Fótbolti

Kýpur féll um 45 sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Danmerkur og Kýpur fyrr í mánuðinum.
Úr leik Danmerkur og Kýpur fyrr í mánuðinum. Nordic Photos / AFP
Staða Kýpurs versnaði til mikilla muna þegar nýr styrkleikalisti Alþjóða knattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun.

Kýpur féll um 45 sæti á listanum og er nú í 88. sæti. Fyrir mánuði síðan var liðið í 43. sæti.

Liðið lék tvo leiki á þessu tímabili og tapaði þeim báðum, fyrir Danmörku og Noregi í undankeppni EM 2010 en öll þessi lið eru með Íslandi í riðli í undankeppninni.

Næstu leikur Íslands í henni verður einmitt gegn Kýpur í mars næstkomandi.

Fyrir rétt tæpum tveimur árum var Kýpur í 107. sæti listans og hafði þar til nú klifið upp listann hægt og rólega. Kýpverjar náðu dýrmætu 4-4 jafntefli við Portúgal í upphafi síðasta mánaðar sem fleytti þeim upp um 20 sæti.

Eins og gefur að skilja hefur lið Kýpurs aldrei fallið um svo mörg sæti á milli lista eins og nú.

Í riðli Íslands eru auk Kýpurs Portúgal í 8. sæti, Noregur í 13. sæti og Danmörk í 27. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×