Fleiri fréttir

Liverpool hefur áhuga á frönskum táningi hjá Real Sociedad

Liverpool og Lyon hafa bæði mikinn áhuga á 19 ára Frakka, Antoine Griezmann, sem spilar með Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram á Skysports.com en þeir sjá fram á hugsanlegt kapphlaup um strákinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Nýi enski landliðsmaðurinn Kevin Davies: Hélt að þetta væri grín

Kevin Davies, liðsfélagi Grétars Rafns Steinssonar og framherji Bolton Wanderers, var valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn á ferlinum í gær en kappinn er orðinn 33 ára gamall og var fyrir löngu búinn að afskrifa möguleikann á því að spila með enska landsliðinu.

Skoraði Veigar Páll framhjá framtíðarmarkverði Man United?

Eric Steele, markvarðarþjálfari Manchester United, var meðal áhorfenda á leik Aalesund og Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Enginn lék þar betur en íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson en Steele var þó ekki að fylgjast með honum heldur danska landsliðsmarkverðinum Anders Lindegaard.

Ólíklegt að Torres nái leiknum á móti Everton

Nárameiðsli Fernando Torres eru það alvarlega að hann þurfti að segja sig út úr spænska landsliðshópnum fyrir leiki í undankeppni EM og mun líklega missa af næsta leik Liverpool-liðsins sem er á móti nágrönnunum í Everton 17. október næstkomandi.

Uppselt á Ísland - Portúgal

Uppselt er á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012 sem fer fram á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöldið.

Þjálfari Panathinaikos hætti en hætti svo við að hætta

Það er alltaf líf og fjör í kringum þjálfaranna í gríska fótboltanum enda hvergi algengara en að þjálfarar þurfti að taka pokann sinn ef illa gengur. Í gær leit út fyrir að þjálfari Panathinaikos, Nikos Nioplias, væri búinn að fá nóg af starfinu en forráðamenn félagsins náðu að tala hann til.

Engin október-bjórhátíð fyrir liðsmenn Bayern

Bayern Munchen hefur sjaldan byrjað jafnilla í þýsku deildinni og á þessu tímabili og gengið er byrjað að hafa áhrif á félagslið leikmanna liðsins. Louis van Gaal, þjálfari liðsins, tilkynnti nefnilega leikmönnum í dag að í staðinn fyrir að fara í árlega heimsókn liðsins á október-bjórhátíðina þá þurfa menn að mæta á aukaæfingu í staðinn.

Romario og Bebeto báðir kosnir inn á þing í Brasilíu

Brasilíumennirnir Romario og Bebeto voru báðir kosnir á brasilíska þingið fyrir hönd Rio de Janeiro í gær, Romario í neðri deildina en Bebeto í efri deildina. Þeir urðu eins og kunnugt heimsmeistarar saman árið 1994 og þóttu þá tveir bestu leikmenn brasilíska liðsins sem vann þá heimsmeistaratitilinn i fyrsta sinn í 24 ár.

Ólafur: Ósáttur en hlíti ákvörðuninni

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagðist á blaðamannafundi KSÍ í dag hlíta umdeildri ákvörðun stjórnar sambandsins sem tilkynnt var í síðustu viku.

Greta Mjöll bæði með flest mörk og flestar stoðsendingar

Blikinn Greta Mjöll Samúelsdóttir hefur heldur betur slegið í gegn með Northeastern háskólanum í vetur en hún var á skotskónum í gær þegar Northeastern Huskies gerðu 1-1 jafntefli við Drexel Dragons í bandarísku háskóladeildinni í knattspyrnu.

Hrafn Kristjánsson: Svona spáðum við þessu

Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni.

Jón Halldór: Liðið mitt lítur vissulega vel út

„Þetta er nú svolítið fyndið að það sé alltaf verið að spá fyrir hvert tímabil því þetta rætist sjaldnast. Við ætlum að láta þessa rætast enda er kominn tími á það því það er langt síðan að við unnum síðast," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurkvenna sem var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en hún var kynnt á kynningarfundi fyrir Iceland Express deildir karla og kvenna í dag.

Capello: Man City gæti verið lykillinn að árangri enska landsliðsins

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er á því að ensku leikmennirnir í liði Manchester City gætu spilað stóra rullu í að enska landsliðið nái að vinna til verðlaun á næsta stórmóti. Capello vísar þar til árangurs spænska landsliðsins þar sem stór hluti byrjunarliðsins spilar saman hjá Barcelona.

20 ára Mexíkani ráðinn til Sauber

Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu.

