Fleiri fréttir

Menn að fá sér í enska boltanum

Þorstinn virðist sækja fast að leikmönnum enska boltans en tveir leikmenn úr úrvalsdeildinni - Jermaine Pennant og Roger Johnson - hafa verið sektaðir fyrir að fá sér á meðan áfengisbann var í gildi hjá félögum þeirra.

Zlatan gagnrýnir þjálfara AC Milan

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var allt annað en sáttur við leikkerfið sem AC Milan spilaði gegn Arsenal á þriðjudag. Milan skreið þá inn í átta liða úrslit eftir 3-0 tap. Milan spilaði 4-3-3 í leiknum og Zlatan sagði að sér hefði aldrei liðið vel í leiknum.

Háspenna í vítakeppni APOEL og Lyon | samantekt frá Stöð 2 sport

Meistaradeildarævintýri APOEL Nicosia ætlar engan endi að taka. Í gærkvöld sló litla liðið frá Kýpur, franska liðið Lyon út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni sem var að venju æsispennandi. Í myndbandinu má sjá hvernig til tókst hjá leikmönnum beggja liða.

Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld?

Evrópudeildin í knattspyrnu er í aðalhlutverki á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Englandsmeistaralið Manchester United tekur á móti Atletico Bilbao frá Spáni í 16 –liða úrslitum keppninnar sem hefjast í kvöld. Manchester City leikur á útivelli gegn Sporting í Lissabon og hefst sá leikur 17.50 í dag. Belgíska liðið Standard Liege, sem Birkir Bjarnason leikur með, tekur á móti þýska liðinu Hannover og er sá leikur í opinni dagskrá á Stöð 2 sport 3.

Torres þorði ekki að taka víti

Sjálfstraust spænska framherjans Fernando Torres, leikmanns Chelsea, er svo lítið um þessar mundir að hann treysti sér ekki í að taka víti gegn Birmingham í bikarnum á þriðjudag.

Kvikmyndahátíð veiðimanna RISE á laugardaginn

Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum.

Terry: Leikmenn brugðust Villas-Boas

John Terry, fyrirliði Chelsea, viðurkennir að leikmenn liðsins hafi brugðist Andre Villas-Boas sem var rekinn sem stjóri Chelsea um síðustu helgi.

Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt

Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum.

Balotelli sektaður um vikulaun

Manchester City hefur sektað ólátabelginn Mario Balotelli eftir að hann braut reglur liðsins um útivistarleyfi. Balotelli skellti sér á nektarbúllu þegar hann átti að vera kominn í koju um síðustu helgi.

Bulls á siglingu | Washington lagði Lakers

Derrick Rose og félagar í Chicago Bulls eru hreinlega óstöðvandi um þessar mundir. Bulls vann sinn áttunda leik í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Milwaukee með flautukörfu frá Rose.

Erum sátt við sjötta sætið

Ísland hafnaði í sjötta sæti á Algarve-æfingamótinu í Portúgal eftir 3-1 tap fyrir Danmörku í leik um fimmta sætið í gær. "Góður undirbúningur fyrir mikilvægasta leik okkar í undankeppni EM,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari.

Messi sló tvö Meistaradeildarmet í kvöld - myndir

Lionel Messi skoraði fimm af sjö mörkum Barcelona í kvöld í seinni leik liðsins á móti þýska liðinu Bayern Leverkusen í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Með því að skora fimmu í þessum leik setti argentínski snillingurinn tvö met í Meistaradeildinni.

Hver ældi á bekkinn hjá Arsenal?

Margir sjónvarpsáhorfendur ráku upp stór augu í gær þegar sjá mátti ælu á varamannabekk Arsenal í leiknum gegn AC Milan.

Keflavíkurkonur þurfa að bíða lengur - myndir

Kvennalið Keflavíkur tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í kvöld þegar liðið heimsótti Hauka í Schenkerhöllina á Ásvöllum. Keflavík nægði sigur í leiknum og var fjórum stigum yfir í hálfleik. Haukakonur áttu hinsvegar frábæran seinni hálfleik og komust aftur upp í 4. sæti deildarinnar með 16 stiga sigri.

