Fleiri fréttir

Fabregas: Við hræðumst ekki Real Madrid

Cesc Fabregas skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann 5-0 sigur á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en framundan er El Clasico leikurinn á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu um næstu helgi.

Tiger Woods vann sinn sitt fyrsta mót í 749 daga

Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Chevron World Challege mótinu í golfi sem fór fram í Kaliforníu. Zach Johnson var með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn en Woods lék á þremur höggum undir pari í dag og tryggði sér langþráðan sigur.

Haukur og félagar með nauman heimasigur

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Assignia Manresa unnu 80-75 sigur á Blancos de Rueda Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Manresa-liðið er nú í 5. sæti deildarinnar með 5 sigra í 10 leikjum en Valladolid er áfram á botninum.

Norðmenn niðurlægðu Kínverja | ótrúlegir yfirburðir

Norðmenn sýndu styrk sinn strax frá upphafi þegar liðið mætti milljarðaþjóðinni Kína í A-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Santos í Brasilíu í kvöld. Algjörir yfirburðir hjá Þóri Hergeirssyni og liði hans en Selfyssingurinn er þjálfari norska liðsins. Lokatölur 43-16 og fyrsti sigur Noregs á þessu móti staðreynd en liðið tapaði gegn Þjóðverjum í gær.

Þórir hafði betur gegn Degi og Alexander

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Vive Targi Kielce skelltu þýska stórliðinu Füchse Berlin 32-29 í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Þórir skoraði fjögur mörk fyrir Kielce og Alexander 6 fyrir Füchse Berlin. Dagur Sigurðsson þjálfar þýska liðið.

Óskar Bjarni: Þetta var hörmung

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka.

Valskonur stoppuðu sigurgöngu Hauka - stigaskor í leikjum dagsins

Valskonur eru aðeins að taka við sér í Iceland Express deild kvenna en Valur vann fjögurra stiga sigur á Haukum, 83-79, eftir framlengdan leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Haukakonur voru búnar að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn og báða leikina við Val á tímabilinu.

Fram þurfti að hafa fyrir Stjörnunni 2

Fram tryggði sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikars karla með sex marka sigri á Stjörnunni 2 34-28. Sigur Fram var öruggur en Stjarnan 2 var aldrei langt undan og hélt Fram við efnið allan leikinn.

Aron með fimm mörk í útisigri á Montpellier

Aron Pálmsson átti góðan leik þegar Kiel vann 34-31 útisigur á Montpellier í Meistaradeildinni í dag. Aron skoraði fimm mörk í leiknum en Kiel-liðið náði að snúa leiknum sér í vil í seinni hálfleiknum.

Ótrúleg endurkoma Snæfellskvenna - Sigrún með þrennu í léttum sigri KR

Snæfell og KR fögnuðu sigrum í Iceland Express deild kvenna í dag. KR vann öruggan 103-63 sigur á botnliði Fjölnis en Snæfell þurfti frábæran fjórða leikhluta til þess að landa þriggja stiga sigri á Hamar í Hveragerði. KR komst upp í 3. sætið með sigrinum en Snæfell komst upp að hlið Hauka í 4. til 5. sæti.

Svartfjallaland vann Þjóðverja | allt í járnum í A-riðli

Það var greinilegt að hið gríðarlega sterka lið Svartfjallalands hafði vaknað upp að værum blundi eftir 22-21 tap liðsins gegn „litla“ Ísland í opnunarleik A-riðilsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Svartfjallalandi er spáð mikilli velgengni á þessu móti og í dag sýndi liðið góða takta í 25-24 sigri liðsins gegn Þjóðverjum í Arena Santos hér í Brasilíu.

Slæmt tap hjá AZ Alkmaar

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar steinlágu óvænt 1-5 á móti Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. AZ Alkmaar var með þriggja stiga forskot á toppnum fyrir leikinn og var aðeins búið að tapa einum leik á tímabilinu.

AG vann þriggja marka sigur í Ungverjalandi

AG Kaupmannahöfn er áfram á toppnum í sínum riðli í Meistaradeildinni í handbolta eftir 34-31 útisigur á ungverska liðnu SC Szeged. AG hefur fengið tíu stig út úr fyrstu sex leikjum sínum en eina tapið kom á útivelli á móti spænska liðinu Ademar Leon.

