Handbolti

Sannfærandi sigur hjá Rhein-Neckar Löwen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Róbert Gunnarsson.
Róbert Gunnarsson.

Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen vann öruggan 28-25 útisigur á Ahlen-Hamm í þýska handboltanum í dag.

Heimamenn komust yfir 2-1 en það var í eina skiptið í leiknum sem þeir voru í forystu. Staðan í hálfleik var 11-13.

Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen í leiknum og Ólafur Stefánsson þrjú. Guðjón Valur lék ekki með vegna meiðsla og þá er Einar Hólmgeirsson á meiðslalista Ahlen-Hamm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×