti í liði Schalke í vetur, en hann hefur þegar tilkynnt að hann ætli að fara frá félaginu í sumar þegar verður með lausa samninga.

Catania fær þunga refsingu

Ítalska liðið Catana þarf að spila síðustu heimaleiki sína í ár fyrir luktum dyrum á hlutlausum velli og þá hefur félagið verið sektað um rúmlega 33 þúsund evrur. Þetta var niðurstaða ítalska knattspyrnusambandsins í dag eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum fyrir utan Massimo-völlinn í byrjun mánaðarins.

Lilleström burstaði KR

Norska liðið Lilleström var ekki í vandræðum með KR á æfingamótinu í La Manga á Spáni og sigraði 5-0 eftir að hafa verið yfir 2-0 í hálfleik. Áður hafði KR tapað 1-0 fyrir Valerenga í fyrsta leik sínum á mótinu.

Bolton - Arsenal í beinni á Sýn í kvöld

Leikur Bolton og Arsenal í enska bikarnum verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending 19:55. Arsene Wenger segir sína menn ekki óttast neitt þó liðið hafi tapað þremur síðustu leikjum sínum á útivelli gegn Bolton.

Ítalar í toppsæti FIFA listans

Ítalska landsliðið náði í dag toppsætinu á styrkleikalista FIFA í fyrsta skipti í 13 ár. Brasilíumenn eru nú í öðru sæti eftir að hafa verið á toppnum í nær 5 ár. Íslenska landsliðið er í 95. sæti og fellur um tvö sæti síðan listinn var síðast birtur.

Ronaldinho og Eto´o féllust í faðma á æfingu

Þeir Ronaldinho og Samuel Eto´o hjá Barcelona virðast hafa grafið stríðsöxina frá því í gær en þeir félagar féllust í faðma og slógu á létta strengi á æfingu í hádeginu. Eto´o gagnrýndi félaga sinn harðlega í gær en nú virðist hann amk hafa náð sáttum við Ronaldinho.

Eiður Smári á hörðum aukaæfingum

Spænska fréttasíðan Mundo Deportivo greinir frá því í dag að Eiður Smári Guðjohnsen æfi nú manna mest hjá liði Barcelona og sást hann æfa einn í gær og í morgun. Það er því greinilegt að landsliðsfyrirliðinn ætlar að vinna sér sæti í liðinu á ný og er Frank Rijkaard mjög ánægður með einbeitingu hans.

Middlesbrough marði sigur

Úrvalsdeildarliðið Middlesbrough er komið í fimmtu umferð enska bikarsins eftir sigur á Bristol City í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 en Yakubu hjá Boro afrekaði það að skora mark í leiknum en brenna svo af víti bæði í framlengingu og vítakeppninni.

Stuðningsmenn West Ham ósáttir við Curbisley

Vandamálin hrannast upp hjá Alan Curbishley knattspyrnustjóra West Ham. Leikmenn liðsins eru sagðir óánægðir með stjórnarstíl hans og rúmlega helmingur stuðningsmanna liðsins vill láta reka hann. Þá gæti West Ham misst stig í úrvalsdeildinni vegna félagaskipta Carlosar Tevez og Javiers Masherano.

Dregið í riðla á EM

Í dag var dregið í riðla fyrir Evrópumót undir 21 árs landsliða karla í knattspyrnu en úrslitakeppnin verður í Svíþjóð eftir tvö ár. Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og lenti í sjöunda riðli með Belgíu, Slóvakíu, Austurríki og Kýpur. Riðlarnir eru tíu og sigurvegarar hvers riðils komast áfram ásamt fjóru bestu þjóðunum í öðru sæti riðlanna.

Newell sektaður fyrir karlrembu

Mike Newell, knattspyrnustjóri Luton Town, var í dag sektaður um 6,500 pund fyrir að ausa fúkyrðum yfir kvenkyns aðstoðardómara eftir leik í nóvember sl. Newell sagði að konur ættu ekki heima í fótbolta og sagði þessa ráðstöfun vera aumkunarverða tilraun til að jafna bilið milli kynjanna.

Eto´o hraunar yfir Rijkaard og Ronaldinho

Kamerúninn Samuel Eto´o hjá Barcelona segir að Frank Rijkaard og Ronaldinho séu vondir menn í kjölfar þess að þeir gagnrýndu ákvörðun hans um að neita að fara inná í leik gegn Santander um síðustu helgi. Eto´o segist vera fastur í miðju stríði innan liðsins.

Robinho íhugar að fara frá Real Madrid

Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gefið í skyn að hann vilji fara frá spænska liðinu Real Madrid fái hann ekki tækifæri til að spila meira undir stjórn Fabio Capello þjálfara. Robinho er aðeins 22 ára gamall og gekk í raðir Real árið 2005.

Ranieri tekinn við Parma

Claudio Ranieri var í dag skipaður þjálfari ítalska A-deildarliðsins Parma, en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Valencia fyrir tveimur árum. Ranieri stýrði áður liði Chelsea en tekur nú við starfi Stefano Pioli sem var rekinn frá Parma á dögunum. Liðið er í bullandi fallbaráttu og er í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 sigra í 22 leikjum.

Fólk eins og Victoria Beckham er að drepa fótboltann

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að fólk eins og Victoria Beckham sé að ganga að knattspyrnunni dauðri. Hoeness segir að það sé konu David Beckham að kenna að einn af hæfileikaríkustu knattspyrnumönnum Evrópu sé nú að hverfa á braut.

Hugo Viana: Ronaldo fer til Spánar í sumar

Portúgalski miðjumaðurinn Hugo Viana hjá Valencia fullyrðir að landi hans Cristiano Ronaldo hjá Manchester United muni ganga í raðir Barcelona eða Real Madrid í sumar.

Stjörnufans í hátíðarleik á Old Trafford

Manchester United mun halda sérstakan hátíðarleik á Old Trafford þann 13. mars nk. þar sem haldið verður upp á 50 ára afmæli fyrsta Evrópuleiks félagsins. Manchester United mætir þar sérstöku Evrópuúrvali sem þjálfað verður af Marcelo Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítala.

Úrvalsdeildarfélög sektuð

Tottenham og Middlesbrough voru í dag sektuð og áminnt af aganefnd enska knattspyrnusambandsins eftir að uppúr sauð í leik liðanna í desember síðastliðinn. Didier Zokora og George Boateng voru þá reknir af velli og fékk Tottenham 8.000 punda sekt og Boro 4.000 punda sekt vegna handalögmála leikmanna.

Sjá næstu 50 fréttir