Evrópa vann Ryder-bikarinn

Keppnislið Evrópu vann í dag lið Bandaríkjanna í Ryder-keppninni í golfi með minnsta mögulega mun - fjórtán og hálfum vinningi gegn þrettán og hálfum.

Keflavík og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni

Kvennalið Keflavíkur og karlalið KR munu fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfunni næsta vor ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna í árlegri spá sem var kunngerð nú áðan á kynningarfundi Iceland Express-deilda karla og kvenna fyrir tímabilið 2010-2011. Haukar og Tindastól munu falla hjá körlunum en Fjölnir fellur hjá konunum.

Ólafur tilkynnir landsliðið: Hermann og Eiður Smári báðir í hópnum

Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er búinn að tilkynna landsliðshóp sinn fyrir komandi leik á móti Portúgal í undankeppni EM 2012. Þetta er þriðji leikur Íslands í undankeppninni en tveir þeir fyrstu töpuðust á móti Noregi og Danmörku.

Alonso mætir óttalaus í lokaslaginn

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann segir vandasamt verk framundan, en fjögur mót eru eftir í lokaslag fimm ökumanna um titilinn.

Schumacher spenntur fyrir Suzuka

Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan, sem verður notuð um næstu helgi. Mótið er eitt af fjórum mótum í lokaslagnum um Formúlu 1 meistaratitilinn, þar sem fimm ökumenn keppa um titilinn.

Ólafur íhugaði að hætta með A-landsliðið

Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir landsliðshóp sinn fyrir Portúgalsleikinn á næsta klukkatímanum en samkvæmt hádegisfréttum Bylgjunnar þá íhugaði Ólafur að hætta með landsliðið eftir að ljóst var að hann fengi ekki að velja sitt besta lið í leikinn.

Ray Wilkins: Strákarnir unnu þennan leik fyrir stjórann

Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, segir að leikmenn liðsins hafi lagt extra mikið á sig á móti Arsenal í gær því þeir hafi verið staðráðnir í að vinna leikinn fyrir stjórann Carlo Ancelotti sem missti föður sinn fjórum dögum áður.

Bandaríkamenn tvöfaldir heimsmeistarar í körfubolta

Bandaríkjamenn endurheimtu heimsmeistaratitilinn í bæði karla- og kvennaflokki í körfuboltanum í ár því bandaríska kvennalandsliðið tryggði sér titilinn í Tékklandi í gær alveg eins og karlarnir gerðu í Tyrklandi á dögunum.

Kop-stúkan á Anfield kallaði eftir Kenny Dalglish

Það er vissulega farið að hitna undir Roy Hodgson, stjóra Liverpool, þrátt fyrir að hafa stjórnað Liverpool-liðinu í aðeins fjórtán leikjum. Liverpool tapaði á móti nýliðum Blackpool á Anfield í gær aðeins rúmum tveimur vikum eftir að liðið féll út úr enska eildarbikarnum á sama stað fyrir d-deildarliði Northampton Town.

Gunnar Heiðar og Theódór Elmar báðir valdir aftur í landsliðið

Ólafur Jóhannesson mun tilkynna landsliðshóp sinn í dag fyrir leikinn á móti Portúgal 12. október næstkomandi. Ólafur missti sjö leikmenn yfir í 21 árs liðið og fyrirliðana Sölva Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson í meiðsli og þarf því að gera miklar breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn á móti Cristiano Ronaldo og félögum.

Roy Hodgson veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru hjá Torres

Þetta var skelfilegur sunnudagur fyrir Liverpool í gær því auk þess að tapa á heimavelli á móti nýliðum Blackpool og sitja í fallsæti í fyrsta sinn í meira en 46 ár þá missti liðið aðalframherja sinn, Fernando Torres, útaf meiddann eftir aðeins tíu mínútur.

Wenger: Við áttum leikinn en fórum samt heim með núll stig

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fann til með sínum mönnum eftir tapið á móti Chelsea í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Chelsea vann leikinn 2-0, er með fjögurra stiga forskot í toppsætinu og sjö stigum meira en Arsenal.

Carrick vill klára ferilinn með Man Utd

Michael Carrick vill leika með Manchester United út ferilinn. Þessi 29 ára leikmaður hefur verið orðaður við önnur lið undanfarna mánuði og talið að Aston Villa vilji krækja í kappann.

A-landsliðið tilkynnt á morgun

Ólafur Jóhannesson mun eftir hádegi á morgun tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppni EM. Leikurinn fer fram 12. október.

Snæfell er meistari meistaranna

Snæfell frá Stykkishólmi heldur áfram að safna titlum en liðið varð í kvöld meistari meistaranna er það lagði Grindavík í Hólminum, 101-93.

Sjá næstu 50 fréttir