Fleiri fréttir

Modric frá í langan tíma?

Harry Redknapp óttast að Luka Modric verði frá í langan tíma eftir að hafa farið meiddur af velli í 1-1 jafntefli Tottenham gegn WBA.

Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn

Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren.

Beckham mættur aftur út á völl

David Beckham kom inn sem varamaður þegar LA Galaxy vann Columbus Crew 3-1. Beckham lék síðustu 20 mínúturnar og var þetta fyrsti leikur hans í sex mánuði.

Hólmfríður og félagar þurfa að fara lengri leiðina í úrslitaleikinn

Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla þegar Philadelphia Independence tapaði 4-1 fyrir deildarmeisturum FC Gold Pride í lokaumferð deildarkeppni bandaríska kvennafótboltans í nótt. Framundan er úrsltiakeppnin um meistaratitilinn en fyrsti leikur Philadelphia-liðins fer fram 19. september.

Titilslagur á Monza í dag

Formúlu 1 mótið á Monza fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30.

Kenwyne Jones: Ætlar að reyna að læra af Eiði Smára

Kenwyne Jones er spenntur fyrir tækifærinu á að fá að spila með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Stoke en báðir munu þeir væntanlega spila lykilhlutverk í sóknarleik Stoke-liðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Ballack meiddist í jafntefli Leverkusen

Michael Ballack haltraði útaf í 2-2 jafntefli Bayer Leverkusen á móti Hanover í þýsku úrvalsdeildinni í gær og það ætlar að ganga illa hjá fyrirliða þýska landsliðsins að ná aftur sínum full styrk eftir meiðslin sem héldu honum frá HM í Suður-Afríku í sumar.

Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband

Helgi Sigurðsson og félagar í Víkingi komust í dag upp í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 2-0 sigur á KA fyrir norðan í næstsíðustu umferð 1. deildar karla. Það var mikil gleði í leikslok enda Víkingar komnir í úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan sumarið 2007.

Samuel Eto'o tryggði Inter sigur en AC Milan lá fyrir Cesena

Internazionale vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rafael Benitez þegar liðið lagði Udinese að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto'o skoraði sigurmarkið í leiknum á 67. mínútu en nágrannarnir í AC Milan töpuðu hinsvegar 2-0 fyrir Cesena.

Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum

Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82.

Ricardo Carvalho tryggði Real Madrid sigur

Ricardo Carvalho sá til þess að Real Madrid vann sinn fyrsta heimaleik undir stjórn landa hans Jose Mourinho. Portúgalski miðvörðurinn skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Osasuna í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Bobby Zamora ökklabrotnaði í sigri Fulham á Wolves

Fulham varð fyrir miklu áfall í dag þegar aðalmarkaskorari liðsins, Bobby Zamora, ökklabrotnaði í 2-1 sigurleik liðsins á móti Wolves. Zamora var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið en verður nú ekkert með næstu mánuðina.

Alonso: Þolgæði mikilvægri en sigur

Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari.

Bandaríkjamenn komnir í úrslitaleikinn á HM í körfu

Kevin Durant átti enn einn stórleikinn með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í Tyrklandi þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Bandaríska liðið vann þá fimmtán stiga sigur á Litháen, 89-74, og mætir annaðhvort Tyrkjum eða Serbum í úrslitaleiknum. Bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína í keppninni fyrir leikinn.

Mark Hughes hvetur Giggs að taka við landsliði Wales

Mark Hughes segir að Ryan Giggs ætti að taka tilboðinu um að gerast landsliðsþjálfari Wales ef að honum verður boðið starfið. Wales leitar nú að nýjum þjálfara eftir að John Toshack hætti með liðið í vikunni.

Ian Holloway, stjóri Blackpool: Ég er að springa úr stolti

Nýliðar Blackpool héldu áfram að koma á óvart í ensku úrvalsdeildinni í dag með því að vinna 2-0 sigur á Newcastle á St. James Park. Blackpool-ævintýrið ætlar því að halda eitthvað áfram en liðið er að spila í efstu deild í fyrsta sinn í 39 ár.

Heiðar skoraði og Queens Park Rangers er á toppnum

Heiðar Helguson skoraði fyrsta mark Queens Park Rangers í 3-0 heimasigri á Middlesbrough í ensku b-deildinni í dag. Sigurinn kom QPR í efsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Cardiff City en betri markatölu.

Roberto Mancini: Óheppnin eltir okkur þessa dagana

Roberto Mancini, stjóri Manchester City var niðurdreginn eftir 1-1 jafntefli á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu.

Ekkert stoppar Chelsea - fullt hús og markatalan 17-1

Chelsea heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á West Ham í dag. Chelsea hefur náð í tólf stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum og markatalan er 17-1 en West Ham maðurinn Scott Parker varð fyrstur til að koma boltanum í mark Chelsea á þessu tímabili þegar hann minnkaði muninn undir lok leiksins í dag.

Tim Cahill: Þetta sýnir baráttuandann í okkar liði

Everton-maðurinn Tim Cahill átti mikinn þátt í því að liðið náði að tryggja sér dramatískt 3-3 jafntefli á móti Manchester United í dag með því að skora tvö mörk í uppbótartíma. Tim Cahill skoraði það fyrra og lagði upp það síðara.

Zola: Ég gerði mistök

Gianfranco Zola ætlar að reyna að læra af mistökunum sem hann gerði í stuttri stjóratíð sinni hjá West Ham en Ítalinn góðlegi var rekinn frá Upton Park eftir tímabilið. Gianfranco Zola ætlar að mæta á leik West Ham og Chelsea á Upton Park í dag.

Tvö mörk Everton í uppbótartíma tryggðu 3-3 jafntefli við United

Everton náði jafntefli á móti Manchester United með ótrúlegum hætti en liðið skoraði tvö mörk í uppbótartíma þegar stefndi í ekkert annað en öruggan sigur Manchester United á Goodison Park í hádegisleiknum í enska boltanum. Mikel Arteta og Tim Cahill skoruðu mörkin tvö fyrir Everton á innan við mínútu.

Ferrari fremst á ráslínu á heimavelli

Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma í tímatökum á Monza brautinni á Ítalíu í dag og varð á undan Jenson Button á McLaren. Felipe Massa varð þriðji á Ferrari og ítalska liðið er því í góðri stöðu fyrir kappaksturinn á morgun.

Mancini: Set annaðhvort Jó í liðið eða spila sjálfur

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gæti þurft að stilla Jó upp í framlínu liðsins á móti Blackburn Rovers í dag þar sem að þrír framherjar liðsins, Carlos Tevez, Emmanuel Adebayor og Mario Balotelli, eru allir meiddir.

Lampard verður ekki með á móti West Ham í dag

Frank Lampard er ekki orðinn góður af meiðslum sínum og verður ekki með Chelsea-liðinu á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Carlo Ancelotti, stóri Chelsea, staðfesti þetta í gær.

Rooney ekki í hópnum hjá Manchester United á móti Everton

Wayne Rooney verður ekki með Manchester United á móti sínu gamla félagi í Everton þegar liðin mætast á Goodison Park eftir hálftíma. Sir Alex Ferguson, stjóri United, hefur tekið þá ákvörðun að hvíla framherjann sinn í leiknum.

Hamilton rétt á undan á Vettel

Titilslagurinn í Formúlu 1 verður í algleymingi í dag, þegar ökumenn takast á í tímatökum á Monza brautinni á Ítalíu. Keppendur óku á lokaæfingu keppnisliða í morgun og náði Lewis Hamiltonm á McLaren besta tíma, en varð aðeins 47/1000 á undan Sebastian Vettel á Red Bull.

Given fékk ekki að fara frá Man. City

Hinn afar frambærilegi markvörður Man. City, Shay Given, ætlar ekki að gefast upp hjá félaginu þó svo búið sé að henda honum á tréverkið svo Joe Hart geti spilað með liðinu. Reyndar hefur hann ekki um annað að velja.

Rodwell verður frá fram að jólum

Miðjumaðurinn efnilegi hjá Everton, Jack Rodwell, mun ekki geta spilað með liðinu aftur fyrr en um jólin vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Everton gegn Aston Villa.

Sjá næstu 50 fréttir