Fótbolti

Bin Hammam íhugar framboð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mohamed Bin Hammam.
Mohamed Bin Hammam. Nordic Photos / AFP
Mohamed Bin Hamman, forseti Knattspyrnusambands Asíu, segir að hann muni tilkynna á næstu tíu dögum hvort hann ætlar að bjóða sig fram í kjöri forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í júní næstkomandi.

Hingað til hefur enginn kominn með framboð á móti núverandi forseta, Sepp Blatter, sem sækist eftir því að gegna embættinu í fjórða kjörtímabilið í röð.

Þó eru margir í knattspyrnuheiminum sagðir óánægðir með störf Blatter, sérstaklega eftir að það var tilkynnt að HM 2018 yrði haldið í Rússlandi og í Katar árið 2022.

Bin Hamman er einmitt frá Katar en segir það ekki hollt fyrir hreyfinguna að einn maður sé forseti í svo langan tíma. Blatter hefur verið forseti síðan 1998.

„Það hafa allir gott af því að prófa eitthvað nýtt," sagði Bin Hammam í samtali við enska dagblaðið The Guardian. „Ég mun tilkynna innan tíu daga hvort ég ætli í framboð eða ekki."

„Ég myndi líka lýsa yfir 100 prósent stuðningin við einhvern annan. Ég hef rætt við Michel Platini í langan tíma og sagt honum að ég muni styðja hann ef hann ákveður að bjóða sig fram. Það hefur ekki breyst."

FIFA hefur verið sakað um spillingu í mörg ár og vill Bin Hammam bæta ímynd sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×