Enski boltinn

Kop-stúkan á Anfield kallaði eftir Kenny Dalglish

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard og Sotirios Kyrgiakos.
Steven Gerrard og Sotirios Kyrgiakos. Mynd/AP
Það er vissulega farið að hitna undir Roy Hodgson, stjóra Liverpool, þrátt fyrir að hafa stjórnað Liverpool-liðinu í aðeins fjórtán leikjum. Liverpool tapaði á móti nýliðum Blackpool á Anfield í gær aðeins rúmum tveimur vikum eftir að liðið féll út úr enska eildarbikarnum á sama stað fyrir d-deildarliði Northampton Town.

Liverpool situr í fallsæti í fyrsta sinn í 46 ár og hefur ekki byrjað tímabil verr síðan 1953-54 en liðið féll úr deildinni það tímabil. Dyggustu stuðningsmenn Liverpool sitja í Kop-stúkunni á Anfield og þeir voru með lausnina á hreinu í lok Blackpool-leiksins.

„Dalglish! Dalglish! Dalglish!", öskraði Kop-stúkan allir sem einn. Kenny Dalglish vildi starfið áður en Roy Hodgson var ráðinn en Dalglish náði frábærum árangri á sínum tíma og er síðasti stjórinn sem hefur gert Liverpool að enskum meisturum.

Liverpool mætir næst Everton í algjörum botnbaráttuslag en þar sem að landsleikjahléið er framundan þá þurfa stuðningsmenn Liverpool að horfa upp á sitt lið sitja í fallsæti næstu tvær vikurnar. Það er líka ljóst að fyrsti Merseyside-leikur Roy Hodgson gæti einnig verið leikur upp á líf eða dauða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×