„Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Ágúst Orri Arnarson og Valur Páll Eiríksson skrifa 4. maí 2025 08:02 Formaður og varaformaður HSÍ taka í hönd Þóris þegar ráðningin var tilkynnt í gær. HSÍ HSÍ tilkynnti í gær um ráðningu Þóris Hergeirssonar til sambandsins sem ráðgjafa í afreksmálum. Hann verður í 30 prósent starfi en kveðst munu beita sér 100 prósent. Þá er hann stoltur af því að geta skilað af sér til íslensks handbolta. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Þórir verður sérstakur ráðgjafi afreksmála hjá sambandinu. Fjallað var um ráðningu Þóris í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en heildarviðtalið við Þóri má finna neðst í fréttinni. Óhætt er að segja að ekki verði komið að tómum kofanum, enda sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar sem hefur unnið til 17 verðlauna á 20 stórmótum. En hvað heillaði við starfið sem hann tók við í gær? „Það sem er kannski mikilvægast er að þetta er Ísland, lítil þjóð en samt tiltölulega stór í handbolta. Spennandi, og svo er maður Íslendingur sem langar að láta gott af sér leiða. Ég ólst upp í handboltanum heima á Selfossi, fékk að vera með í því og þá er gaman að geta komið til baka. Þó það séu 39 ár síðan. Gefa eitthvað til baka.“ Talandi um að gefa til baka. Hvað hyggstu koma með að borðinu? „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ Þrjátíu = Hundrað Þórir var ráðinn í 30 prósent starf hjá HSÍ en mun gefa sig allan í það. „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir að lokum í innslagi Sportpakkans en heildarviðtalið við hann má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við nýráðinn Þóri Hergeirsson HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
„Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ í gær þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Þórir verður sérstakur ráðgjafi afreksmála hjá sambandinu. Fjallað var um ráðningu Þóris í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en heildarviðtalið við Þóri má finna neðst í fréttinni. Óhætt er að segja að ekki verði komið að tómum kofanum, enda sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar sem hefur unnið til 17 verðlauna á 20 stórmótum. En hvað heillaði við starfið sem hann tók við í gær? „Það sem er kannski mikilvægast er að þetta er Ísland, lítil þjóð en samt tiltölulega stór í handbolta. Spennandi, og svo er maður Íslendingur sem langar að láta gott af sér leiða. Ég ólst upp í handboltanum heima á Selfossi, fékk að vera með í því og þá er gaman að geta komið til baka. Þó það séu 39 ár síðan. Gefa eitthvað til baka.“ Talandi um að gefa til baka. Hvað hyggstu koma með að borðinu? „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ Þrjátíu = Hundrað Þórir var ráðinn í 30 prósent starf hjá HSÍ en mun gefa sig allan í það. „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir að lokum í innslagi Sportpakkans en heildarviðtalið við hann má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við nýráðinn Þóri Hergeirsson
HSÍ Landslið karla í handbolta Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira