Fótbolti

Crespo líklega klár í Pepsi-deildina fyrir 50 milljónir

Crespo fagnar marki í leik með Chelsea.
Crespo fagnar marki í leik með Chelsea.
Argentínumaðurinn Hernan Crespo var eitt sinn dýrasti leikmaður heims. Það var þá. Nú á hann í vandræðum með að finna sér félag.

Hann ætlaði að taka þátt í nýju indversku deildinni, þar sem Teitur Þórðarson mun þjálfa, en alger óvissa er hvenær sú deild fer af stað.

Nú berast fréttir frá Noregi þess efnis að umboðsmaður hans hafi boðið norska 2. deildarliðinu Ham Kam leikmanninn.

Norska liðið afþakkaði pent. Bæði vegna þess að félagið hefur ekki áhuga á honum og svo vildi Crespo fá litlar 50 milljónir í sinn hlut fyrir að skrifa undir.

Hinn 36 ára gamli Crespo er því á lausu og ef eitthvað íslenskt félag á faldar 50 milljónir gæti það líklega landað Argentínumanninum fyrir sumarið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×