Enski boltinn

Rio ekki á förum frá Man. Utd

Það hefur mikið verið slúðrað um framtíð varnarmannsins Rio Ferdinand í vetur. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur nú slegið á allar þessar sögusagnir með því að gefa það út að Rio verði í lykilhlutverki hjá félaginu í það minnsta næstu tvö ár.

Einhverjir bjuggust við þvi að Sir Alex myndi láta hinn 33 ára gamla varnarmann sigla næsta sumar.

"Rio hefur staðið sig frábærlega hjá þessu félagi og miðað við sögusagnirnar er mikilvægt að útskýra stöðu hans. Það er ekkert að því. Ég er ekki á nokkurn hátt ósáttur við Rio og hann mun auðveldlega getað spila með okkur næstu tvö árin," sagði Sir Alex.

"Það er svo sannarlega hlutverk fyrir hann hjá okkur. Hann er afar reynir, sterkur í klefanum og aðrir leikmenn líta upp til hans. Mér dettur ekki í hug að leyfa honum að fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×