Fótbolti

A-landsliðið tilkynnt á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ólafur Jóhannesson mun eftir hádegi á morgun tilkynna landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppni EM. Leikurinn fer fram 12. október.

Talsverð eftirvænting ríkir fyrir valinu enda má Ólafur ekki velja þá leikmenn sem gjaldgengir eru í U-21 árs landsliðið. Sjö leikmenn sem voru síðast í A-landsliðshópnum voru valdir í U-21 árs liðið á dögunum.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, lét í það skína í viðtali við skoska fjölmiðla í vikunni að svo kunni að fara að Ólafur fengi að velja einhverja leikmenn úr U-21 árs liðinu.

Ólafur hefur líkast til rætt málið við Eyjólf Sverrisson og athugað hvort Eyjólfur mætti missa einhverja leikmenn en allir þessir leikmenn komast tæplega allir að í byrjunarlið U-21 árs liðsins.

Allt kemur þetta í ljós á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×