Handbolti

Hannover-Burgdorf sló Lemgo út úr þýska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Vignir Svavarsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/DIENER
Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf komst í kvöld í 16 liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta eftir þriggja marka sigur á Lemgo, 28-25, á heiamvelli sínum.

Lærisveinar Arons Kristjánssonar voru 14-11 yfir í hálfleik og náðu mest fimm marka forustu þegar skammt var til leiksloka.

Íslensku leikmennirnir í liði Hannover-Burgdorf skoruðu saman tólf mörk í leiknum en markahæstur þeirra var Vignir Svavarsson með fimm mörk en hann var þarna að spila á móti sínum gömlu félögum. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 4 mörk og Hannes Jón Jónsson var með 3 mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×