Enski boltinn

Ancelotti um endurkomu Essien: Betra en að kaupa nýjan leikmann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Essien skorar seinna skallamarkið sitt í gær.
Michael Essien skorar seinna skallamarkið sitt í gær. Mynd/AP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði Michael Essien eftir að Ganamaðurinn skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Chelsea á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þetta voru fyrstu mörk Michael Essien fyrir Chelsea síðan að hann sleit liðband í vinstra hnénu á æfingu með Gana fyrir Afríkumótið í ársbyrjun.

„Ég tel að fá hann heilan til baka sé betra fyrir okkur en ef að við hefðum keypt nýjan leikmann. Við söknuðum hans á síðasta tímabili því hann er einn af bestu miðjumönnunum í heimi. Hann er kominn aftur og við erum ánægðir með að sjá að hann spila eins og hann gerir best," sagði Carlo Ancelotti en bætti við:

„Við verðum samt að passa upp á álagið á honum víst að hann er að spila svona vel því það er mikið af leikjum á næstunni," sagði Ancelotti.

Michael Essien skoraði bæði mörkin sín með skalla í leiknum. „Hann er frábær hoppari og ég vona að hann haldi þeim hæfileika sem lengst," sagði Carlo Ancelotti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×