Fleiri fréttir

Jafnt hjá Birki og félögum

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilaði síðasta korterið fyrir lið sitt Adana Demirspor sem gerði 1-1 jafntefli við Konyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Håland hetjan í hádramatískum sigri

Borussia Dortmund er komið á sigurbraut á ný í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Erling Braut Håland tryggði liðinu 3-2 sigur eftir svakalegar lokamínútur.

Óttar Magnús lánaður í C-deildina

Framherjinn Óttar Magnús Karlsson mun spila með Siena í ítölsku C-deildinni á komandi leiktíð. Hann fer þangað á láni frá Venezia.

Esbjerg náði í stig gegn lærisveinum Jensens

Íslendingalið Esbjerg náði í sitt þriðja stig í dönsku B-deildinni í fótbolta er liðið gerði 1-1 jafntefli við Nyköbing í kvöld. Íslendingarnir tveir hjá Esbjerg komu ekki við sögu.

Hákon Daði markahæstur er Gummersbach fór áfram

Gummersbach vann í kvöld 25-20 sigur á þriðju deildarliði Pforzheim/Eutingen í þýsku bikarkeppninni í handbolta og komst þannig áfram í næstu umferð. Hákon Daði Styrmisson var markahæstur í liði Gummersbach.

Lyon byrjar tímabilið á sigri án Söru

Olympique Lyonnais, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, hóf tímabilið í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 3-0 sigri á Stade de Reims. Lyon freistar þess að endurheimta franska meistaratitilinn frá Paris Saint-Germain.

Arnór kom við sögu í tapi Venezia

Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Venezia er liðið tapaði 3-0 fyrir Udinese í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Hinir tveir Íslendingarnir í röðum Feneyjaliðsins voru ekki í leikmannahópnum.

Leikmenn United himinlifandi með tíðindin

Leikmenn Manchester United hafa tekið vel á móti nýjum liðsfélaga sínum, Cristiano Ronaldo. Einhverjir gleðjast yfir endurkynnum á meðan aðrir trúa vart tíðindunum.

Gefur öllum aukna von

Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, og fyrrum leikmaður Manchester United, kveðst himinlifandi með skipti portúgölsku stjörnunnar Cristiano Ronaldo til félagsins. Ronaldo spilaði áður en með Neville hjá félaginu en snýr nú aftur eftir 13 ára fjarveru.

Lið Stjörnunnar fullskipað en ekki með NBA-leikmanni

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur tryggt sér krafta Bandaríkjamannsins Roberts Turner sem mun leika með liðinu í vetur. Turner tekur við af Ægi Þór Steinarssyni sem leikstjórnandi Stjörnunnar en Ægir leikur á Spáni í vetur.

Ólympíu­hetja í markið hjá PSG

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa sótt Stephanie Labbé í markið. Hún kemur frá sænska liðinu Rosengård en hún gekk í raðir þess fyrr á þessu ári. Skrifaði hún undir eins árs samning í París.

Ron­aldo hefur fengið samningstilboð frá Manchester United

Hlutirnir gerast hratt á gervihnattaröld. Í gær var staðfest að Cristiano Ronaldo vildi yfirgefa ítalska félagið Juventus. Í kjölfarið bárust fregnir að hann væri á leið til Manchester City en nú stefnir allt í að Portúgalinn sé á leiðinni „heim“ á Old Trafford. 

Pique nýtir sér vinsældir Messis

Gerard Pique er vitaskuld vel meðvitaður um vinsældir síns gamla lagsbróður til margra ára, Lionels Messi. Pique hefur nú keypt sjónvarpsútsendingaréttinn á Spáni frá leikjum Argentínumannsins í Frakklandi.

Erfið staða núna þar sem Gylfi og Aron eru ekki með

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins, segir stöðuna í dag nokkuð svipaða og þegar hann tók við liðinu á sínum tíma ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hann segir mikilvægt að eldri leikmenn – og þjálfarateymið – standi við bakið á ungum leikmönnum liðsins.

Ytri Rangá komin á toppinn

Veiðin í Ytri Rangá hefur tekið ágætan kipp eftir miðjan ágúst og staðan er þannig að núna er hún komin fram úr systur sinni Eystri Rangá.

„Fæ ekki nógu mikla ánægju úr þessu“

Útlit er fyrir að einn af bestu leikmönnum Dominos-deildarinnar í körfubolta síðustu ár, hinn 26 ára gamli KR-ingur Matthías Orri Sigurðarson, dragi sig í hlé. Hann segir ástríðuna fyrir körfuboltanum einfaldlega hafa minnkað.

Ronaldo búinn að biðja um sölu frá Juventus

Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður heims, vill komast burt frá ítalska stórveldinu Juventus. Talið er að Juventus fari fram á 25-30 milljónir evra fyrir Ronaldo.

Real Madrid hækkar tilboðið í Mbappé

Spænska stórveldið Real Madrid lagði í dag fram nýtt og hærra tilboð í franska sóknarmannin Kylian Mbappé. Tilboðið hljóðar upp á tæplega 146 milljónir punda, en forsvarsmenn PSG segja að afstaða þeirra hafi ekki breyst.

Jorginho valinn leikmaður ársins hjá UEFA

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho var í dag valinn leikmaður ársins hjá UEFA. Tilkynnt var um verðlaunin samhliða því þegar dregið var í riðla Meistaradeildarinnar, en Jorginho vann þá keppni með Chelsea í fyrra, ásamt því að hampa Evrópumeistaratitlinum með Ítölum.

Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar

Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH.

Umfjöllun og viðtöl: Kefla­vík – Breiða­blik 1-1 | Blikastúlkur björguðu stigi

Keflavík gerði 1-1 jafntefli á móti Blikum á HS Orku vellinum í kvöld. Keflavík hékk fyrir ofan fallsæti fyrir leik á markatölunni einni, þurfti nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gær og eru því Blikar að setja einbeitingu sína á Meistaradeildina, en þær halda til Króatíu 1. september og spila þar við Osijek í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið.

Albert Guðmundsson og félagar úr leik þrátt fyrir sigur

Albert Guðmundsson og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar tóku á móti Celtic frá skotlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Albert og félagar unnu leikinn 2-1, en Skotarnir unnu fyrri leikinn 2-0 og fara því áfram á samanlögðum úrslitum.

Jón Guðni skoraði tvö en Hammarby er úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í sænska liðinu Hammarby tóku á móti svissneska liðinu Basel í seinni leik liðanna um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Eftir 3-1 tap í fyrri leiknum tryggði Jón Guðni Hammarby framlengingu með tveimur mörkum, en liðið tapaði 4-3 í vítaspyrnukeppni.

Guðrún og Rosengård með stórsigur

Guðrún Arnardóttir spilaði allan likinn í liði Rosengård í sænska boltanum í dag. Rosengård vann 4-0 stórsigur þegar að liðið heimsótti Vittsjö.

Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu

Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram.

Manchester City og PSG í dauðariðli Meistaradeildarinnar

Nú rétt í þessu var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu. Manchester City mætir PSG og RB Leipzig í A-riðli, Liverpool er einnig í erfiðum B-riðli með Atletico Madrid, Porto og AC Milan, og Manchester United mætir Villareal, Atalanta og Young Boys í F-riðli.

Mörkin sem tryggðu Val titilinn og meistarafögnuður

Valskonur fögnuðu fram á nótt á Hlíðarenda í gærkvöld þegar þær urðu Íslandsmeistarar í fótbolta í annað sinn á þremur árum. Þær tryggðu sér titilinn með sannkallaðri sýningu þegar þær unnu 6-1 sigur á Tindastóli.

Guðmann tók í lurginn á samherja sínum

Guðmann Þórisson hafði lítinn húmor fyrir því þegar Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, var að dútla með knöttinn í eigin vítateig gegn Keflavík er liðin mættust í Kaplakrika. Guðmann lét Hörð Inga heyra það og bakvörðurinn svaraði fullum hálsi.

Sjá næstu 50 fréttir