Fá mögulega þriggja mánaða bann fyrir slagsmál Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2011 14:54 Davíð Páll Hermannsson, leikmaður Hauka, gæti verið á leið í langt bann. Mynd/Arnþór Leikmennirnir sem slógust í viðureign Hauka og KFÍ í Iceland Express-deild karla í gær gátu átt yfir höfði sér þunga refsingu. Allt ætlaði um koll að keyra þegar upp úr sauð á milli þeirra Davíðs Páls Hermannssonar, leikmanni Hauka, og Darco Milosevic hjá KFÍ. Þeir hafa nú verið kærðir fyrir slagsmál en samkvæmt reglum KKÍ um viðurlög við agabrotum gætu þeir fengið allt að tólf leikja eða þriggja mánaða leikbann fyrir „alvarlega grófan leik, ofsalega framkomu eða líkamsmeiðingar [...]". Sex aðrir leikmenn, þrír úr hvoru liði, var einnig vikið úr húsi en þeir hafa verið kærðir fyrir að koma inn á völlinn í leyfisleysi af varamannabekknum. Slíkt er stranglega bannað en hefur þó ekki endilega í för með sér að viðkomandi leikmenn verði dæmdir í keppnisbann, sérstaklega ef um fyrstu brottvísun viðkomandi leikmanna er að ræða á tímabilinu. Það eru því aðeins tveir fyrstnefndu leikmennirnir sem voru kærðir fyrir slagsmálin sem áttu sér stað á Ásvöllum í gær. Hinir leikmennirnir sex eru Gerald Robinson, Óskar Ingi Magnússon, Steinar Aronsson (allir í Haukum), Ingvar Viktorsson, Nebojsa Knezevic og Carl Josey (KFÍ). Aga- og úrskurðarnefnd mun styðjast við skýrslu dómara leiksins og getur einnig farið fram á upptöku af leiknum, sé hún til. KKÍ gerir ekki þær kröfur til félaganna að allir leikir séu teknir upp. Þó er vitað til þess að Haukar hafi tekið upp leikinn. Deildarkeppninni lauk í gær og hefst úrslitakeppnin ekki fyrr en á fimmtudaginn næsta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ kemur næst saman á þriðjudaginn, nema að boðað verði til aukafundar. Haukar unnu umræddan leik og tryggðu sér þar með áttunda sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Þeir munu mæta deildarmeisturum Snæfells í fyrstu umferðinni. Það kemur síðar í ljós, væntanlega á þriðjudaginn, hvort að þeir verði án einhverra þeirra leikmanna sem var vikið af velli í gær. KFÍ féll í 1. deildina og eru leikmenn liðsins því komnir í frí. Dominos-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Leikmennirnir sem slógust í viðureign Hauka og KFÍ í Iceland Express-deild karla í gær gátu átt yfir höfði sér þunga refsingu. Allt ætlaði um koll að keyra þegar upp úr sauð á milli þeirra Davíðs Páls Hermannssonar, leikmanni Hauka, og Darco Milosevic hjá KFÍ. Þeir hafa nú verið kærðir fyrir slagsmál en samkvæmt reglum KKÍ um viðurlög við agabrotum gætu þeir fengið allt að tólf leikja eða þriggja mánaða leikbann fyrir „alvarlega grófan leik, ofsalega framkomu eða líkamsmeiðingar [...]". Sex aðrir leikmenn, þrír úr hvoru liði, var einnig vikið úr húsi en þeir hafa verið kærðir fyrir að koma inn á völlinn í leyfisleysi af varamannabekknum. Slíkt er stranglega bannað en hefur þó ekki endilega í för með sér að viðkomandi leikmenn verði dæmdir í keppnisbann, sérstaklega ef um fyrstu brottvísun viðkomandi leikmanna er að ræða á tímabilinu. Það eru því aðeins tveir fyrstnefndu leikmennirnir sem voru kærðir fyrir slagsmálin sem áttu sér stað á Ásvöllum í gær. Hinir leikmennirnir sex eru Gerald Robinson, Óskar Ingi Magnússon, Steinar Aronsson (allir í Haukum), Ingvar Viktorsson, Nebojsa Knezevic og Carl Josey (KFÍ). Aga- og úrskurðarnefnd mun styðjast við skýrslu dómara leiksins og getur einnig farið fram á upptöku af leiknum, sé hún til. KKÍ gerir ekki þær kröfur til félaganna að allir leikir séu teknir upp. Þó er vitað til þess að Haukar hafi tekið upp leikinn. Deildarkeppninni lauk í gær og hefst úrslitakeppnin ekki fyrr en á fimmtudaginn næsta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ kemur næst saman á þriðjudaginn, nema að boðað verði til aukafundar. Haukar unnu umræddan leik og tryggðu sér þar með áttunda sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni. Þeir munu mæta deildarmeisturum Snæfells í fyrstu umferðinni. Það kemur síðar í ljós, væntanlega á þriðjudaginn, hvort að þeir verði án einhverra þeirra leikmanna sem var vikið af velli í gær. KFÍ féll í 1. deildina og eru leikmenn liðsins því komnir í frí.
Dominos-deild karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira