Fótbolti

Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld?

Lionel Messi og félagar í Barcelona taka á móti Bayer Leverkusen í kvöld.
Lionel Messi og félagar í Barcelona taka á móti Bayer Leverkusen í kvöld. AP
Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Tveir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og einn í ensku bikarkeppninni. Upphitun fyrir Meistaradeildarleikina hefst kl. 19.00 þar sem að Þorsteinn J stýrir gangi mála ásamt sérfræðingum Stöðvar 2 sport.

Barcelona frá Spáni leikur gegn þýska liðinu Bayer Leverkusen á heimavelli í Meistaradeildinni. Barcelona vann fyrri leikinn 3-1. Apoel frá Kýpur tekur á móti Lyon frá Frakklandi sem vann fyrri leikinn á Kýpur 1-0.

Að venju verður farið yfir gang mála í leikjunum í Meistaradeildinni í meistaramörkunum sem hefjast 21.45.

Í ensku bikarkeppninni eigast við Tottenham og Stevenage. Liðin áttust við á heimavelli Stevenage þar sem ekkert mark var skorað.

Dagskrá kvöldsins á Sportstöðvum Stöðvar 2 er þannig.

19:00 Þorsteinn J. og gestir – upphitun Stöð 2 sport

19:30 Barcelona - Bayer Leverkusen Stöð 2 sport / HD

19:30 Apoel - Lyon (í opinni dagskrá) Stöð 2 sport 3

21:45 Þorsteinn J. og gestir – meistaramörkin Stöð 2 sport

Enska bikarkeppnin:

19:25 Tottenham – Stevenage Stöð 2 sport 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×