Fótbolti

Hólmfríður og félagar þurfa að fara lengri leiðina í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla þegar Philadelphia Independence tapaði 4-1 fyrir deildarmeisturum FC Gold Pride í lokaumferð deildarkeppni bandaríska kvennafótboltans í nótt. Framundan er úrsltiakeppnin um meistaratitilinn en fyrsti leikur Philadelphia-liðins fer fram 19. september.

Brasilíska knattspyrnukonan Marta skoraði eitt mark í leiknum og lagði upp tvö fyrir Kelley O'Hara. Marta var markakóngur deildarinnar með 19 mörk.

Hólmfríður er búin að vera að glíma við meiðsli síðan í landsleiknum við Frakka á dögunum en var búin að vera að spila meidd. Hún gat ekki spilað í nótt en auk þess lenti hún í erfiðri lífreynsli aðfaranótt föstudagsins þegar kviknaði í húsinu við hliðina á hennar íbúð. ólmfríður þurfti þá að yfirgefa íbúðina sína um miðja nótt.

Tapið þýðir að Philadelphia Independence endar í þriðja sætinu í deildinni og spilar við Washington Freedom í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Sigurvegari þessa leiks spilar síðan úrslitaleik við liðið í 2. sæti, Boston Breakers, um að fá að spila sjálfan úrslitaleikinn við deildarmeistara FC Gold Pride.

Philadelphia Independence var í góðri stöðu til að ná 2. sætinu og sleppa við fyrstu umferðina en þarf nú að fara lengri leiðina til þessað komast í úrslitaleikinn um titilinn eftir að hafa tapað fjórum síðustu deildarleikjum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×