Handbolti

Kári Kristján og Fannar náðu aðeins stigi gegn botnliðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári Kristján hefur spilað vel undanfarnar vikur sem er góðs viti fyrir HM á Spáni í janúar.
Kári Kristján hefur spilað vel undanfarnar vikur sem er góðs viti fyrir HM á Spáni í janúar. Nordicphotos/Getty
Lið Wetzlar, með þá Kára Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson innanborðs, gerði jafntefli gegn botnliði Tusem Essen 33-33 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöldi.

Kári Kristján skoraði eitt mark fyrir heimamenn en Fannar komst ekki á blað. Gestirnir jöfnuðu metin með marki fjórum sekúdnum fyrir leikslok. Úrslitin voru afar óvænt enda Wetzlar komið mjög á óvart með frábærri frammistöðu á tímabilinu á meðan Essen var stigalaust fyrir leikinn.

Nýleg þjálfaraskipti Essen virðast þó hafa skilað sínu og er liðið nú loks komið á blað í þýsku deildinni. Wetzlar situr í þriðja sæti deildarinnar með betri markatölu en Füchse Berlin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×