Fleiri fréttir

FH samdi við Tógómanninn

FH-ingar hafa fengið leikheimild fyrir Tógómanninn Farid Abdel Zato-Arouna sem æft hefur með liðinu síðustu vikurnar.

Terry vill fá nýja leikmenn í sumar

John Terry, fyrirliði Chelsea, vill að félagið láti til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar og styrki liðið fyrir átök næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni.

Björn Jónsson í KR - Ingólfur á ekki afturkvæmt

Björn Jónsson er genginn til liðs við KR en hann hefur verið á mála hjá Heerenveen í Hollandi síðustu ár. Björn lék með yngri flokkum ÍA áður en hann hélt til Hollands árið 2005, þá fimmtán ára gamall.

Lennon ætlar ekki að fara frá Celtic

Neil Lennon, stjóri Celtic, ætlar ekki að láta bola sér í burtu frá félaginu en áhorfandi sló til Lennon í miðjum leik fyrr í vikunni.

Sunderland mun ekki kaupa Muntari

Forráðamenn Sunderland hafa ákveðið að nýta sér ekki ákvæði í lánssamningi Sulley Muntari og kaupa hann frá Inter á Ítalíu.

Sjö Blikar í 40 manna hópi Íslands

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs Íslands, hefur valið þá 40 leikmenn sem eiga möguleika á að spila með liðinu á EM í Danmörku í sumar.

Ferguson kærður fyrir að hrósa dómara

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn á ný verið kærður fyrir ummæli sem hann hafði um knattspyrnudómara. Í þetta sinn fyrir að hrósa einum þeirra - Howard Webb.

Gylfi orðaður við Everton og Fulham

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hafa ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og Fulham áhuga á að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Hoffenheim. Það kemur hins vegar ekki til greina, segja forráðamenn þýska liðsins.

Matthías: Set mikla pressu á sjálfan mig

„Það var grátlegt að þetta mark skyldi ekki duga til sigurs. Enda lamdi ég fast í jörðina þegar þeir jöfnuðu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, sem taldi sig hafa tryggt FH sigur í Keflavík er hann skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu af um þrjátíu metra færi.

Aðalsteinn: Mikill sigur fyrir mig

Þjálfarinn Aðalsteinn Reynir Eyjólfsson er heldur betur að gera það gott með þýska B-deildarliðið Eisenach þessa dagana, en það hefur tryggt sér sæti í nýrri B-deild þýska boltans á næstu leiktíð.

Við fáum engin gefins mörk fyrir að ganga vel í mars

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 þegar Búlgarar mæta á Laugardalsvöllinn í næstu viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 22 manna hóp fyrir leikinn.

Stuðningsmaður Arsenal tryllist

Stuðningsmenn Arsenal gleyma því eflaust seint er þeirra menn misstu niður unninn leik gegn Newcastle í vetur niður í jafntefli.

UEFA rannsakar Busquets

UEFA hefur hafið rannsókn á meintu kynþáttaníði Sergio Busquets, leikmanns Barcelona, í garð Brasilíumannsins Marcelo hjá Real Madrid.

Adebayor spenntur fyrir Spurs

Framtíð framherjans Emmanuel Adebayor er enn í óvissu og hann virðist vera opinn fyrir flestu öðru en að fara aftur til Man. City.

Tiger dró sig úr keppni

Tiger Woods dró sig úr keppni á Players-meistaramótinu í dag eftir aðeins níu holur. Tiger er meiddur og var greinilega ekki tilbúinn í slaginn.

Búið að selja 30 þúsund miða á Parken

Það stefnir allt í að það verði sett heimsmet í áhorfendasókn í handbolta á Parken í Kaupmannahöfn þann 21. maí næstkomandi. Þá tekur AGK á móti Bjerringbro/Silkeborg í öðrum leik liðanna um danska meistaratitilinn.

Malmö vann í Íslendingaslag

Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir höfðu betur gegn þremur löndum sínum í Djurgarden í sænska fótboltanum í kvöld.

