Fleiri fréttir

Benitez: Þurfum að nýta færin okkar

Rafael Benitez tókst ekki að stýra liði sínu Chelsea til sigurs í þriðju tilraun. Chelsea tapaði 3-1 í Lundúnarslag gegn West Ham á Boylen Ground í dag.

Mist til liðs við Avaldsnes

Miðvörðurinn Mist Edvardsdóttir er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagins Avaldsnes. Norskir miðlar greina frá þessu í dag.

Stelpurnar töpuðu með tveimur gegn Tékkum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik beið lægri hlut 25-23 í æfingaleik gegn Tékkum í gærkvöldi. Undirbúningur liðsins stendur sem hæst enda fyrsti leikurá EM í Serbíu gegn Svartfjallalandi á þriðjudag.

Andy Carroll frá keppni í átta vikur

Sóknarmaðurinn Andy Carroll verður frá keppni næstu átta vikurnar eða svo. Framherjinn stæðilegi er meiddur á hné og missti af þeim sökum af viðureign West Ham og Chelsea í dag.

Stórmeistarajafntefli hjá FC Bayern og Dortmund

FC Bayern og Borussia Dortmund skildu jöfn 1-1 í stórslag helgarinnar í efstu deild þýsku knattspyrnunnar en leikið var í München í dag. Heimamenn hafa átta stiga forskot á Leverkusen á toppi deildarinnar.

Sóknin sneri aftur í sigri Lakers

Los Angeles Lakers vann fínan sigur á Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum í nótt. Dwight Howard skoraði 28 stig í 122-103 sigri í Steples Center í nótt.

Magnús Már til Valsmanna

Knattspyrnumaðurinn Magnús Már Lúðvíksson er genginn í raðir Valsmanna. Magnús Már skrifaði undir tveggja ára samning við Hlíðarendapilta.

Ísland vann til markaðsverðlauna UEFA

Á árlegri verðlaunaafhendingu UEFA fyrir markaðsmál tengd knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi í Róm, hlaut Ísland verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Fimmtán þjóðir kepptu við Ísland í flokknum "Best Sponsorship Activation".

Væru í slæmum málum án Van Persie og Suarez

Manchester United er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og það getað þeir þakkað gjafmildi erkifjenda þeirra í Arsenal sem voru tilbúnir að selja þeir Robin van Persie í haust. Mikilvægi Robin van Persie fyrir United og mikilvægi Luis Suarez fyrir Liverpool kemur vel fram í samantekt Opta-tölfræðiþjónustu ensku úrvalsdeildarinnar. Luis Suarez er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk en Van Persie hefur skorað einu marki minna.

LeBron James er kóngurinn í NBA

LeBron James, leikmaður meistaraliðs Miami Heat, er vinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar ef marka má sölutölur á keppnistreyjum frá því í apríl á þessu ári fram til dagsins í dag. James var í fjórða sæti á þessum lista í apríl en vinsældir hans hafa aukist eftir að Miami Heat tryggði sér meistaratitilinn sl. vor og James var lykilmaður í bandaríska landsliðinu sem tryggði sér gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Leið strax eins og ég væri heima hjá mér

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verður næsti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Þessi efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla síðasta sumar er búinn að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Viking til þriggja ára.

Litli bróðir í Madríd minnir á sig

Atlético Madrid heimsækir Real Madrid í slagnum um Madrídarborg í kvöld. Diego Simeone hefur náð frábærum árangri á innan við ári sem stjóri Atlético en þrettán ár eru síðan Atlético lagði Real að velli. Nú er lag en Atlético er aldrei þessu vant aðalkeppinautur Real.

Valur fimmta Reykjavíkurfélagið hjá Takefusa

Björgólfur Takefusa gekk í gær frá tveggja ára samningi við Valsmenn og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Valur er fimmta Reykjavíkurfélag Björgólfs á ferlinum og enn fremur fjórða félagið sem hann spilar með í Pepsi-deildinni á síðustu fjórum sumrum.

Mourinho óttast ekki að verða rekinn

Spænskir fjölmiðlar hafa gert því skóna að það sé gríðarleg pressa á Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, fyrir borgarslaginn um helgina. Hafa þeir jafnvel gengið svo langt að spá því að Mourinho verði rekinn takist liðinu ekki að vinna leikinn.

Arsenal hefur viðræður um Zaha

Arsenal ætlar að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og félagið hefur nú hafið viðræður við Crystal Palace um kaup á Wilfried Zaha.

Jakob með stórleik í sigri Sundsvall

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir flottan útisigur, 65-72, á Stockholm Eagles.

Adam Örn og Daði í NEC Nijmegen

Adam Örn Arnarson úr Breiðabliki og Daði Bergsson Þróttari hafa gengið til liðs við NEC Nijmegen. Tvímenningarnir skrifuðu undir tveggja og hálfs árs samning við hollenska félagið í dag.

Lawrie flottur á seinni níu og er með forystuna í Suður-Afríku

Skotinn Paul Lawrie er efstur eftir tvo hringi á Nedbank Golf-mótinu sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku um helgina. Þetta er boðsmót þar sem tólf kylfingar fá tækifæri til að vinna fimm milljónir dollara eða 630 milljónir íslenskra króna.

Vidic gæti snúið aftur í næstu viku

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að miðvörðurinn Nemanja Vidic gæti verið klár í slaginn gegn Cluj í Meistaradeild Evrópu í næstu viku.

Joe Cole orðaður við QPR

Það er um fátt annað rætt í enska boltanum en hvaða leikmenn Harry Redknapp ætli að kaupa. Hann er nýtekinn við botnliði QPR í ensku úrvalsdeildinni og honum vantar klárlega liðsstyrk.

Tveggja leikja bann fyrir slagsmál | myndband

Rajon Rondo, bakvörður Boston Celtics, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að slást við Kris Humphries, leikmann Brooklyn Nets, í leik liðanna í vikunni.

Tveir stuðningsmenn Roma í fimm ára bann

Tveir stuðningsmenn Roma, 25 ára og 26 ára, hafa verið bannaðir frá knattspyrnuleikjum á Ítalíu næstu fimm árin vegna aðildar að árás á stuðningsmenn Tottenham á öldurhúsi í Rómarborg á fimmtudaginn.

Fanndís með samningstilboð frá Piteå

Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur undir höndum samningstilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Piteå. Þetta staðfestir hún í skorinortu samtali við sænska miðilinn Piteå-Tidningen.

Símtalið sem breytti fótboltanum

Tuttugu ár eru liðin frá því Eric Cantona gekk óvænt til liðs við Manchester United frá þáverandi Englandsmeisturum Leeds. Líklega hafa engin félagaskipti haft jafn mikil áhrif á gengi eins liðs og í tilfelli Cantona og United, sem hafði þá ekki unnið tit

Sjá næstu 50 fréttir