Fleiri fréttir

Evra: Er hjá United til að vinna titla

Ummæli og framkoma Wayne Rooney fer vafalítið í taugarnar á samherjum hans hjá Man. Utd enda lítur Rooney svo á að þeir séu ekki nógu góðir til þess að vinna titla.

Grindavík semur við McCunnie

Grindvíkingar fengu góðan liðsstyrk í dag þegar skoski varnarmaðurinn Jamie McCunnie skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Webber meistari ef hann vinnur tvö mót af þremur

Mark Webber hjá Red Bull er efstur í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, en honum finnst lítið vit í því að spá í möguleika sína á að landa meistaratitlinum, þegar þremur mótum er ólokið. Hann var á fréttamannafundi í dag og fékk spurningar frá ýmsum fréttamönnum.

Rijkaard vill þjálfa á Englandi

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur sett stefnuna á að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann er eftir þessa yfirlýsingu enn sterkar orðaður við Liverpool.

Schumacher bjartsýnn á gott gengi

Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast.

Kim er hinn nýi John Daly

Kylfingurinn Anthony Kim virðist smám saman vera að taka við partý-kyndlinum í golfinu af John Daly.

Kubica spáir Webber eða Alonso titlinum

Þó fimm ökumenn eigi möguleika á meistaratitli ökumanna þegar þremur mótum er ólokið, þá spáir Robert Kubica hjá Renault því að Mark Webber eða Fernando hampi titlinu þegar yfir lýkur. Þeir keppa í Suður Kóreu um helgina.

Rio og frú eiga von á sínu þriðja barni

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, hefur verið mikið meiddur síðustu mánuði. Hann hefur greinilega nýtt tímann utan vallar vel því hann á nú von á sínu þriðja barni.

Terry: Rooney er besti leikmaður heims

Leikmenn Chelsea keppast um þessa dagana að hampa Wayne Rooney og lýsa því yfir hversu ánægðir þeir yrðu ef Rooney kæmi til félagsins.

Fimm manna titilslagur á nýrri braut í Suður Kóreu

Fimm Formúlu 1 ökumenn verða í titilslag í Suður Kóreu um helgina. Mark Webber er efstur að stigum með 220 stig, Fernando Alonso og Sebatian Vettel eru með 206, Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189.

Það standa allir við bakið á Hodgson

Þó svo það gangi skelfilega hjá Liverpool stendur allt liðið þétt við bakið á stjóra liðsins, Roy Hodgson. Svo segir varnarmaðurinn Jamie Carragher.

Bale vill ekki fara frá Tottenham

Gareth Bale, vængmaður Tottenham, er að verða einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og þrennan frábæra gegn Inter í gær skaut honum enn hærra upp á stjörnuhimininn.

Lippi gæti þjálfað Heiðar

Flavio Briatore, annar eigandi QPR, hefur sett stefnuna á að fá Marcello Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítalíu, til félagsins takist því að komast upp í úrvalsdeildina.

Segir Edinson Cavani vera betri en Fernando Torres

Paolo Rossi, hetja Ítala á HM 1982, hefur mikla trú á 23 ára framherja Napoli-liðsins, Edinson Cavani, en Úrúgvæmaðurinn verður í sviðsljósinu þegar Napoli tekur á móti Liverpool í Evrópudeildinni annað kvöld. Rossi segir að eins og staðan sé í dag þá sé Edinson Cavani betri en Fernando Torres hjá Liverpool.

Pierluigi Casiraghi hættur með 21 árs landslið Ítala

Ítalska 21 árs landsliðinu tókst ekki að komast í úrslitakeppni EM eins og því íslenska og það voru mikil vonbrigði fyrir ítalska knattspyrnu. Pierluigi Casiraghi, þjálfari ítalska 21 árs liðsins, hefur í kjölfarið hætt sem þjálfari liðsins.

Heimsklassa þrenna Gareth Bale - myndir

Gareth Bale skoraði stórkostlega þrennu fyrir Tottenham í 3-4 tapi liðsins á móti Inter Milan á Giuseppe Meazza vellinum í Mílanó í Meistaradeildinni í kvöld.

Redknapp: Ekki hægt að finna betri vinstri vængmann í heiminum

„Við vorum komnir í mikil vandræði þegar við vorum lentir 4-0 undir og þetta hefði getað endað mjög illa. Við hefðum alveg getað endað með sjö, átta eða níu marka tap með tíu menn á móti Inter Milan," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham eftir 3-4 tap liðsins á móti Inter í Meistaradeildinni í kvöld.

Íslandsmeistarar Vals áfram með fullt hús

Valskonur unnu öruggan ellefu marka sigur á HK, 30-19, í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en Valur er því ásamt Fram eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla sína leiki. Framkonur hafa þó leikið leik fleiri og eru því með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistarana.

Njarðvíkurkonur burstuðu Fjölni í Ljónagryfjunni

Njarðvík vann sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna þegar liðið vann 40 stiga sigur á Fjölni, 90-50, í lokaleik þriðju umferðar í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Gareth Bale: Ég var bara að reyna að koma okkur aftur inn í leikinn

„Við vorum einbeitingarlausir í upphafi leiks og erum hreinlega ekki með á hreinu hvað gerðist eiginlega," sagði Tottenham-maðurinn Gareth Bale eftir 4-3 tap á móti Inter í kvöld en Spurs-liðið var komið 3-0 undir og orðnir tíu inn á vellinum eftir aðeins 14 mínútur.

Kýpur féll um 45 sæti

Staða Kýpurs versnaði til mikilla muna þegar nýr styrkleikalisti Alþjóða knattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun.

Sigurbergur skoraði níu mörk á móti Kiel en það dugði ekki

Þrjú Íslendingalið í viðbót við Hannover-Burgdorf komust áfram í sextán liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Rhein-Neckar Löwen, Kiel og Emsdetten unnu sína leiki í 32 liða úrslitum bikarsins en öll fjögur liðin eru þjálfuð af Íslendingum.

Reynir Leósson lánaður til ÍA næsta sumar

Reynir Leósson mun spila með ÍA í 1. deild karla næsta sumar en þessi 31 árs miðvörður er því aftur á leiðinni á æskustöðvar sínar á Skaganum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hlynur með þriðju tvennuna í röð í sigri Sundsvall

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson átti báðir góðan leik í kvöld þegar Sundsvall Dragon vann þrettán stiga sigur á Helga Má Magnússyni og félögum í Uppsala Basket, 78-65. Þetta var annar sigur Sundsvall í þremur leikjum í sænsku deildinni en Uppsala hefur unnið einn leik og tapað hinum tveimur.

Albert verður áfram í Eyjum

Markvörðurinn Albert Sævarsson mun verja mark ÍBV á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Albert við Vísi í dag.

Tveimur stjörnum frá titlinum

Harry Redknapp, stjóri Spurs, segir að sitt lið sé á hárréttri leið og þess sé ekki langt að bíða að Spurs muni berjast um titilinn.

Formúla 1 á Stöð 2 Sport næstu þrjú árin

Undirritaður hefur verið nýr samningur milli 365 miðla og eiganda Formúlu 1 keppninnar um áframhaldandi sjónvarpsrétt til næstu þriggja ára samkvæmt fréttatilkynningu frá 365 miðlum.

Purslow hættir hjá Liverpool

Christian Purslow mun hætta sem framkvæmdastjóri félagsins á næstu dögum. Hann yfirgefur þó ekki félagið strax heldur verður hann hinum nýju eigendum félagsins innan handar til að byrja með.

Gunnlaugur tekur við KA

Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari 1. deildarliðs KA í knattspyrnu. Þetta kemur fram á fréttavef N4 í dag.

Malbikið á nýrri braut ekki vandamál segir hönnuðurinn Tilke

Sumir Formúlu 1 ökumenn hafa áhyggjur af því að malbikið á nýju brautinni í Suður Kóreu sem verður notuð um helgina geti orðið til vandræða, þar sem hún var malbikuð fyrir skömmu. En hönnuður brautarinnar, Hermann Tilke telur að allt muni ganga upp og sleipt nýtt malbikið muni auka tilþrifin um helgina. Tilke sagði í samtali við autosport.com að í hans augum yrði það ekki vandamál.

Gerrard og Torres fara ekki með til Napoli

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, heldur sig við þann sið að hvíla lykilleikmenn í Evrópudeildinni og hann hefur ákveðið að skilja þá Steven Gerrard og Fernando Torres eftir er liðið fer til Napolí.

Sjá næstu 50 fréttir