Enski boltinn

Carrick vill klára ferilinn með Man Utd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Carrick voða glaður.
Michael Carrick voða glaður.

Michael Carrick vill leika með Manchester United út ferilinn. Þessi 29 ára leikmaður hefur verið orðaður við önnur lið undanfarna mánuði og talið að Aston Villa vilji krækja í kappann.

„Það voru einhverjar sögusagnir um að ég myndi yfirgefa Old Trafford í sumar en ég kippti mér ekkert upp við það. Þetta er bara hluti af leiknum," sagði Carrick.

„Ég hef aldrei talið að ég væri á leið frá United, ekki í eina mínútu. Það hefur aldrei komið upp í huga minn. Þetta er frábær staður til að vera á og úrslit eins og þessi gegn Valencia gerir þetta allt þess virði."

„Ég á tvö ár eftir af samningi mínum og ég vil vera hér út ferilinn. Því ætti ég að vilja fara eitthvert annað?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×