Torres búinn að spila í sólarhring án þess að skora

Fernando Torres tókst ekki að skora í fyrsta leiknum undir stjórn Ítalans Roberto Di Matteo þrátt fyrir að fá að spila allar 90 mínúturnar í 2-0 bikarsigri á Birmingham. Það er því liðinn meira en sólarhringur síðan að hann skoraði síðast fyrir Chelsea eða spænska landsliðið.

Fabregas um Messi: Hann er besti leikmaður fótboltasögunnar

Cesc Fabregas lagði upp tvö mörk fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið niðurlægði þýska liðið Bayer Leverkusen með því að vinna 7-1 sigur í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maður kvöldsins var þó Lionel Messi sem skoraði fimm af sjö mörk Barcelona-liðsins.

Kiel vann 23. leikinn í röð | Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki

Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gefa ekkert eftir og unnu í kvöld 23. deildarleikinn sínn í röð á þessu tímabili. Hannover-Burgdorf og Rhein-Neckar Löwen unnu líka sína leiki en Großwallstadt, Wetzlar og Bergischer þurftu að sætta sig við tap.

Hardy skoraði 49 stig þegar Njarðvík stöðvaði sigurgöngu Snæfells

Njarðvík stöðvaði sjö leikja sigurgöngu Snæfells með því að vinna Snæfell með fimm stiga mun, 97-92, í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna sem fram fór í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkurkonur léku án leikstjórnandans Shanae Baker-Brice en Lele Hardy sá til þess að þær söknuðu hennar ekki mikið. Hardy var með 49 stig, 21 frákast og 8 stoðsendingar.

Fjölnir fór langt með að bjarga sér með sigri í Hveragerði

Fjölniskonur unnu sex stiga sigur á Hamar í Hveragerði, 77-71, í Iceland Express deild kvenna í kvöld og náðu þar með fjögurra stiga forskoti á Hamar í baráttu liðanna um að sleppa við fall. Hamar getur enn náð Fjölni í síðustu tveimur umferðunum því Hamarskonur eru með betri árangur í innbyrðisviðureignum.

Nýr kani og Haukakonur léku sér að verðandi deildarmeisturum

Tierny Jenkins átti frábæra innkomu í lið Hauka þegar hún lék sinn fyrsta leik með Haukum í kvöld. Jenkins var með 24 stig og 17 fráköst og 8 stoðsendingar og Haukar unnu öruggan 16 stiga sigur á verðandi deildarmeisturum Keflavíkur, 84-68, en Keflavík hefði tryggt sér sigur í deildinni með því að vinna þennan leik. Haukaliðið gerði út um leikinn með frábærum þriðja leikhluta sem liðið vann 36-19.

Guðjón Valur og Snorri Steinn með 11 mörk saman í sigri AG

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sex mörk og Snorri Steinn Guðjónsson var með fimm mörk þegar AG Kaupmannahöfn vann 29-26 útisigur á Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og styrkti þar með stöðu sína á toppnum.

Vettel telur sig sigurstranglegastann

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel telur sig lang sigurstranglegastann í heimsmeistarakeppninni í ár eftir að hafa rústað keppninni í fyrra.

Juventus tapaði stigum og náði ekki AC Milan á toppnum

Juventus gerði þriðja jafnteflið í röð í ítölsku deildinni í kvöld og mistókst enn á ný að jafna AC Milan að stigum á toppi ítölsku deildinni. Að þessu sinni gerði Juventus 1-1 jafntefli á útivelli á móti Bologna.

Tottenham lenti undir en komst örugglega áfram í enska bikarnum

Tottenham er komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins eftir 3-1 sigur á C-deildarliðinu Stevenage á White Hart Lane í kvöld en þetta var endurtekinn leikur. Tottenham lenti undir í byrjun leiks en vann að lokum öruggan sigur sem færir liðinu heimaleik á móti Bolton í átta liða úrslitunum.

