Schumacher bjartsýnn á gott gengi 21. október 2010 13:50 Michael Schumacher brosmildir á göngu á brautinni í Suður Kóreu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast. "Ég verð að segja það að gekk nokkuð vel á Suzuka, sérstaklega í keppninni. Bíllinn var nokkuð samkeppnisfær miðað við bíla keppinautanna, í fyrsta skipti í langan tíma og það var skemmtileg", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. "Ég var hrifinn af því hvernig bíllinn lét á Suzuka, því miðað við karakter bílsins bjóst ég við einu af erfiðustu mótunum á árinu. Ég held að þesi braut ætti að henta okkur betur (í Suður Kóreu) og við ættum því að vera samkeppnisfærari en við vorum á Suzuka." Schumacher telur þó að mikið þurfi að koma til ef hann á að komast á verðlaunapall. "Ég tel að við þurfum heppni til að komast á verðlaunapall. Auðvitað munum við reyna. Það er erfitt verkefni, en hví ekki að setja það markmið. En í alvöru talað, þá erum við líklega næstir á eftir Red Bull, Ferrari og McLaren hvað styrkleika varðar." Schumacher talaði um að möguleiki sé á rigningu á sunnudag og ef skyndileg rigning verður þá væri aldrei að vita hvað gerðist. "Það væri gamajn að komast á verðlaunapall með Mercedes og það væri góð úrslit, trúlega það mesta sem við gætum óskað okkur. En á persónulegu nótunum þá myndi það ekki skipta verulegu máli. Ég hef önnur markmið. Ég er hér til að ná árangri með liðinu og það er okkar markmið. Ég sakna árangurs og hvort ég næ á verðlaunapall annað slagið, það er ekki það allra mikilvægasta", sagði Schumacher, en Mercedes liðið hefur sett stefnuna á betri árangur árið 2011 og að mæta með samkeppnisfærari bíl þá en tókst að smíða í ár. Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast. "Ég verð að segja það að gekk nokkuð vel á Suzuka, sérstaklega í keppninni. Bíllinn var nokkuð samkeppnisfær miðað við bíla keppinautanna, í fyrsta skipti í langan tíma og það var skemmtileg", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. "Ég var hrifinn af því hvernig bíllinn lét á Suzuka, því miðað við karakter bílsins bjóst ég við einu af erfiðustu mótunum á árinu. Ég held að þesi braut ætti að henta okkur betur (í Suður Kóreu) og við ættum því að vera samkeppnisfærari en við vorum á Suzuka." Schumacher telur þó að mikið þurfi að koma til ef hann á að komast á verðlaunapall. "Ég tel að við þurfum heppni til að komast á verðlaunapall. Auðvitað munum við reyna. Það er erfitt verkefni, en hví ekki að setja það markmið. En í alvöru talað, þá erum við líklega næstir á eftir Red Bull, Ferrari og McLaren hvað styrkleika varðar." Schumacher talaði um að möguleiki sé á rigningu á sunnudag og ef skyndileg rigning verður þá væri aldrei að vita hvað gerðist. "Það væri gamajn að komast á verðlaunapall með Mercedes og það væri góð úrslit, trúlega það mesta sem við gætum óskað okkur. En á persónulegu nótunum þá myndi það ekki skipta verulegu máli. Ég hef önnur markmið. Ég er hér til að ná árangri með liðinu og það er okkar markmið. Ég sakna árangurs og hvort ég næ á verðlaunapall annað slagið, það er ekki það allra mikilvægasta", sagði Schumacher, en Mercedes liðið hefur sett stefnuna á betri árangur árið 2011 og að mæta með samkeppnisfærari bíl þá en tókst að smíða í ár.
Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira