Handbolti

Þorgerður Anna: Verð klár þegar kallið kemur

Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar
Þorgerður Anna bíður eftir stóra tækifærinu.fréttablaðið/pjetur
Þorgerður Anna bíður eftir stóra tækifærinu.fréttablaðið/pjetur
Þorgerður Anna Atladóttir, vinstri skytta úr Val, hefur ekki leikið stórt hlutverk á þessu heimsmeistaramóti fram til þessa. Hún lék í nokkrar mínútur í síðari hálfleiknum gegn Angóla og þar með náði hún þeim áfanga að feta í fótspor föður síns og bróður sem hafa báðir leikið með A-landsliði Íslands í lokakeppni heimsmeistaramóts.

Þorgerður er dóttir Atla Hilmarssonar, þjálfara Akureyrarliðsins, og Arnór bróðir hennar hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

„Þetta er mjög gaman og það sem alla handboltamenn dreymir um. Ég er í því hlutverki að vera á varamannabekknum og verð bara að vinna úr því með jákvæðu hugarfari. Vera klár þegar kallið kemur. Ég leita til pabba og Arnórs ef ég þarf á því að halda. Þeir eru alltaf að gefa mér einhver góð ráð sem hafa yfirleitt nýst mér vel,“ sagði Þorgerður Anna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×