Fótbolti

Sonur Speed valinn í unglingalandsliðið

Ed Speed (6) er hér með Craig Bellamy, sem einnig á son í U-16 ára landsliðinu, og bróðir sínum, Tom.
Ed Speed (6) er hér með Craig Bellamy, sem einnig á son í U-16 ára landsliðinu, og bróðir sínum, Tom.
Elsti sonur Gary Speed, Ed, hefur verið valinn í velska U-16 ára landsliðið. Ed er aðeins 14 ára gamall. Hann flutti fallega ræðu fyrir leik Wales og Kosta Ríka um daginn en leikurinn var minningarleikur um Speed sem þjálfaði velska landsliðið.

"Ed er gríðarlega hæfileikaríkur strákur og hann minnir mig mikið á föður hans á vellinum," sagði Osian Roberts, þjálfari velska U-16 ára liðsins, en hann var aðstoðarmaður Gary hjá A-landsliðinu.

"Hann er miðjumaður sem les leikinn vel og gerir alla auðveldu hlutina vel. Það lítur allt út fyrir að vera auðvelt hjá honum. Faðir hans hefur klárlega haft mikil áhrif á hann og hann er meiri atvinnumaður en flestir jafnaldrar hans."

Sonur Craig Bellamy, Ellis, er einnig í æfingahóp velska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×