Fleiri fréttir

HM 2011: Miklir yfirburðir í D-riðli

Tveimur umferðum er nú lokið í öllum riðlum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem nú fer fram í Brasilíu. Evrópuliðin þrjú hafa ótrúlega yfirburði í D-riðli og nánast örugg með sæti í 16-liða úrslitunum.

Bjarki Már og Aron bestir í fyrsta hluta N1 deildar karla

Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður HK og Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, voru verðlaunaðir þegar HSÍ gerði upp fyrstu sjö umferðirnar í N1 deild karla. Bjarki Már var valinn besti leikmaðurinn en Aron þótti vera besti þjálfarinn.

Suarez enn á ný í vandræðum - gaf stuðningsmönnum Fulham fingurinn

Luis Suarez gengur mun betur þessa dagana að koma sér í vandræði en að finna marknetið hjá andstæðingum Liverpool-liðsins. Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ætlar að skoða nánar bendingar hans í átt að stuðningsmönnum Fulham eftir 0-1 tap Liverpool á Craven Cottage í gær.

Given frá næsta mánuðinn

Shay Given, markvörður Aston Villa, verður frá næsta mánuðinn vegna meiðsla í vöðva aftan á læri. Given meiddist þegar að Villa tapaði 1-0 fyrir Manchester United um helgina.

Berbatov ekki með United gegn Basel

Dimitar Berbatov verður ekki með Manchester United þegar að liðið mætir Basel í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Hann er meiddur á ökkla.

Dalglish kom Suarez til varnar

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var ekki ánægður með að stuðningsmenn Fulham hafi kallað Luis Suarez svindlara í leik liðanna í gær.

Beckham ætlar ekki út í þjálfun

David Beckham hefur staðfest að hann hafi ekki áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri félagsliðs eftir að leikmannaferli hans lýkur.

Milan má ræða við Tevez

AC Milan hefur fengið leyfi til að ræða við fulltrúa Carlos Tevez, að sögn Adriano Galliani, varaforseta Milan. Félagið hefur þó ekkert rætt við Manchester City um möguleg kaup á framherjanum.

Stelpurnar okkar í strandblaki - myndir

Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta nýttu frídaginn á HM í Brasilíu í gær til að lyfta sér aðeins upp og skelltu þær sér í strandblak í góða veðrinu.

Gríðarlega erfitt verkefni

Það var létt yfir íslenska kvennahandboltalandsliðinu í gær þar sem það tók óhefðbundna æfingu síðdegis á ströndinni fyrir framan liðshótelið í Santos í Brasilíu. Skokk, strandblak og smá sjóbað var á dagskrá og var ekki annað að sjá en að liðið væri búið að hrista af sér tapleikinn gegn Angóla.

Þórir Hergeirsson: Mun syngja báða þjóðsöngvana

„Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta.

Þorgerður Anna: Verð klár þegar kallið kemur

Þorgerður Anna Atladóttir, vinstri skytta úr Val, hefur ekki leikið stórt hlutverk á þessu heimsmeistaramóti fram til þessa. Hún lék í nokkrar mínútur í síðari hálfleiknum gegn Angóla og þar með náði hún þeim áfanga að feta í fótspor föður síns og bróður sem hafa báðir leikið með A-landsliði Íslands í lokakeppni heimsmeistaramóts.

Í beinni: Olympiakos - Arsenal

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Olympiakos og Arsenal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Fyrrum leikmaður Man. Utd dæmdur í fangelsi

Ronnie Wallwork, fyrrum miðjumaður Man. Utd og WBA, er ekkert að gera sérstaklega góða hluti þessa dagana en hann hefur nú verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi.

Dempsey: Heppinn að boltinn kom til mín

Clint Dempsey, leikmaður Fulham, var þakklátur fyrir gjöfina frá Pepe Reina, markverði Liverpool. Úr þeirri gjöf skoraði Dempsey eina mark leiksins.

Dalglish: Nýttum ekki færin okkar

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sagði að leikmenn liðsins gætu ekki vorkennt sjálfum sjálfum sér eftir tapið gegn Fulham í kvöld.

Magnað sigurmark hjá Nepal

Knattspyrnulandslið Nepal er ekki alltaf í heimsfréttunum en magnað sigurmark Sagar Thapa í leik gegn Bangladesh kom þeim í fréttirnar. Markið var rándýrt og kom á 95. mínútu.