Margrét Lára tryggði Kristianstad sigur og toppsætið

Margrét Lára Viðarsdóttir heldur áfram að skora fyrir Kristianstad í sænsku kvennadeildinni í fótbolta en hún skoraði í dag eina mark leiksins í 1-0 sigri Kristianstad á Tyresö. Með þessum sigri komst Kristianstad-liðið í toppsætið á betri markatölu en Umeå og LdB FC Malmö. Malmö á leik inni seinna í kvöld.

Birgir Leifur í öðru sæti

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er í öðru sæti eftir fyrsta daginn á Mugello Tuscany Open mótinu á Ítalíu en mótið er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni og er fyrsta mótið sem Birgir Leifur keppir í á þessu ári.

Jakob valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar

Jakob Örn Sigurðarson, nýkrýndur sænskur meistari með Sundsvall, var áberandi þegar körfuboltavefurinn Eurobasket.com gerði upp tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob var valinn besti leikmaður deildarinnar auk þess að vera besti bakvörðurinn og besti Evrópumaðurinn.

Dalglish: Ég ætla að eyða skynsamlega í sumar

Kenny Dalglish skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Liverpool og getur nú farið að huga að því að setja saman leikmannahóp liðsins fyrir næsta tímabil. Dalglish tók við liðinu tímabundið í janúar en fékk nýjan samning eftir að hafa gerbreytt spilamennsku og gengi liðsins.

Kevin Nolan í aðgerð á ökkla

Kevin Nolan, fyrirliði Newcastle, mun fara í aðgerð á ökkla í vikunni og því missir hann af síðustu tveimur leikjum Newcastle á tímabilinu.

Vodafone-völlurinn er nýr heimavöllur Eyjamanna

Eyjamönnum líður vel á Vodafone-vellinum og svo vel að þeir hafa ákveðið að spila heimaleiki sína í Evrópudeildinni á vellinum. Forráðamenn ÍBV gengu frá samningi við Valsmenn í gær um að fá að spila Evrópuleiki sína á Híðarenda en þetta kom fyrst fram á vef Eyjafrétta.

Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi.

Aron segist ekki tekinn við Haukaliðinu

Handboltaþjálfarinn Aron Kristjánsson segist ekki vera tekinn aftur við Haukum eins og fullyrt er á fréttamiðlinum sport.is í dag. Haukar eru að leita sér að nýjum þjálfara eftir að hafa misst af úrslitakeppni N1 deildar karla í vetur.

Barrichello: Williams vantar leiðtoga

Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og hefur ekið í flestum mótum. Hann telur að lið sitt skorti leiðtoga sem tekur af skarið varðandi starfsemi innan liðsins. Hann vann m.a. í mörg ár með Ferrari á bestu árum Michael Schumachers. Williams hefur ekki unnið meistaratitla síðan 1997.

Fyrrum NBA leikmaður fannst látinn

Robert Traylor, fyrrverandi NBA leikmaður, fannst látinn á heimili sínu aðeins 34 ára. Taylor lék í sjö ár í NBA-deildinni áður en hann flutti sig yfir til Púertó Ríkó þar sem hann lék með the Bayamon Cowboys fram að deginum í gær.

Áhorfandi réðst á Neil Lennon stjóra Celtic

Ráðist var á Neil Lennon, knattspyrnustjóra Celtic, af áhorfanda í miðjum leik gegn Hearts í skosku úrvalsdeildinni í gær, en atvikið átti sér stað á Tynecastle Stadium, heimavelli Hearts.

Phil Jackson hættur þjálfun

Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers, hefur ákveðið að segja þjálfaraferli sínum lokið í bili í það minnsta.

Leiðinlegur endir á góðu afmæli - myndir

Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja ÍBV í gær sem vann dramatískan sigur á Val á afmælisdegi Valsara. Frábær dagur á Hlíðarenda fékk leiðinlegan endi.

KR á toppinn - myndir

KR-ingar komust á topp Pepsi-deildar karla í gær þegar Vesturbæingar unnu góðan sigur á Víkingi, 2-0.

Sjá næstu 50 fréttir