
Fleiri fréttir

VSK á veiðileyfi?
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði grein í fréttablaðið sl. föstudag sem vakið hefur mikla athygli. Víkur hann að skattlagningu á lax- og silungsveiðileyfi.

Fyrir þá sem misstu af enska boltanum um helgina - allt inn á Vísi
Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit yfir alla leiki helgarinnar inn á Vísi. Inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi er eins og vanalega að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Savage táraðist í sjónvarpssal: Það elskuðu allir Gary Speed
Robbie Savage var í vinnunni hjá BBC þegar hann frétti af því að vinur sinn Gary Speed hafði tekið sitt eigið líf í gær. Savage veitti viðtal um félaga sinn þótt að hann hafi augljóslega átt erfitt með sig enda táraðist hann í enda viðtalsins.

Beckham mun velja á milli Paris Saint Germain og LA Galaxy
David Beckham er enn að ákveða sig hvar hann mun spila næst en hefur þó gefið það út að komi ekki til greina að aftur á Englandi eða á Ítalíu.

Ágúst vill að liðið spili enn hraðari bolta
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Tékkland í tvígang um helgina en leikirnir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem hefst í lok þessara viku. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nokkuð bjartsýnn á framhaldið.

Terry misst af milljarði í tekjur vegna hneykslismála
Markaðssérfræðingar hafa reiknað út að enski landsliðsfyrirliðinn, John Terry, hafi orðið af tekjum upp á rúman milljarð vegna vandræða utan vallar. Terry hefur lent í nokkrum hneykslismálum á ferlinum og það hefur orðið til þess að stórfyrirtæki hafa ekki mikinn áhuga á að vinna með leikmanninum.

Sex knattspyrnumenn létu lífið í rútuslysi í Tógó
Sex leikmenn knattspyrnufélagsins Etoile Filante, frá Togó, létust í rútuslysi í gær, en rútan á að hafa farið útaf veginum með þeim afleiðingum að hún valt.

Ævintýrið á enda hjá bandarísku Samóa-eyjunum
Draumur bandarísku Samóa-eyjanna um að komast áfram í undankeppni HM dó í nótt þegar liðið tapaði, 1-0, gegn nágrönnum sínum frá Samóa-eyjunum. Þetta var lokaleikur liðsins í undankeppninni.

Given grét fyrir leik
Shay Given, markvörður Aston Villa, réð ekki við tilfinningar sínar fyrir leikinn gegn Swansea í dag og grét þegar áhorfendur minntust Gary Speed sem féll frá á sviplegan hátt fyrr í dag.

Vettel segir tímabilið hafa verið undarvert
Sebastian Vettel var ánægður að að Red Bull liðið lauk Formúlu 1 keppnistímabilinu með sigri í Brasilíu í dag, þó hann hefði fallið Mark Webber í skaut. Vettel sagði að Webber hefði átt sigurinn skilið. Vettel vann elleftu mót ár keppnistímabilinu með Red Bull liðinu og varð meistari ökumanna annað árið í röð og lið hans meistari bílasmiða.

Webber: Alltaf gaman að vinna
Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1.

Milan í annað sætið eftir stórsigur
AC Milan komst í kvöld upp í annað sætið í ítölsku úrvalsdeildinni er það valtaði yfir Chievo.

Lengjubikarinn: Sigrar hjá KR, Snæfelli og Fjölni
Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. KR valtaði yfir ÍR, Snæfell lagði Stjörnuna og Fjölnir marði sigur á KFÍ.

Þórir og félagar stóðu í Atletico Madrid
Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce veittu spænska stórliðinu Atletico Madrid óvænta mótspyrnu er liðin mættust í Meistaradeildinni í kvöld en leikið var í Madrid. Heimamenn höfðu að lokum eins marks sigur, 28-27.

Ferguson gæti boðið 16 milljónir punda í Tiote í janúar
Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, hyggst bjóða í miðjumann Newcastle Cheick Tiote í janúar, en talið er að United sé reiðubúið að greiða 16 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Mainz kom á óvart og sigraði Bayern Munchen
Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Mainz gerði sér lítið fyrir og sigraði Bayern Munchen 3-2 á heimavelli.

Norsku deildinni lauk í dag með átta leikjum - Úrslit dagsins
Norsku úrvalsdeildinni lauk í dag þegar lokaumferðin fór fram. Átta leikir fóru fram í Noregi í dag, en Molde hafði tryggt sér meistaratitilinn fyrir nokkru.

Bruce: Hef engan áhuga á því að gefast upp
Steve Bruce, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur ekki gefist upp og mun halda áfram með liðin á meðan starfskrafta hans er óskað.

Alexander öflugur í flottum sigri Berlin
Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, vann afar góðan útisigur á ungverska liðinu Veszprém í Meistaradeildinni í dag.

Jafnteflisþema hjá Íslendingaliðunum
Íslendingaliðin Hannover-Burgdorf og Wetzlar urðu bæði að sætta sig við jafntefli í leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Mancini: Balotelli hefði ekki átt að fá rauða spjaldið
Roberto Mancini, stjóri Man. City, sagði að sitt lið hefði sýnt karakter með því að standast pressuna sem Liverpool setti á það undir lok leiks liðanna í dag.

Dalglish svekktur að fá aðeins eitt stig
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var afar ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Man. City í dag þó svo hann hefði eðlilega viljað fá öll stigin í leiknum.

Webber vann í Brasilíu
Mark Webber hjá Red Bull varð hlutskarpastur í Brasilíukappakstrinum í Formúlunni í dag. Þetta var lokamót tímabilsins og fyrsti sigur Webber.

