Enski boltinn

Kenwyne Jones: Ætlar að reyna að læra af Eiði Smára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenwyne Jones í leik með Stoke.
Kenwyne Jones í leik með Stoke. Mynd/GettyImages
Kenwyne Jones er spenntur fyrir tækifærinu á að fá að spila með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Stoke en báðir munu þeir væntanlega spila lykilhlutverk í sóknarleik Stoke-liðsins í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Tony Pulis, stjóri Stoke, keypti Kenwyne Jones fyrir metfé frá Sunderland í ágúst og fékk síðan Eið Smára frá Mónakó rétt áður en félagsskiptaglugganum lokaði.

„Liðið er öðruvísi uppbyggt núna en síðustu ár og vonandi getum við bætt eitthvað við leik liðsins," sagði Kenwyne Jones um nýju mennina sem eru komnir til Stoke.

„Félagið sýndi mikinn metnað með að ná í þessa leikmenn. Við höfum núna fleiri klassaleikmenn sem hafa reynslu af því að spila fyrir stóru klúbbana og þeirra reynsla ætti að skila sér út í liðið," sagði Jones.

„Eiður hefur spilað fyrir risa klúbba og er klassa leikmaður sem ég mun reyna að læra mikið af," sagði Jones sem vonast eftir því að hann og Eiður Smári eigi eftir að ná vel saman.

"Við erum með sterkara sóknarlið en áður og vonandi sést það inn á vellinum. Stoke er sterkt á heimavelli og framundan eru þrír heimaleikir. Við getum vonandi komið tímabilinu af stað með sigri á Aston Villa á mánudaginn en stefnan er að komast í hóp tíu bestu liðanna," sagði Jones en Stoke á enn eftir að fá sitt fyrsta stig á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×