Bolton áfrýjaði rauða spjaldinu

Owen Coyle, stjóri Bolton, var afar ósáttur við rauða spjaldið sem Gary Cahill, varnarmaður liðsins, fékk í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Félagið hefur áfrýjað spjaldinu.

Auðvelt hjá Rúrik og félögum

Rúrik Gíslason og félagar í OB völtuðu yfir lið Hallgríms Jónassonar og Eyjólfs Héðinssonar, SönderjyskE, í danska boltanum í kvöld. Lokatölur 0-4.

Vettel vill verja titilinn á næsta ári

Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel vill verja Formúlu 1 meistaratitilinn á næsta ári með Red Bull liðinu. Vettel sagði þetta á verðlaunaafhendingu í London í gærkvöldi, en fyrr um helgina hafði hann keppt í kappaksturskeppni meistaranna í Þýskalandi. Vettel varð meistari Formúlu 1 ökumanna í ár og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða.

Sunnudagsmessan: Steve Bruce kvaddur

Steve Bruce varð fyrir helgi fyrsti knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem fékk að taka poka sinn á tímabilinu. Hann var kvaddur með virktum í Sunnudagsmessunni í Stöð 2 Sport um helgina.

Zlatan: Ég er bestur í heimi

Svíinn Zlatan Ibrahimovic segist ekki þurfa verðlaun á borð við Gullbolta FIFA til að sýna að hann sé besti leikmaður heims. Hann sé sannfærður um það sjálfur.

Sunnudagsmessan: Lampard rak sig í

Frank Lampard var greinilega ósáttur við að Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hafi tekið sig af velli í 3-0 sigrinum á Newcastle um helgina.

Birgir Leifur komst ekki áfram

Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og lauk keppni í 42.-49. sæti.

Sunnudagsmessan: Rautt spjald á Cahill

Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport skoðuðu rauða spjaldið sem Stuart Atwell dómari gaf Gary Cahill, leikmanni Bolton í leiknum gegn Tottenham um helgina

Messi, Ronaldo og Xavi koma til greina

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur tilkynnt að þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Xavi Hernandez hafi orðið í þremur efstu sætunum í árlegu kjöri um knattspyrnumann ársins í heiminum.

Skemmtikvöld SVFK 9. desember

Það verður Opið Hús, svokallað skemmtikvöld, haldið í sal félagsins að Hafnargötu 15 föstudaginn 9. desember kl. 20.

Segir Selfossvirkjun hafa mikil áhrif á göngufisk

Út er komin skýrsla Veiðimálastofnunar um áhrif virkjunar við Selfoss á fiskistofna á vatnasvæði Hvítár- og Ölfusár. Nákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi.

Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði

Grein um Stóru Laxá eftir þýska veiðimanninn Mawill Lüdenbach hefur verið birt í þýska veiðiblaðinu Scale Fly & Spin Fishing. Mawill og félagi hans Eric Cullin komu hér í heimsókn í byrjun september og veiddu í fjóra daga í Stór Laxá.

McLeish ætlar ekki að gefast upp

Alex McLeish, stjóri Aston Villa, skilur vel gremju áhorfenda í sinn garð en ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið.

HM 2011: Ótrúlegar sveiflur í íslenska riðlinum

Íslenska liðið og önnur í A-riðli fá kærkomið frí á HM í handbolta í dag en mótið fer fram í Brasilíu. Ótrúlegar sveiflur hafa verið á milli leikja á fyrstu tveimur keppnisdögunum.

Frábært skallamark Heiðars og öll önnur mörk helgarinnar á Vísi

Heiðar Helguson skoraði sitt sjötta mark í síðustu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni er QPR gerði 1-1 jafntefli við West Brom um helgina. Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Bikarlið Valsmanna fékk stóran skell - myndir

Bikarmeistarar Valsmanna, sem voru búnir að komast í bikarúrslitaleikinn fjögur ár í röð og höfðu þar af lyft bikarnum í þrígang, fengu slæma útreið á móti Haukum í átta liða úrslitum Eimskipsbikarsins á Hlíðarenda í gær.

Anna Úrsúla: Bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir getur ekki horft á liðsfélagana taka vítaköstin á Heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í Brasilíu. Línumaðurinn sterki snýr alltaf baki í vítaskyttuna og vonar það besta.

Peter Öqvist: Nokkrir riðlar hefðu verið auðveldari fyrir okkur

Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía.

Sjá næstu 50 fréttir