Hispania afhjúpaði 2011 keppnisbílinn 11. mars 2011 15:20 Narain Kartikeyan og Vinatonio Liuzzi svipta hulunni af 2011 bíl Hispania liðsins. Mynd: Hispania F1 Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins. Liuzzi var kynntur sem annar ökumaður liðsins í fyrradag, en Karthikeyan hafði áður verið tilkynntur sem ökumaður liðsins og var búinn að aka 2010 bíl Hispania á æfingum. "Ég fékk tvo daga í rigningu og það var fínt og ég var nokkuð fljótur", sagði Karthikeyan í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist enn vera fóta sig á þurri braut, en telur að gott sé að fá samanburð við Liuzzi. Karthikeyan telur að aksturstíll hans og Liuzzi sé svipaður, ef tekið er mið af tölvugögnum sem liðið hefur skoðað. "Ég mun finna mig eftir nokkur mót. Ég veit að ég hef verið fljótur áður fyrr og það ætti ekki að vera vandamál", sagði Karthikeyan, en hann ók eitt tímabil með Jordan árið 2005 og var síðan þróunarökumaður með Williams til ársins 2007. Eftir þetta ók hann í ólíkum mótaröðum, en er mættur aftur í Formúlu 1, en Karthikeyan er 34 ára gamall. Karthikeyan segir að líkamlega séð hafi gengið vel að aka 2010 bílnum, en hann verði verði orðinn góður á nýja bílnum eftir 2-3 mót, en meira niðurtog sé í nýja bílnum. Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi verður í haust og Karthikeyan verður þá á heimavelli. Formúla Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hispania Formúlu 1 liðið afhjúpaði formlega 2011 keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni í dag. Ökumenn liðsins í ár eru Tonio Liuzzi frá Ítalíu og Narain Karthikeyan frá Indlandi. Bíllinn hafði áður verið sýndur á vefsíðu liðsins. Liuzzi var kynntur sem annar ökumaður liðsins í fyrradag, en Karthikeyan hafði áður verið tilkynntur sem ökumaður liðsins og var búinn að aka 2010 bíl Hispania á æfingum. "Ég fékk tvo daga í rigningu og það var fínt og ég var nokkuð fljótur", sagði Karthikeyan í frétt á autosport.com í dag. Hann sagðist enn vera fóta sig á þurri braut, en telur að gott sé að fá samanburð við Liuzzi. Karthikeyan telur að aksturstíll hans og Liuzzi sé svipaður, ef tekið er mið af tölvugögnum sem liðið hefur skoðað. "Ég mun finna mig eftir nokkur mót. Ég veit að ég hef verið fljótur áður fyrr og það ætti ekki að vera vandamál", sagði Karthikeyan, en hann ók eitt tímabil með Jordan árið 2005 og var síðan þróunarökumaður með Williams til ársins 2007. Eftir þetta ók hann í ólíkum mótaröðum, en er mættur aftur í Formúlu 1, en Karthikeyan er 34 ára gamall. Karthikeyan segir að líkamlega séð hafi gengið vel að aka 2010 bílnum, en hann verði verði orðinn góður á nýja bílnum eftir 2-3 mót, en meira niðurtog sé í nýja bílnum. Fyrsta Formúlu 1 mót sögunnar í Indlandi verður í haust og Karthikeyan verður þá á heimavelli.
Formúla Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira