Handbolti

Sigurbergur skoraði níu mörk á móti Kiel en það dugði ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þrjú Íslendingalið í viðbót við Hannover-Burgdorf komust áfram í sextán liða úrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Rhein-Neckar Löwen, Kiel og Emsdetten unnu sína leiki í 32 liða úrslitum bikarsins en öll fjögur liðin eru þjálfuð af Íslendingum.

Sigurbergur Sveinsson skoraði 9 mörk fyrir Rheinland á móti Þýskalandsmeisturum THW Kiel en það dugði ekki til því lærisveinar Álfreðs Gíslasonar í Kiel unnu leikinn 32-27. Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir Kiel og Árni Þór Sigtryggsson var með 1 mark fyrir Rheinland.

Rhein-Neckar Löwen vann 39-28 sigur á Bittenfeld á útivelli eftir að hafa verið 20-18 yfir í hálfleik. Róbert Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og Ólafur Stefánsson var með eitt mark. Arnór Gunnarsson skoraði 2 mörk fyrir Bittenfeld.

Patrekur Jóhannesson stýrði TV Emsdetten til 35-34 sigurs á TV 05/07 Hüttenberg en Hreiðar Levý Guðmundsson stóð í marki Emsdetten í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×