Enski boltinn

Dempsey: Heppinn að boltinn kom til mín

Dempsey fagnar marki sínu í kvöld.
Dempsey fagnar marki sínu í kvöld.
Clint Dempsey, leikmaður Fulham, var þakklátur fyrir gjöfina frá Pepe Reina, markverði Liverpool. Úr þeirri gjöf skoraði Dempsey eina mark leiksins.

"Danny átti ágætt skot og stundum verður maður heppinn. Ég var heppinn að boltinn skildi falla fyrir framan mig," sagði Dempsey um markið.

"Eftir að Liverpool missti mann af velli fengum við meira pláss og það var frábært að ná inn sigurmarki. Öll stig skipta máli því deildin er svo jöfn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×