Sunderland klúðraði góðri stöðu og tapaði fyrir Wolves

Wolves vann 2-1 sigur á Sunderland í seinni leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag en þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum leit út fyrir að Sebastian Larsson væri að fara að tryggja Sunderland liðinu 2-0 sigur. Steven Fletcher tryggði Wolves 2-1 sigur með tveimur mörkum á lokakafla leiksins.

Man. City og Man. United drógust saman í enska bikarnum

Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City og Manchester United, drógust saman í 3. umferð ensku bikarkeppninnar en dregið var í dag. Leikurinn mun fara fram á heimavelli Manchester City en United-menn eru enn í sárum eftir 1-6 tap á heimavelli sínum á móti City fyrr á þessu tímabili.

Naumt tap hjá Jóni Arnóri og félögum

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu naumlega á útivelli á móti Lucentum Alicante, 75-77, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Alicante-liðið er í toppbaráttunni á meðan Zaragoza er um miðja deild.

HM 2011: Afríkumeistaralið Angóla er sýnd veiði en ekki gefin

Angóla, mótherjar Íslands í kvöld á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna, unnu nauman sigur á Kínverjum í A-riðlinum í Santos í gær. Lokatölur 30-29. Leikurinn var bráðfjörugur og það er ljóst að Ísland þarf að eiga góðan leik til þess að leggja Afríkumeistaralið Angóla að velli.

Huth tryggði Stoke sinn fyrsta sigur á Goodison Park síðan 1981

Þýski miðvörðurinn Robert Huth tryggði Stoke 1-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn kom Stoke upp í áttunda sæti deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Stoke á Goodison Park síðan 1981 og aðeins annar útisigur liðsins á tímabilinu.

Wenger: Liðið er að verða betra og betra

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með sitt lið eftir 4-0 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær en Arsenal komst upp í fimmta sæti með þessum sigri sem var sá sjötti í síðustu sjö deildarleikjum.

Brasilísku dómararnir björguðu Hrafnhildi | Ekki í banni í kvöld

Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, fékk góðar fréttir í morgun. Hún fékk rautt spjald gegn Svartfjallalandi í gærkvöld í fyrsta leiknum á HM og forsvarsmenn HSÍ áttu ekki von á öðru en að hún færi í leikbann gegn Angóla í kvöld.

HM 2011: Stella: Þurftum allar að eiga toppleik

„Við vissum að við þyrftum allar að eiga toppleik til þess að vinna þær. Innst inni vorum við að vona það að þær myndu koma með það hugarfar í leikinn að þær ætluðu að taka okkur með „vinstri“. Mér fannst þær ekki eiga séns í okkur þegar við vorum komnar með stemninguna í okkar lið,“ sagði Stella Sigurðardóttir landsliðskona í handbolta eftir 22-21 sigur Íslands gegn Svartfjallandi á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í gærkvöldi.

Birgir Leifur þarf að spila frábærlega til að komast áfram

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er í 59. sæti af 74 kylfingum á úrtökumótinu á öðru stigi sem fram fer á Spáni þessa helgi. Birgir Leifur hoppaði upp um þrettán sæti eftir að hafa spilað annan hringinn á einu höggi undir pari.

Socrates lést í nótt | Fyrirliði Brassa á HM 1982

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Socrates lést á sjúkrahúsi í nótt af völdum sýkingar í meltingarfærum en hann hafði glímt við veikindin í nokkurn tíma og var tvisvar lagður inn á sjúkrahús í haust. Socrates var aðeins 57 ára gamall.

Tiger missti forystuna en heldur í vonina

Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 21-32 | Eimskips bikar karla

Haukar slógu Bikarmeistara Vals út úr Eimskipsbikarnum með ellefu marka sigri 32-21 á heimavelli Vals í dag og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum keppninnar. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn öruggur en Haukar voru átta mörkum yfir í hálfleik 15-7.

Þetta myndband kveikti í stelpunum okkar í gær

Íslenska kvennalandsliðið sýndi stórkostleg tilþrif í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í gærkvöldi og 22-21 sigur liðsins gegn Svartfjallalandi var sögulegur.

HM 2011: Myndasyrpa af fræknum sigri gegn Svartfjallalandi

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta kom sá og sigraði í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Brasilíu. Með 22-21 sigri gegn sterku liði Svartfjallalands kom Ísland gríðarlega á óvart í A-riðli mótsins sem leikinn er í Santos. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis er á svæðinu og í myndasyrpunni má sjá brot af þeim myndum sem hann tók á leiknum í gær.

Magnús Þór: Algjörir klaufar, asnar og aular að tapa þessum leik

Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, var ískaldur þegar Keflavík tapaði 74-75 á móti Grindavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í gær. Magnús Þór skoraði 11 stig en níu þeirra komu á vítalínunni og hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

HM 2011: Gaupi og Geir fóru yfir það hvernig stelpurnar fóru að þessu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í gær sögulegan sigur á sterku liði Svartfellinga á HM kvenna í handbolta sem fer fram í Brasilíu. Þetta var fyrsti leikur íslensk kvennaliðs í heimsmeistarakeppni og það er óhætt að segja 22-21 sigur stelpnanna okkar í gær hafi fyllt íslensku þjóðina af stolti.

Chelsea ætlar að leyfa Anelka og Alex að fara í janúar

Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka og brasilíski varnarmaðurinn Alex hafa báðir beðið um að vera seldir frá Chelsea þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og forráðamenn Chelsea hafa ákveðið að verða við ósk leikmannanna og setja þá báða á sölulista.

Þetta sögðu Ágúst og stelpurnar eftir sögulegan sigur

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann 22-21 sigur á Svartfjallalandi í kvöld í fyrsta leik sínum á HM í Brasilíu og það er óhætt að segja að stelpurnar hafi fengið draumabyrjun á fyrsta heimsmeistaramóti stelpnanna okkar frá upphafi.

HM 2011: Noregur tapaði fyrir Þýskalandi - Angóla vann

Norska kvennalandsliðið byrjaði HM kvenna í Brasilíu ekki eins vel og það íslenska því norsku stelpurnar töpuðu 28-31 á móti Þýskalandi í kvöld. Angóla, mótherjar Íslands á morgun, unnu 30-29 sigur á Kína í fyrsta leik sínum.

Frábær sigur hjá íslensku stelpunum - unnu stórlið Svartfellinga

Íslenska þjóðin fékk fyrstu alvöru jólagjöfina frekar snemma á þessu ári. Fyrsti leikur kvennalandsliðs Íslands á heimsmeistaramóti frá upphafi fer beint í sögubækurnar. Með 22-21 sigri Íslands gegn Svartfjallandi gáfu "stelpurnar okkar“ skýr skilaboð til allra. Þær eru ekkert að grínast með þetta. Þær eru góðar, sterkar og með hugarfar sem gæti fleytt þeim langt á þessu heimsmeistaramóti í Brasilíu.

Udinese vann Inter á San Siro

Udinese komst upp að hlið AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í kvöld. Bæði AC Milan og Udinese eru með 27 stig en AC Milan heldur toppsætinu á betri markatölu.

HM 2011: Karen veðjaði ekki um hver myndi skora fyrsta HM markið

"Þetta var það síðasta sem við hugsuðum fyrir leikinn,“ sagði Karen Knútsdóttir þegar hún var spurð að því hvort það hefði verið veðmál í gangi hjá íslenska liðinu hver myndi skora fyrsta mark Íslands í þessari keppni. Karen skrifaði nafn sitt í sögubækurnar með því að koma Íslendingum yfir 1-0 með marki á 3. mínútu í mögnuðum 22-21 sigri gegn Svartfjallalandi.

Hernandez meiddist illa á ökkla - frá í þrjár til fjórar vikur

Javier Hernandez, framherji Manchester United, fór útaf strax á tólftu mínútu í 1-0 sigri Manchester United á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hernandez meiddist á ökkla en enginn varnarmaður Villa-liðsins var nálægt þegar hann missteig sig svona illa.

Phil Jones: Búnir að stríða mér mikið á markaleysinu

"Menn eru búnir að stríða mér mikið á því að ég væri ekki búinn að skora svo að ég er mjög ánægður með að koma boltanum loksins í markið," sagði Phil Jones hetja Manchester United en fyrsta mark hans fyrir félagið tryggði liðinu 1-0 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Boston og New York spila fyrsta leikinn á nýju NBA-tímabili

NBA-deildin hefur nú gefið formlega út dagskrá sína á jóladag en þá hefst nýtt keppnistímabilí deildinni eftir 55 daga töf vegna deilu eigenda og leikmanna. Allt leikjaplanið verið síðan gefið út á þriðjudaginn kemur.

Sjá næstu 50 fréttir