Meistaradeildarævintýri APOEL heldur áfram

Meistaradeildarævintýri kýpverska liðsins APOEL Nicosia hélt áfram í kvöld þegar liðið sló Lyon út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir vítakeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-0 heimasigri en APOEL. sem var á heimavelli í kvöld, vann vítakeppnina 4-3.

Meistarasýning hjá Messi og félögum | Messi með fimm í 7-1 sigri

Lionel Messi og félagar í Barcelona sýndu enga miskunn í kvöld þegar þeir slógu þýska liðið Bayer Leverkusen út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Barcelona vann leikinn 7-1 og þar með samanlagt 10-2. Messi skoraði fimm af sjö mörkum Barcelona.

Rosberg meistari undirbúningstímabilsins

Undirbúningstímabili Formúlu 1 liða lauk í Barcelona á sunnudag. Erfitt er að draga ályktanir af æfingunum og hvernig liðin standa gagnvart hvort öðru. Þó ertu til ýmis tæki til að skoða heildarmyndina.

Sonur Speed valinn í unglingalandsliðið

Elsti sonur Gary Speed, Ed, hefur verið valinn í velska U-16 ára landsliðið. Ed er aðeins 14 ára gamall. Hann flutti fallega ræðu fyrir leik Wales og Kosta Ríka um daginn en leikurinn var minningarleikur um Speed sem þjálfaði velska landsliðið.

Arnar vonar að AEK verði bjargað fyrir 20.mars

Arnar Grétarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá gríska liðinu AEK í Aþenu, segir að ástandið í landinu geri það að verkum að erfiðara og erfiðara er að ná í styrktaraðila til íþróttamála. Hann var í dag í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í Boltanum á X-inu 977.

Wenger enn í vandræðum hjá UEFA

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þarf enn á ný að koma fyrir aganefnd UEFA, eftir framkomu sína eftir leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Arsenal vann leikinn 3-0 en komst ekki áfram þar sem að liðið steinlá 4-0 í fyrri leiknum á Ítalíu.

Scholes spilar líklega ekki á morgun

Paul Scholes gat ekki æft með Man. Utd í dag og mun því líklega ekki spila með liðinu gegn Athletic Bilbao í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

Ewing á leið í Heiðurshöllina

Það hefur verið tilkynnt að Patrick Ewing, fyrrum miðherji NY Knicks, sé einn af þeim tíu sem verða teknir inn í heiðurshöll körfuboltans á þessu ári.

Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍR

Miðvallarleikmaðurinn Nigel Quashie verður spilandi aðstoðarþjálfari ÍR að öllu óbreyttu en hann hefur æft með liðinu síðustu daga. Þetta staðfesti Hallgrímur Friðgeirsson, formaður meistaraflokksráðs ÍR, við Vísi.

Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld?

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Tveir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og einn í ensku bikarkeppninni. Upphitun fyrir Meistaradeildarleikina hefst kl. 19.00 þar sem að Þorsteinn J stýrir gangi mála ásamt sérfræðingum Stöðvar 2 sport.

Sigurður Ragnar: Bara með þrjá varamenn

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að leikmenn Íslands hafi verið áberandi þreyttir gegn danska liðinu á Algarve-mótinu í dag.

Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með fréttum af Guðna Bergssyni

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um Guðna Bergsson, fyrrum atvinnuknattspyrnumann og fyrirliða íslenska landsliðsins, á undanförnum tveimur dögum. Guðni, sem starfar sem lögfræðingur, hlaut skurðáverka þegar hann kom samstarfsmanni sínum til bjargar á lögfræðistofunni Lagastoð í Lágmúla í fyrradag.

Villas-Boas í viðræðum við Inter

Fjölmiðlar greina frá því í dag að Inter sé búið að hefja viðræður við Portúgalann Andre Villas-Boas. Inter vill að hann taki við liðinu í sumar af Claudio Ranieri.

Sjá næstu 50 fréttir