Ólafur og Snorri Steinn fóru á kostum
Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson fóru á kostum í danska liðinu AG sem komst í efsta sæti D-riðils Meistaradeildarinnar í dag. AG lagði spænska liðið Ademar Leon, 30-29, í háspennuleik. Ólafur skoraði sex mörk í leiknum Snorri fjögur og Guðjón Valur eitt.

Sigrar hjá FCK og SönderjyskE - Eyjólfur skoraði
Eyjólfur Héðinsson var á skotskónum fyrir lið sitt SönderjyskE sem lagði Lyngby, 3-1, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Helgi Már hetja 08 Stockholm
Helgi Már Magnússon var hetja 08 Stockhom HR í dag þegar hann skoraði sigurkörfuna gegn Örebro. Karfan kom fjórum sekúndum fyrir leikslok og tryggði Stockholm tveggja stiga sigur, 66-68.

Inter vann mikilvægan sigur Siena í ítalska boltanum
Fjórir leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag, en það má helst nefna mikilvægan sigur Inter Milan á Siena 1-0 á útivelli.

Alexander og Þórir í beinni á EHF TV í dag
Íslendingaliðin Füchse Berlin og Kielce eru á ferðinni í Meistaradeildinni í dag og leikir beggja liða verða í beinni sjónvarpsútsendingu á sjónvarpsstöð EHF.

Man. City mun leggja fram risatilboð í van Persie
Enska knattspyrnufélagið Manchester City mun leggja allt í sölurnar til að klófesta Robin van Persie, leikmann Arsenal, en Hollendingurinn hefur verið sjóðandi heitur fyrir framan markið að undanförnu.

Ferill Gary Speed í myndum
Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, lést í nótt og er óhætt að segja að knattspyrnuheimurinn sé í áfalli vegna þessara tíðinda. Hinn viðkunnalegi Speed sást síðast opinberlega í sjónvarpi í gær.

Bellamy dregur sig úr hópnum hjá Liverpool vegna fráfalls Gary Speed
Craig Bellamy hefur dregið sig úr hópnum hjá Liverpool fyrir leikinn gegn Manchester City sem fram fer síðar í dag á Anfield, en leikmaðurinn er harmi sleginn eftir fregnir af dauða Gary Speed og mun því ekki spila með Liverpool í dag.

Lescott: Úrvalsdeildin er í forgangi hjá okkur
Joleon Lescott, leikmaður Manchester City, segir í enskum fjölmiðlum að sigur í ensku úrvalsdeildinni sé í algjörum forgangi hjá félaginu, en ekki Meistaradeild Evrópu.

Umfjöllun og viðtöl: FH - St. Raphael 20-29
FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik.

Gary Speed tók eigið líf í nótt
Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales og fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, fannst látinn á heimili sínu í nótt. Hann féll fyrir eigin hendi.

Valdes viðurkennir að Barca sé í erfiðri stöðu
Victor Valdes, markvörður Barcelona, viðurkenndi eftir tapið gegn Getafe í gær að liðið væri í mjög erfiðri stöðu í deildinni enda Real Madrid nú með sex stiga forskot á toppnum og El Clásico er handan við hornið.

Redknapp ætlar ekki að versla í janúar
Harry Redknapp, stjóri Spurs, ætlar að hafa það náðugt í janúar og sleppa því að bæta við sig mannskap. Redknapp hefur oftar en ekki verið með duglegustu mönnum í janúarglugganum en það er af sem áður var.

Rio ekki á förum frá Man. Utd
Það hefur mikið verið slúðrað um framtíð varnarmannsins Rio Ferdinand í vetur. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur nú slegið á allar þessar sögusagnir með því að gefa það út að Rio verði í lykilhlutverki hjá félaginu í það minnsta næstu tvö ár.

Óttinn við að gera mistök bugaði Rafati
Þýski dómarinn Babak Rafati, sem reyndi að svipta sig lífi á dögunum, segir að óttinn um að gera mistök hafi gert hann þunglyndan sem hafi síðan leitt til þess að hann reyndi að taka sitt eigið líf.

Obama tók fjölskylduna með á völlinn
Barack Obama Bandaríkjaforseti er mikill körfuboltaáugamaður og hann skellti sér á leik Towson og Oregon State í háskólakörfuboltanum í gær.

Man. City slapp með skrekkinn á Anfield
Topplið Man. City er enn taplaust í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa lifað af heimsókn á Anfield í dag. Lokatölur 1-1 en Liverpool var ekki fjarri því að taka öll stigin.

Markalaust jafntefli í hörmulegum leik
Swansea og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik dagsins í enska boltanum. Leikurinn var vægt til orða tekið skelfilegur. Það gerðist nánast ekki neitt í honum.

Fyrsta tap Barcelona síðan í apríl
Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan 30. apríl í kvöld. Þá sóttu Evrópumeistararnir lið Getafe heim og máttu sætta sig við 1-0 tap. Börsungar voru arfaslakir í leiknum og verða að sætta sig við að vera nú sex stigum á eftir Real Madrid.

Real valtaði yfir nágranna sína í Atletico
Real Madrid náði sex stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það vann nágrannaslaginn gegn Atletico, 4-1.

Collymore opinberar á Twitter að hann sé þunglyndur
Stan Collymore, fyrrum framherji Liverpool og Aston Villa, hefur viðurkennt að eiga í miklum erfiðleikum vegna þunglyndis. Collymore hefur nú tekið sér frí frá vinnu til þess að taka á vandanum.

Vettel ánægður eftir hafa slegið met
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar.