Fleiri fréttir

Marseille hitaði upp fyrir United-leikinn með 2-0 sigri

Frönsku meistararnir í Olympique Marseille unnu 2-0 sigur á Stade Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var síðasti leikur liðsins fyrir seinni leikinn á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Old Trafford á þriðjudaginn.

Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn

Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahúsins hreinsuðu til eftir leikinn.

Matthías með tvö í fyrsta leik - FH vann Fylki

Matthías Vilhjálmsson skoraði bæði mörk FH þegar liðið vann 2-0 sigur á Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Matthíasar síðan að hann kom til baka eftir að hafa verið í láni hjá enska liðinu Colchester.

Þórsarar og Valsmenn komnir í 1-0

Úrslitakeppnin í 1. deild karla í körfubolta hófst í kvöld. Þór Akureyri og Valur komin í 1-0 í einvígum sínum og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum um sæti í Iceland Express deild karla á næsta tímabili.

Mourinho: Ronaldo ætti að ná Lyon-leiknum

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, býst við því að landi hans Cristiano Ronaldo verði með á móti Lyon á miðvikudaginn þegar Real og Lyon mætast í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Ronaldo meiddist aftan í læri við það að innsigla þrennu sína á móti Málaga um síðustu helgi.

Hlynur nálægt þrennunni í öruggum sigri

Hlynur Bæringsson gældi við aðra þrennuna í þremur leikjum þegar Sundsvall Dragons vann öruggan 21 stigs útisigur á Borås Basket, 95-74, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Fáir áhorfendur fylgdust með efstu kylfingum heimslistans

Það gerist ekki oft að þrír efstu kylfingar heimslistans keppi á sama atvinnumótinu í golfi og það er enn sjaldgæfara að þeir leiki saman í ráshóp. Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans.

Wenger ánægður með Almunia

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur hrósað markverðinum Manuel Almunia fyrir fagmannlegt viðhorf og auðmýkt.

Schumacher: Bíllinn þróaður skref fyrir skref

Michael Schumacher náði besta tíma allra ökumanna á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingu Formúlu 1 keppnisliða og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var með þriðja besta tíma.

Chicharito að fá nýjan samning hjá United

Enski vefmiðillinn Goal.com staðhæfir í dag að Javier Hernandez, einnig þekktur sem Chicharito, verði verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á tímabilinu með nýjum samningi við Manchester United sem mun gilda til næstu fimm ára.

West Ham lánar Kieron Dyer til Ipswich

Kieron Dyer, mun spila næsta mánuðinn með sínu gamla félagi Ipswich Town, eftir að West Ham samþykkti að lána hann til enska b-deildarliðsins. Dyer hefur aðeins spilað 13 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og hefur verið langt frá sínu besta.

Schumacher náði besta tíma vetrarins í Katalóníu

Michael Schumacher náði besta tíma á æfingu Formúlu 1 liða á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Mercedes bíll hans reyndist 0.365 sekúndum sneggri um brautina, en Ferrari Fernando Alonso.

Davíð Páll og Darko biðjast afsökunar

Haukamaðurinn Davíð Páll Hermannsson og KFÍ-maðuriinn Darko Milocevic hafa báðir sent frá sér fréttatilkynningu, sitt í hvoru lagi, þar sem þeir biðjast innilegrar afsökunar á framkomu sinni í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í gærkvöldi.

Adebayor: Enginn er jafn hamingjusamur og ég

Emmanuel Adebayor er greinilega ánægður með tilveruna hjá Real Madrid og segir að skotárásin í Afríku í fyrra hafi kennt sér að njóta lífsins. Hann vonast til að hann verði áfram hjá Madrid eftir að lánssamningurinn rennur út.

Wenger: Við þurfum nýjan markvörð

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að markvörðurinn Wojciech Szczesny verði frá næstu sex vikurnar eftir að hann meiddist í fingri í leik liðsins gegn Barcelona í vikunni.

Hispania afhjúpaði 2011 keppnisbílinn

Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins.

Torres: Ríkti ringulreið í Liverpool

Fernando Torres segir að það hafi ríkt ringulreið hjá Liverpool þegar félagið skipti um eigendur í október síðastliðnum. Það hafi breytt öllu.

Gerrard fór í aðgerð og verður frá í mánuð

Liverpool hefur tilkynnt á heimasíðu sinni að fyrirliðinn Steven Gerrard hafi gengist undir aðgerð vegna meiðlsa í nára og að hann verði frá næstu fjórar vikurnar vegna þessa.

Ferguson: Við höfum saknað Valencia

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið hafi saknað Antonio Valencia sem hefur ekkert spilað með liðinu síðan í september.

Króatar lögðu Spánverja

Það var stórleikur í undankeppni EM 2012 í Ciudad Real á Spáni í gær en þar töpuðu heimamenn fyrir Króötum, 26-24.

Haukur óvænt í byrjunarliðinu í sigri Maryland

Haukur Helgi Pálsson var óvænt í byrjunarliði Maryland í 75-67 sigri á NC State í fyrstu umferð Atlantic Coast Conference tournament í nótt en Maryland mætir Duke í átta liða úrslitunum í dag. Haukur var með fimm stig, þrjú fráköst og eina stoðsendingu á 20 mínútum.

Hitzfeld áfram með Sviss

Ottmar Hitzfeld hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnusamband Sviss og verður áfram landsliðsþjálfari fram yfir HM 2014.

Drogba: Toure er ekki svindlari

Didier Drogba hefur komið landa sínum, Kolo Toure hjá Manchester City, til varnar eftir að sá síðarnefndi féll á lyfjaprófi.

KR-ingar unnu deildarmeistarana með 23 stigum - myndir

KR-ingar tryggðu sér annað sætið í Iceland Express deild karla og leiki gegn Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar með því að vinna sannfærandi 23 stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Snæfells í lokaumferð deildarkeppninnar í gærkvöldi.

Þrettán ára strákur fékk bætur frá Reading vegna sölu Gylfa

Jon McGhee, þrettán ára enskur strákur frá Middlesbrough sat eftir með sárt ennið þegar Reading seldi íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson til þýska liðsins Hoffenheim síðasta haust. Reading Post skrifaði um málið og það að faðir hans fékk félagið til að endurgreiða stráknum sínum.

Jón Ólafur: Spiluðum hörmulega vörn

"Það var fullrólegt yfir okkur í dag. Það skorti alla baráttu í okkur og varnarlega vorum við gjörsamlega hörmulegir. KR skoraði 38 stig á okkur í þriðja leikhluta og það á ekki að gerast,“ sagði Jón Ólafur Jónsson leikmaður Snæfells eftir stórt tap liðsins gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 116-93.

Roberto Mancini: Ég er mjög pirraður

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var fúll eftir 0-2 tap liðsins í kvöld á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram í frostinu í Kænugarði.

Brenton lék með Njarðvík í kvöld

Brenton Joe Birmingham, tók skóna ofan af hillunni, og lék með Njarðvík í 96-84 sigri á Tindastól í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Brenton skoraði 14 stig á tæpum þrettán mínútum í leiknum og þær unnu Njarðvíkingar með 13 stiga mun.

Pavel: Mikilvægur sigur fyrir sjálfstraustið

„Þetta var frábær sigur og það hefði verið slæmt fyrir sjálfstraustið að fara inn í úrslitakeppnina með þrjú töp á bakinu. Andinn í hópnum hefði líklega ekki verið góður ef við hefðum tapað þessum leik,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir frábæran sigur KR gegn Snæfelli í Iceland Express deild karla í kvöld, 116-93.

Manchester City tapaði 0-2 í Úkraínu

Manchester City er ekki í góðum málum í Evrópudeildinni eftir 2-0 tap í fyrri leik sextán liða úrslitanna á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í Kænugarði í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Manchester eftir viku.

Hópslagsmál á Ásvöllum í kvöld

Það sauð heldur betur upp úr í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í körfubolta á Ásvöllum í kvöld. Haukarnir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 88-68 sigri en gætu verið án nokkurra leikmanna í fyrsta leik á móti Snæfelli því fjórum leikmönnum liðsins var vikið út úr húsi í kvöld og einn leikmaður endaði á sjúkrahúsi.

Gunnar Einarsson: Nú er þetta orðið karlasport

"Þetta sýnir að við erum klárir í úrslitakeppnina og við erum farnir að bíða spenntir eftir henni núna,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir að liðið vann öruggan sigur á Grindavík í lokaumferð Iceland Express-deildarinnar.

Haukar tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppninni

Haukar tryggðu sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með því að vinna öruggan 20 stiga sigur á botnliði KFÍ, 88-68, í lokaumferðinni í kvöld. Fjölnir vann á sama tíma fjögurra stiga sigur á ÍR en missti naumlega af úrslitakeppninni annað árið í röð.

KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum

KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla.

Keflvíkingar aldrei í vandræðum með Grindvíkinga

Keflavík vann fimmtán stiga sigur á Grindavík, 86-71, í Toyota-höllinni í Keflavík í lokaumferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og að keppa um annað sætið í deildinni við KR.

Bin Hammam íhugar framboð

Mohamed Bin Hamman, forseti Knattspyrnusambands Asíu, segir að hann muni tilkynna á næstu tíu dögum hvort hann ætlar að bjóða sig fram í kjöri forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í júní næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir