Handbolti

Jafnteflisþema hjá Íslendingaliðunum

Kári Kristján.
Kári Kristján.
Íslendingaliðin Hannover-Burgdorf og Wetzlar urðu bæði að sætta sig við jafntefli í leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Hannover gerðu jafntefli við Huttenberg, 30-30, þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson og Hannes Jón Jónsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Hannover. Vignir Svavarson komst ekki á blað en var rekinn einu sinni af velli.

Kári Kristján Kristjánsson og félagar í Wetzlar gerðu jafntefli við Melsungen, 30-30, og skoraði Kári þrjú mörk í leiknum.

Hannover er í 13. sæti deildarinnar og Wetzlar í sætinu þar á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×