Enski boltinn

Capello: Man City gæti verið lykillinn að árangri enska landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester City fagna sigurmarki sínu um síðustu helgi.
Leikmenn Manchester City fagna sigurmarki sínu um síðustu helgi. Mynd/AP
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, er á því að ensku leikmennirnir í liði Manchester City gætu spilað stóra rullu í að enska landsliðið nái að vinna til verðlaun á næsta stórmóti. Capello vísar þar til árangurs spænska landsliðsins þar sem stór hluti byrjunarliðsins spilar saman hjá Barcelona.

Barcelona átti átta leikmenn í 23 manna hópi Spánverja á HM í sumar þar sem spænska liðið tryggði sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Sex leikmenn Manchester City voru í landsliðshópi Fabio Capello í sigurleik enska liðsins í Sviss á dögunum.

„Þetta hjálpar enska landsliðinu því þeir spila reglulega saman með sínu félagsliði. Það er auðveldara að ná saman með landsliðinu þegar menn þekkjast svona vel," sagði Fabio Capello sem tilkynnir landsliðshóp sinn í dag fyrir leik á móti Svartfjallalandi í undankeppni EM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×