Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Man. Utd dæmdur í fangelsi

Wallwork í leik með Man. Utd.
Wallwork í leik með Man. Utd.
Ronnie Wallwork, fyrrum miðjumaður Man. Utd og WBA, er ekkert að gera sérstaklega góða hluti þessa dagana en hann hefur nú verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi.

Wallwork var hluti af hópi sem stal bílum, bútaði þá niður og seldi síðan hluti úr bílunum. Wallwork var handtekinn er hann var að vinna í einum bílnum.

Hinn 34 ára gamli Wallwork játaði sig sekan í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×