„Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Siggeir Ævarsson skrifar 3. maí 2025 21:25 Dimitrios Agravanis lét finna vel fyrir sér í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Grikkinn reynslumikli, Dimitrios Agravanis, var stigahæstur Tindastólsmanna í kvöld þegar liðið lagði Álftanes 90-105 og tryggði sér þar með farseðilinn í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla. Dimitrios var mættur í viðtal til Andra Más strax eftir leik þar sem Andri bað hann að svara því í nokkrum orðum hvar sigurinn hefði unnist í kvöld. „Mér finnst eins og að allir í liðinu hafi lagt sitt af mörkum, ekki bara í kvöld heldur í öllum leikjunum í úrslitakeppninni. Þeir leggja hjartað í þetta og berjast allt til enda. Við erum bara búnir að tapa einum leik og hefðum átt að vinna síðasta leik.“ „Ég er sjálfur að glíma við smá veikindi og er í brasi með bakið á mér. En ég sagði við Benna: „Treystu mér, það er komið að ögurstundu og ég verð að vera til staðar og hjálpa liðsfélögum mínum.“ Ég kom til Íslands með eitt markmið, að sækja titilinn með bróður mínum og nú eru bara þrjú skref enn eftir að því markmiði.“ Eins og Dimitrios sagði sjálfur var hann að spila veikur í kvöld, spilar hann kannski bara betur veikur? „Nei, nei, alls ekki. Ég spila líka vel þegar ég er við hestaheilsu! En ég þekki svona mikilvæga leiki vel, ég hef unnið marga titla og ég vissi að ég þyrfti að vera til staðar í dag.“ Dimitrios spilaði aðeins tólf mínútur í síðasta leik, hafði hann eitthvað að sanna í kvöld í ljósi þess? „Ég hef eitthvað að sanna í öllum leikjum. Þess vegna reyni ég alltaf að vera besta útgáfan af sjálfum mér fyrir alla sem mæta í stúkuna og fyrir liðsfélaga mína. Ég reyni alltaf að að spila minn besta leik í öllum leikjum. Í kvöld spilaði ég einhverjar 28-30 mínútur en þegar upp er staðið skiptir það ekki máli. Það sem skiptir máli að allir liðsfélagar mínir mættu til leiks og gerðu sitt og gerðu það vel. Nú þurfum við bara að sækja þrjá sigra enn til að taka titilinn heim.“ Hann var sérstaklega ánægður með skagfirska áhorfendur í kvöld og segir alla leiki vera eins og heimaleiki. „Allir leikir sem við spilum núna eru eins og heimaleikir. Þeir fylgja okkur í alla leiki og við reynum okkur besta til að standa okkur fyrir þá. Þeir styðja okkur alla leið og við viljum gera þá hamingjusama.“ Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Dimitrios var mættur í viðtal til Andra Más strax eftir leik þar sem Andri bað hann að svara því í nokkrum orðum hvar sigurinn hefði unnist í kvöld. „Mér finnst eins og að allir í liðinu hafi lagt sitt af mörkum, ekki bara í kvöld heldur í öllum leikjunum í úrslitakeppninni. Þeir leggja hjartað í þetta og berjast allt til enda. Við erum bara búnir að tapa einum leik og hefðum átt að vinna síðasta leik.“ „Ég er sjálfur að glíma við smá veikindi og er í brasi með bakið á mér. En ég sagði við Benna: „Treystu mér, það er komið að ögurstundu og ég verð að vera til staðar og hjálpa liðsfélögum mínum.“ Ég kom til Íslands með eitt markmið, að sækja titilinn með bróður mínum og nú eru bara þrjú skref enn eftir að því markmiði.“ Eins og Dimitrios sagði sjálfur var hann að spila veikur í kvöld, spilar hann kannski bara betur veikur? „Nei, nei, alls ekki. Ég spila líka vel þegar ég er við hestaheilsu! En ég þekki svona mikilvæga leiki vel, ég hef unnið marga titla og ég vissi að ég þyrfti að vera til staðar í dag.“ Dimitrios spilaði aðeins tólf mínútur í síðasta leik, hafði hann eitthvað að sanna í kvöld í ljósi þess? „Ég hef eitthvað að sanna í öllum leikjum. Þess vegna reyni ég alltaf að vera besta útgáfan af sjálfum mér fyrir alla sem mæta í stúkuna og fyrir liðsfélaga mína. Ég reyni alltaf að að spila minn besta leik í öllum leikjum. Í kvöld spilaði ég einhverjar 28-30 mínútur en þegar upp er staðið skiptir það ekki máli. Það sem skiptir máli að allir liðsfélagar mínir mættu til leiks og gerðu sitt og gerðu það vel. Nú þurfum við bara að sækja þrjá sigra enn til að taka titilinn heim.“ Hann var sérstaklega ánægður með skagfirska áhorfendur í kvöld og segir alla leiki vera eins og heimaleiki. „Allir leikir sem við spilum núna eru eins og heimaleikir. Þeir fylgja okkur í alla leiki og við reynum okkur besta til að standa okkur fyrir þá. Þeir styðja okkur alla leið og við viljum gera þá hamingjusama.“
Bónus-deild karla Körfubolti Tindastóll Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira