Fleiri fréttir Sannfærandi sigur hjá Rhein-Neckar Löwen Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen vann öruggan 28-25 útisigur á Ahlen-Hamm í þýska handboltanum í dag. 12.9.2010 15:15 Modric frá í langan tíma? Harry Redknapp óttast að Luka Modric verði frá í langan tíma eftir að hafa farið meiddur af velli í 1-1 jafntefli Tottenham gegn WBA. 12.9.2010 14:45 Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. 12.9.2010 13:30 Ancelotti um endurkomu Essien: Betra en að kaupa nýjan leikmann Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði Michael Essien eftir að Ganamaðurinn skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Chelsea á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 12.9.2010 13:00 Beckham mættur aftur út á völl David Beckham kom inn sem varamaður þegar LA Galaxy vann Columbus Crew 3-1. Beckham lék síðustu 20 mínúturnar og var þetta fyrsti leikur hans í sex mánuði. 12.9.2010 13:00 Kevin Durant setti nýtt bandarískt stigamet í sigrinum á Litháen Kevin Durant setti nýtt stigamet hjá bandaríska landsliðinu í gær þegar hann skoraði 38 stig í sigrinum á Litháen í undanúrslitaleik keppninnar. Durant bætti metið hans Carmelo Anthony sem var 35 stig. 12.9.2010 12:15 Hólmfríður og félagar þurfa að fara lengri leiðina í úrslitaleikinn Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla þegar Philadelphia Independence tapaði 4-1 fyrir deildarmeisturum FC Gold Pride í lokaumferð deildarkeppni bandaríska kvennafótboltans í nótt. Framundan er úrsltiakeppnin um meistaratitilinn en fyrsti leikur Philadelphia-liðins fer fram 19. september. 12.9.2010 11:45 Titilslagur á Monza í dag Formúlu 1 mótið á Monza fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30. 12.9.2010 10:19 Kenwyne Jones: Ætlar að reyna að læra af Eiði Smára Kenwyne Jones er spenntur fyrir tækifærinu á að fá að spila með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Stoke en báðir munu þeir væntanlega spila lykilhlutverk í sóknarleik Stoke-liðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 12.9.2010 10:00 Berglind með tvö mörk í sigri á Búlgaríu - jafnaði markamet Gretu Stelpurnar í 19 ára landsliðinu byrjuðu vel í undankeppni Evrópumótsins þegar þær unnu 2-0 sigur á heimastúlkum í gær. Blikinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, eitt í hvorum hálfleik. 12.9.2010 09:00 Lið frá Ástralíu vill semja við Ronaldo - fær 11 milljónir á leik Ástralska fótboltaliðið Melbourne Heart hefur mikinn áhuga á að fá til sín Brasilíumanninn Ronaldo og hefur haft samband við þennan fyrrum besta knattspyrnumann heims. 12.9.2010 08:00 Ballack meiddist í jafntefli Leverkusen Michael Ballack haltraði útaf í 2-2 jafntefli Bayer Leverkusen á móti Hanover í þýsku úrvalsdeildinni í gær og það ætlar að ganga illa hjá fyrirliða þýska landsliðsins að ná aftur sínum full styrk eftir meiðslin sem héldu honum frá HM í Suður-Afríku í sumar. 12.9.2010 07:00 Keilisfólkið Rúnar og Guðrún Brá efnilegust í golfinu Rúnar Arnórsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Keili úr Hafnarfirði voru valin efnilegustu kylfingar ársins 2010 á uppskeruhátíð Golfsambandsins sem fór fram í gær. 12.9.2010 06:00 Snorri Steinn með tvö mörk í sigri á meisturunum Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk þegar AG Köbenhavn vann eins marks útisigur, 31-30, á dönsku meisturunum í Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í dag. 11.9.2010 23:15 Valskonur náðu í jafntefli í Slóvakíu og komust áfram í EHF-keppninni Íslandsmeistarar Vals í handbolta tryggðu sér sæti í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta Í dag þegar liðið náði 30-30 jafntefli við Iuventa frá Slóvakíu. Valur vann fyrri leikinn á heimavelli með fimm mörkum um síðustu helgi. 11.9.2010 22:45 Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Helgi Sigurðsson og félagar í Víkingi komust í dag upp í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 2-0 sigur á KA fyrir norðan í næstsíðustu umferð 1. deildar karla. Það var mikil gleði í leikslok enda Víkingar komnir í úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan sumarið 2007. 11.9.2010 22:00 Samuel Eto'o tryggði Inter sigur en AC Milan lá fyrir Cesena Internazionale vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rafael Benitez þegar liðið lagði Udinese að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto'o skoraði sigurmarkið í leiknum á 67. mínútu en nágrannarnir í AC Milan töpuðu hinsvegar 2-0 fyrir Cesena. 11.9.2010 21:00 Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82. 11.9.2010 20:36 Ricardo Carvalho tryggði Real Madrid sigur Ricardo Carvalho sá til þess að Real Madrid vann sinn fyrsta heimaleik undir stjórn landa hans Jose Mourinho. Portúgalski miðvörðurinn skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Osasuna í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 11.9.2010 19:51 Bobby Zamora ökklabrotnaði í sigri Fulham á Wolves Fulham varð fyrir miklu áfall í dag þegar aðalmarkaskorari liðsins, Bobby Zamora, ökklabrotnaði í 2-1 sigurleik liðsins á móti Wolves. Zamora var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið en verður nú ekkert með næstu mánuðina. 11.9.2010 19:00 Landsbyggðin vann KPMG-bikarinn í golfi annað árið í röð Landsbyggðin vann KPMG-bikarinn í golfi annað árið í röð en keppnin í ár fór fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Landsbyggðin fékk 13 vinninga gegn 11 vinningum frá Höfuðborgarliðinu. 11.9.2010 18:30 Hércules vann Barcelona á Camp Nou í fyrsta leik Mascherano Nýliðar Hércules komu gríðarlega á óvart í kvöld með því að vinna 2-0 sigur á Spánarmeisturum Barcelona á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni. Nelson Haedo Valdez skoraði bæði mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 11.9.2010 18:00 Alonso: Þolgæði mikilvægri en sigur Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. 11.9.2010 17:59 Bandaríkjamenn komnir í úrslitaleikinn á HM í körfu Kevin Durant átti enn einn stórleikinn með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í Tyrklandi þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Bandaríska liðið vann þá fimmtán stiga sigur á Litháen, 89-74, og mætir annaðhvort Tyrkjum eða Serbum í úrslitaleiknum. Bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína í keppninni fyrir leikinn. 11.9.2010 17:45 Mark Hughes hvetur Giggs að taka við landsliði Wales Mark Hughes segir að Ryan Giggs ætti að taka tilboðinu um að gerast landsliðsþjálfari Wales ef að honum verður boðið starfið. Wales leitar nú að nýjum þjálfara eftir að John Toshack hætti með liðið í vikunni. 11.9.2010 17:30 Ian Holloway, stjóri Blackpool: Ég er að springa úr stolti Nýliðar Blackpool héldu áfram að koma á óvart í ensku úrvalsdeildinni í dag með því að vinna 2-0 sigur á Newcastle á St. James Park. Blackpool-ævintýrið ætlar því að halda eitthvað áfram en liðið er að spila í efstu deild í fyrsta sinn í 39 ár. 11.9.2010 17:00 Heiðar skoraði og Queens Park Rangers er á toppnum Heiðar Helguson skoraði fyrsta mark Queens Park Rangers í 3-0 heimasigri á Middlesbrough í ensku b-deildinni í dag. Sigurinn kom QPR í efsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Cardiff City en betri markatölu. 11.9.2010 16:52 Roberto Mancini: Óheppnin eltir okkur þessa dagana Roberto Mancini, stjóri Manchester City var niðurdreginn eftir 1-1 jafntefli á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. 11.9.2010 16:30 Víkingar komnir upp í Pepsi-deildina og Njarðvík fallið úr 1. deildinni Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar þegar næstsíðasta umferð 1. deildar karla fór fram í dag. Víkingar unnu 2-0 sigur á KA á Akureyri en það mun ekki ráðast fyrr en um næstu helgi hvort Leiknir eða Þór fylgja Víkingum upp. 11.9.2010 16:15 Ekkert stoppar Chelsea - fullt hús og markatalan 17-1 Chelsea heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á West Ham í dag. Chelsea hefur náð í tólf stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum og markatalan er 17-1 en West Ham maðurinn Scott Parker varð fyrstur til að koma boltanum í mark Chelsea á þessu tímabili þegar hann minnkaði muninn undir lok leiksins í dag. 11.9.2010 15:46 Mourinho: Aragones ætti að verða næsti þjálfari Portúgals Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig um landsliðsþjálfaramál Portúgals í gær en landar hans leita nú að nýjum þjálfara fyrir A-landsliðið eftir að Carlos Queiroz var rekinn í vikunni. 11.9.2010 15:30 Alex Ferguson reiður í leikslok: Við köstuðum þessu frá okkur Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var mjög reiður út í sína menn eftir 3-3 jafnteflið við Everton í dag þar sem liðið fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma þegar virtist stefna í góðan sigur liðsins. 11.9.2010 15:00 Tim Cahill: Þetta sýnir baráttuandann í okkar liði Everton-maðurinn Tim Cahill átti mikinn þátt í því að liðið náði að tryggja sér dramatískt 3-3 jafntefli á móti Manchester United í dag með því að skora tvö mörk í uppbótartíma. Tim Cahill skoraði það fyrra og lagði upp það síðara. 11.9.2010 14:15 Zola: Ég gerði mistök Gianfranco Zola ætlar að reyna að læra af mistökunum sem hann gerði í stuttri stjóratíð sinni hjá West Ham en Ítalinn góðlegi var rekinn frá Upton Park eftir tímabilið. Gianfranco Zola ætlar að mæta á leik West Ham og Chelsea á Upton Park í dag. 11.9.2010 14:00 Tvö mörk Everton í uppbótartíma tryggðu 3-3 jafntefli við United Everton náði jafntefli á móti Manchester United með ótrúlegum hætti en liðið skoraði tvö mörk í uppbótartíma þegar stefndi í ekkert annað en öruggan sigur Manchester United á Goodison Park í hádegisleiknum í enska boltanum. Mikel Arteta og Tim Cahill skoruðu mörkin tvö fyrir Everton á innan við mínútu. 11.9.2010 13:39 William Gallas og Rafael van der Vaart í byrjunarliði Tottenham William Gallas og Rafael van der Vaart eru báðir í byrjunarliði Tottenham á West Brom í dag en Tom Huddlestone mun bera fyrirliðabandið. 11.9.2010 13:33 Ferrari fremst á ráslínu á heimavelli Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma í tímatökum á Monza brautinni á Ítalíu í dag og varð á undan Jenson Button á McLaren. Felipe Massa varð þriðji á Ferrari og ítalska liðið er því í góðri stöðu fyrir kappaksturinn á morgun. 11.9.2010 13:27 Mancini: Set annaðhvort Jó í liðið eða spila sjálfur Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gæti þurft að stilla Jó upp í framlínu liðsins á móti Blackburn Rovers í dag þar sem að þrír framherjar liðsins, Carlos Tevez, Emmanuel Adebayor og Mario Balotelli, eru allir meiddir. 11.9.2010 13:00 Sif hélt fyrirliðabandinu en Saarbrücken tapaði Sif Atladóttir og félagar í 1. FC Saarbrücken töpuðu í morgun 1-3 fyrir Hamburger SV á heimavelli í þýsku deildinni eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik. 11.9.2010 12:15 Lampard verður ekki með á móti West Ham í dag Frank Lampard er ekki orðinn góður af meiðslum sínum og verður ekki með Chelsea-liðinu á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Carlo Ancelotti, stóri Chelsea, staðfesti þetta í gær. 11.9.2010 11:45 Rooney ekki í hópnum hjá Manchester United á móti Everton Wayne Rooney verður ekki með Manchester United á móti sínu gamla félagi í Everton þegar liðin mætast á Goodison Park eftir hálftíma. Sir Alex Ferguson, stjóri United, hefur tekið þá ákvörðun að hvíla framherjann sinn í leiknum. 11.9.2010 11:15 Redknapp gæti látið William Gallas fá fyrirliðabandið Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er að velta því alvarlega fyrir sér að láta William Gallas fá fyrirliðabandið þegar hann leikur sinn fyrsta leik fyrir Tottenham á móti West Bromwich Albion í dag. 11.9.2010 11:00 Hamilton rétt á undan á Vettel Titilslagurinn í Formúlu 1 verður í algleymingi í dag, þegar ökumenn takast á í tímatökum á Monza brautinni á Ítalíu. Keppendur óku á lokaæfingu keppnisliða í morgun og náði Lewis Hamiltonm á McLaren besta tíma, en varð aðeins 47/1000 á undan Sebastian Vettel á Red Bull. 11.9.2010 10:20 Given fékk ekki að fara frá Man. City Hinn afar frambærilegi markvörður Man. City, Shay Given, ætlar ekki að gefast upp hjá félaginu þó svo búið sé að henda honum á tréverkið svo Joe Hart geti spilað með liðinu. Reyndar hefur hann ekki um annað að velja. 10.9.2010 23:30 Rodwell verður frá fram að jólum Miðjumaðurinn efnilegi hjá Everton, Jack Rodwell, mun ekki geta spilað með liðinu aftur fyrr en um jólin vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Everton gegn Aston Villa. 10.9.2010 22:45 Sjá næstu 50 fréttir
Sannfærandi sigur hjá Rhein-Neckar Löwen Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen vann öruggan 28-25 útisigur á Ahlen-Hamm í þýska handboltanum í dag. 12.9.2010 15:15
Modric frá í langan tíma? Harry Redknapp óttast að Luka Modric verði frá í langan tíma eftir að hafa farið meiddur af velli í 1-1 jafntefli Tottenham gegn WBA. 12.9.2010 14:45
Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. 12.9.2010 13:30
Ancelotti um endurkomu Essien: Betra en að kaupa nýjan leikmann Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði Michael Essien eftir að Ganamaðurinn skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Chelsea á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær. 12.9.2010 13:00
Beckham mættur aftur út á völl David Beckham kom inn sem varamaður þegar LA Galaxy vann Columbus Crew 3-1. Beckham lék síðustu 20 mínúturnar og var þetta fyrsti leikur hans í sex mánuði. 12.9.2010 13:00
Kevin Durant setti nýtt bandarískt stigamet í sigrinum á Litháen Kevin Durant setti nýtt stigamet hjá bandaríska landsliðinu í gær þegar hann skoraði 38 stig í sigrinum á Litháen í undanúrslitaleik keppninnar. Durant bætti metið hans Carmelo Anthony sem var 35 stig. 12.9.2010 12:15
Hólmfríður og félagar þurfa að fara lengri leiðina í úrslitaleikinn Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla þegar Philadelphia Independence tapaði 4-1 fyrir deildarmeisturum FC Gold Pride í lokaumferð deildarkeppni bandaríska kvennafótboltans í nótt. Framundan er úrsltiakeppnin um meistaratitilinn en fyrsti leikur Philadelphia-liðins fer fram 19. september. 12.9.2010 11:45
Titilslagur á Monza í dag Formúlu 1 mótið á Monza fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30. 12.9.2010 10:19
Kenwyne Jones: Ætlar að reyna að læra af Eiði Smára Kenwyne Jones er spenntur fyrir tækifærinu á að fá að spila með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Stoke en báðir munu þeir væntanlega spila lykilhlutverk í sóknarleik Stoke-liðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 12.9.2010 10:00
Berglind með tvö mörk í sigri á Búlgaríu - jafnaði markamet Gretu Stelpurnar í 19 ára landsliðinu byrjuðu vel í undankeppni Evrópumótsins þegar þær unnu 2-0 sigur á heimastúlkum í gær. Blikinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum, eitt í hvorum hálfleik. 12.9.2010 09:00
Lið frá Ástralíu vill semja við Ronaldo - fær 11 milljónir á leik Ástralska fótboltaliðið Melbourne Heart hefur mikinn áhuga á að fá til sín Brasilíumanninn Ronaldo og hefur haft samband við þennan fyrrum besta knattspyrnumann heims. 12.9.2010 08:00
Ballack meiddist í jafntefli Leverkusen Michael Ballack haltraði útaf í 2-2 jafntefli Bayer Leverkusen á móti Hanover í þýsku úrvalsdeildinni í gær og það ætlar að ganga illa hjá fyrirliða þýska landsliðsins að ná aftur sínum full styrk eftir meiðslin sem héldu honum frá HM í Suður-Afríku í sumar. 12.9.2010 07:00
Keilisfólkið Rúnar og Guðrún Brá efnilegust í golfinu Rúnar Arnórsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Keili úr Hafnarfirði voru valin efnilegustu kylfingar ársins 2010 á uppskeruhátíð Golfsambandsins sem fór fram í gær. 12.9.2010 06:00
Snorri Steinn með tvö mörk í sigri á meisturunum Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk þegar AG Köbenhavn vann eins marks útisigur, 31-30, á dönsku meisturunum í Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í dag. 11.9.2010 23:15
Valskonur náðu í jafntefli í Slóvakíu og komust áfram í EHF-keppninni Íslandsmeistarar Vals í handbolta tryggðu sér sæti í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta Í dag þegar liðið náði 30-30 jafntefli við Iuventa frá Slóvakíu. Valur vann fyrri leikinn á heimavelli með fimm mörkum um síðustu helgi. 11.9.2010 22:45
Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Helgi Sigurðsson og félagar í Víkingi komust í dag upp í Pepsi-deild karla næsta sumar eftir 2-0 sigur á KA fyrir norðan í næstsíðustu umferð 1. deildar karla. Það var mikil gleði í leikslok enda Víkingar komnir í úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan sumarið 2007. 11.9.2010 22:00
Samuel Eto'o tryggði Inter sigur en AC Milan lá fyrir Cesena Internazionale vann sinn fyrsta leik undir stjórn Rafael Benitez þegar liðið lagði Udinese að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Samuel Eto'o skoraði sigurmarkið í leiknum á 67. mínútu en nágrannarnir í AC Milan töpuðu hinsvegar 2-0 fyrir Cesena. 11.9.2010 21:00
Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82. 11.9.2010 20:36
Ricardo Carvalho tryggði Real Madrid sigur Ricardo Carvalho sá til þess að Real Madrid vann sinn fyrsta heimaleik undir stjórn landa hans Jose Mourinho. Portúgalski miðvörðurinn skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Osasuna í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 11.9.2010 19:51
Bobby Zamora ökklabrotnaði í sigri Fulham á Wolves Fulham varð fyrir miklu áfall í dag þegar aðalmarkaskorari liðsins, Bobby Zamora, ökklabrotnaði í 2-1 sigurleik liðsins á móti Wolves. Zamora var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið en verður nú ekkert með næstu mánuðina. 11.9.2010 19:00
Landsbyggðin vann KPMG-bikarinn í golfi annað árið í röð Landsbyggðin vann KPMG-bikarinn í golfi annað árið í röð en keppnin í ár fór fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Landsbyggðin fékk 13 vinninga gegn 11 vinningum frá Höfuðborgarliðinu. 11.9.2010 18:30
Hércules vann Barcelona á Camp Nou í fyrsta leik Mascherano Nýliðar Hércules komu gríðarlega á óvart í kvöld með því að vinna 2-0 sigur á Spánarmeisturum Barcelona á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni. Nelson Haedo Valdez skoraði bæði mörkin í sitthvorum hálfleiknum. 11.9.2010 18:00
Alonso: Þolgæði mikilvægri en sigur Spánverjinn Fernando á Ferrari náði besta tíma í tímatökum í dag, en Ferrari hafði ekki náð besta tíma í tímatökum síðan í Brasilíu árið 2008. Ekið var á Monza brautinni á Ítalíu sem er heimavöllur Ferrari. 11.9.2010 17:59
Bandaríkjamenn komnir í úrslitaleikinn á HM í körfu Kevin Durant átti enn einn stórleikinn með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í Tyrklandi þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Bandaríska liðið vann þá fimmtán stiga sigur á Litháen, 89-74, og mætir annaðhvort Tyrkjum eða Serbum í úrslitaleiknum. Bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína í keppninni fyrir leikinn. 11.9.2010 17:45
Mark Hughes hvetur Giggs að taka við landsliði Wales Mark Hughes segir að Ryan Giggs ætti að taka tilboðinu um að gerast landsliðsþjálfari Wales ef að honum verður boðið starfið. Wales leitar nú að nýjum þjálfara eftir að John Toshack hætti með liðið í vikunni. 11.9.2010 17:30
Ian Holloway, stjóri Blackpool: Ég er að springa úr stolti Nýliðar Blackpool héldu áfram að koma á óvart í ensku úrvalsdeildinni í dag með því að vinna 2-0 sigur á Newcastle á St. James Park. Blackpool-ævintýrið ætlar því að halda eitthvað áfram en liðið er að spila í efstu deild í fyrsta sinn í 39 ár. 11.9.2010 17:00
Heiðar skoraði og Queens Park Rangers er á toppnum Heiðar Helguson skoraði fyrsta mark Queens Park Rangers í 3-0 heimasigri á Middlesbrough í ensku b-deildinni í dag. Sigurinn kom QPR í efsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Cardiff City en betri markatölu. 11.9.2010 16:52
Roberto Mancini: Óheppnin eltir okkur þessa dagana Roberto Mancini, stjóri Manchester City var niðurdreginn eftir 1-1 jafntefli á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. 11.9.2010 16:30
Víkingar komnir upp í Pepsi-deildina og Njarðvík fallið úr 1. deildinni Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla næsta sumar þegar næstsíðasta umferð 1. deildar karla fór fram í dag. Víkingar unnu 2-0 sigur á KA á Akureyri en það mun ekki ráðast fyrr en um næstu helgi hvort Leiknir eða Þór fylgja Víkingum upp. 11.9.2010 16:15
Ekkert stoppar Chelsea - fullt hús og markatalan 17-1 Chelsea heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á West Ham í dag. Chelsea hefur náð í tólf stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum og markatalan er 17-1 en West Ham maðurinn Scott Parker varð fyrstur til að koma boltanum í mark Chelsea á þessu tímabili þegar hann minnkaði muninn undir lok leiksins í dag. 11.9.2010 15:46
Mourinho: Aragones ætti að verða næsti þjálfari Portúgals Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, tjáði sig um landsliðsþjálfaramál Portúgals í gær en landar hans leita nú að nýjum þjálfara fyrir A-landsliðið eftir að Carlos Queiroz var rekinn í vikunni. 11.9.2010 15:30
Alex Ferguson reiður í leikslok: Við köstuðum þessu frá okkur Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var mjög reiður út í sína menn eftir 3-3 jafnteflið við Everton í dag þar sem liðið fékk á sig tvö mörk í uppbótartíma þegar virtist stefna í góðan sigur liðsins. 11.9.2010 15:00
Tim Cahill: Þetta sýnir baráttuandann í okkar liði Everton-maðurinn Tim Cahill átti mikinn þátt í því að liðið náði að tryggja sér dramatískt 3-3 jafntefli á móti Manchester United í dag með því að skora tvö mörk í uppbótartíma. Tim Cahill skoraði það fyrra og lagði upp það síðara. 11.9.2010 14:15
Zola: Ég gerði mistök Gianfranco Zola ætlar að reyna að læra af mistökunum sem hann gerði í stuttri stjóratíð sinni hjá West Ham en Ítalinn góðlegi var rekinn frá Upton Park eftir tímabilið. Gianfranco Zola ætlar að mæta á leik West Ham og Chelsea á Upton Park í dag. 11.9.2010 14:00
Tvö mörk Everton í uppbótartíma tryggðu 3-3 jafntefli við United Everton náði jafntefli á móti Manchester United með ótrúlegum hætti en liðið skoraði tvö mörk í uppbótartíma þegar stefndi í ekkert annað en öruggan sigur Manchester United á Goodison Park í hádegisleiknum í enska boltanum. Mikel Arteta og Tim Cahill skoruðu mörkin tvö fyrir Everton á innan við mínútu. 11.9.2010 13:39
William Gallas og Rafael van der Vaart í byrjunarliði Tottenham William Gallas og Rafael van der Vaart eru báðir í byrjunarliði Tottenham á West Brom í dag en Tom Huddlestone mun bera fyrirliðabandið. 11.9.2010 13:33
Ferrari fremst á ráslínu á heimavelli Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma í tímatökum á Monza brautinni á Ítalíu í dag og varð á undan Jenson Button á McLaren. Felipe Massa varð þriðji á Ferrari og ítalska liðið er því í góðri stöðu fyrir kappaksturinn á morgun. 11.9.2010 13:27
Mancini: Set annaðhvort Jó í liðið eða spila sjálfur Roberto Mancini, stjóri Manchester City, gæti þurft að stilla Jó upp í framlínu liðsins á móti Blackburn Rovers í dag þar sem að þrír framherjar liðsins, Carlos Tevez, Emmanuel Adebayor og Mario Balotelli, eru allir meiddir. 11.9.2010 13:00
Sif hélt fyrirliðabandinu en Saarbrücken tapaði Sif Atladóttir og félagar í 1. FC Saarbrücken töpuðu í morgun 1-3 fyrir Hamburger SV á heimavelli í þýsku deildinni eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik. 11.9.2010 12:15
Lampard verður ekki með á móti West Ham í dag Frank Lampard er ekki orðinn góður af meiðslum sínum og verður ekki með Chelsea-liðinu á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Carlo Ancelotti, stóri Chelsea, staðfesti þetta í gær. 11.9.2010 11:45
Rooney ekki í hópnum hjá Manchester United á móti Everton Wayne Rooney verður ekki með Manchester United á móti sínu gamla félagi í Everton þegar liðin mætast á Goodison Park eftir hálftíma. Sir Alex Ferguson, stjóri United, hefur tekið þá ákvörðun að hvíla framherjann sinn í leiknum. 11.9.2010 11:15
Redknapp gæti látið William Gallas fá fyrirliðabandið Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er að velta því alvarlega fyrir sér að láta William Gallas fá fyrirliðabandið þegar hann leikur sinn fyrsta leik fyrir Tottenham á móti West Bromwich Albion í dag. 11.9.2010 11:00
Hamilton rétt á undan á Vettel Titilslagurinn í Formúlu 1 verður í algleymingi í dag, þegar ökumenn takast á í tímatökum á Monza brautinni á Ítalíu. Keppendur óku á lokaæfingu keppnisliða í morgun og náði Lewis Hamiltonm á McLaren besta tíma, en varð aðeins 47/1000 á undan Sebastian Vettel á Red Bull. 11.9.2010 10:20
Given fékk ekki að fara frá Man. City Hinn afar frambærilegi markvörður Man. City, Shay Given, ætlar ekki að gefast upp hjá félaginu þó svo búið sé að henda honum á tréverkið svo Joe Hart geti spilað með liðinu. Reyndar hefur hann ekki um annað að velja. 10.9.2010 23:30
Rodwell verður frá fram að jólum Miðjumaðurinn efnilegi hjá Everton, Jack Rodwell, mun ekki geta spilað með liðinu aftur fyrr en um jólin vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Everton gegn Aston Villa. 10.9.2010 22:45