Handbolti

Þórir og félagar stóðu í Atletico Madrid

mynd/anton
Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce veittu spænska stórliðinu Atletico Madrid óvænta mótspyrnu er liðin mættust í Meistaradeildinni í kvöld en leikið var í Madrid. Heimamenn höfðu að lokum eins marks sigur, 28-27.

Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var hann enn í járnum, 25-25. Þá tóku heimamenn í Madrid öll völd á vellinum og komust í 28-25.

Kielce skoraði tvö mörk á síðustu 30 sekúndunum en það var of lítið og of seint. Þórir Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Kielce.

Atletico er í efsta sæti riðilsins með 11 stig, Vesprém er með 8 og Füchse Berlin 7. Kielce er í fimmta sæti með 4 stig en en fjögur efstu liðin í riðlinum komast í 16-liða úrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×