Fleiri fréttir

Landsliðslæknirinn skoðar Katrínu milli fjögur og fimm

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi í dag, að það væri tæpt að landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir gæti spilað á móti Frökkum á laugardaginn eftir að hún meiddist illa á ökkla í bikarúrslitaleiknum í gær.

Umfjöllun: Fyrsti sigur Vals í rúma tvo mánuði

Valsmenn unnu langþráðan sigur, 0-1, á Fylkismönnum í Árbænum í kvöldi í 16.umferð Pepsi-deildar karla. Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Valsmönnum sinn fyrsta sigur í rúmlega tvo mánauði.

Umfjöllun: Stjarnan í fjórða sætið með stórsigri

Stjörnumenn komust upp í fjórða sætið í Pepsi-deild karla eftir 5-0 sigur á Haukum á Vodafone-vellinum í kvöld. Þetta var aðeins aðeins annars sigur Stjörnumanna á grasi í sumar en Haukar hafa nú leikið fyrstu sextán deildarleiki sína í sumar án þess að ná að vinna og sitja fyrir vikið einir á botninum.

Landsliðshópur Sigurðar: Kristín Ýr valin

Kristín Ýr Bjarnadóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi í úrslitaleik um laust sæti á HM á laugardaginn. Kristín hefur gagnrýnt landsliðsþjálfarann Sigurð Ragnar Eyjólfsson opinberlega fyrir að velja sig ekki í hópinn, síðast í gær.

Darrell Flake aftur til Skallagríms

Darrell Flake hefur ákveðið að spila með Skallagrími í 1. deildinni í körfubolta í vetur. Flake lék með liðinu árin 2006 til 2008.

FH og Valur urðu bikarmeistarar um helgina

Íslandsmeistarar FH og Vals bættu bikarmeistaratitlinum við í safnið sitt um helgina en hér eru á ferðinni langsigursælustu liðin í íslenskum fótbolta undanfarin ár.

Maradona til í að taka við Aston Villa

Diego Maradona er atvinnulaus þessa stundina enda hættur þjálfun argentínska landsliðsins. Hann er þó að líta í kringum sig að sögn umboðsmanns hans.

Baulið mun ekki hafa áhrif á Rooney

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að Wayne Rooney muni ekki láta það hafa áhrif á sig þó áhorfendur bauli á hann vegna daprar frammistöðu Englands á HM í sumar.

Messi segir Mascherano að skella sér til Barcelona

Besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, vill ólmur fá félagsskap frá Javier Mascherano hjá Barcelona. Mascherano er væntanlega á förum frá Liverpool og er talið líklegra að hann fari til Inter en spænsku meistarana.

Sjálfsmark tryggði Valskonum bikarinn

Valskonur lögðu Stjörnuna 1-0 í bikarúrslitum kvenna í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Stjörnunnar en það skoraði Kristrún Kristjánsdóttir á tólftu mínútu.

Pele segir Neymar að segja nei Chelsea

Chelsea vonast til að ganga frá kaupum á hinum átján ára Neymar í þessari viku. Kaupverðið á þessum efnilega leikmanni mun líklega vera í kringum 20 milljónir punda.

Giggs stefnir á að stýra Man Utd eða landsliði Wales

„Markmið mitt er að stýra Manchester United eða Wales," segir höfðinginn Ryan Giggs sem er byrjaður að mennta sig í þjálfarafræðum og hyggst snúa sér að knattspyrnustjórn þegar skórnir fara á hilluna.

Margrét Lára spilaði í 90 mínútur en Kristianstad tapaði

Kristianstad tapaði 0-3 fyrir Tyresö í sænsku kvennadeildinni í dag og datt fyrir vikið niður um tvö sæti í töflunni. Kristianstad er nú komið niður í 7. sæti deildarinnar eftir að hafa ekki náð að vinna í síðustu sex leikjum sínum.

GR-konur unnu Sveitakeppni kvenna í fjórtánda sinn

Golfklúbbur Reykjavíkur tryggði sér í dag sigur í Sveitakeppni kvenna með 4-1 sigur á heimastúlkum í Golfklúbbi Kópavogar og Garðarbæjar en Sveitakeppnin í ár fór fram á Leidalsvelli.

Formaður Chelsea: Joe Cole farinn í smáklúbb

Carly, eiginkona Joe Cole, lætur á twitter-síðu sinni í ljós óánægju með skrif stjórnarformanns Chelsea. Stjórnarformaðurinn Bruce Buck vakti ekki ánægju meðal stuðningsmanna Liverpool með skrifum sínum í leikskrá Chelsea fyrir leikinn gegn WBA í gær.

Ben Arfa vill burt og neitar að æfa

„Ég á mitt stolt. Þrátt fyrir að við fáum borgað fyrir að spila fótbolta erum við ekki þrælar," segir Hatem Ben Arfa, leikmaður franska liðsins Marseille.

Roy Hodgson býst ekki við að Liverpool berjist um titilinn

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur ekki sett stefnuna á það að lið hans berjist um enska meistaratitilinn á þessu tímabili þar sem að hann hefur ekki haft nógu mikinn tíma til að vinna með liðið. Roy Hodgson tók við stjórastöðunni af Rafael Benitez í sumar og fyrsti leikur liðsins á tímabilinu er gegn Arsenal á Anfield í dag.

Wenger: Gott að byrja á móti Liverpool á Anfield

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sett stefnuna á að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2004 en liðið byrjar tímabilið á að heimsækja Liverpool á Anfield í dag. Arsenal vann alla þrjá leiki sína á móti Liverpool á síðasta tímabili.

Englendingur mun taka við enska landsliðinu af Capello

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út þann vilja sinn að ráða Englending sem þjálfara enska landsliðsins þegar Fabio Capello hættir með liðið. Ítalinn er með samning fram yfir Evrópukeppnina 2012.

Magnús með fernu þegar Keflavík vann fyrsta Evrópusigurinn

Keflvíkingar urðu í gær fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópusigur í Futsal þegar þeir lögðu sænska liðið í Vimmerby, 10-6, en keppni í G-riðli undankeppni Evrópukeppninnar í Futsal (Futsal Cup) hófst þá á Ásvöllum.

Karl Malone gaf fötluðum strák Heiðurshallar-jakkann sinn

Karl Malone var tekinn inn í heiðurshöll bandaríska körfuboltans um helgina og fékk meðal annars glæsilegan Heiðurshallar-jakka að gjöf við það tilefni. Malone ákvað hinsvegar að gefa fötluðum strák jakkann sinn.

Guardiola hvíldi átta landsliðsmenn og Barcelona tapaði 3-1

Spænsku bikarmeistararnir í Sevilla eru í góðum málum í Meistarakeppninni á Spáni eftir 3-1 sigur á Spánarmeisturum Barcelona í fyrri leiknum sem fram fór í Sevilla í gær. Seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli Barcelona.

Gylfi lagði upp jöfnunarmark Reading í gær

Gylfi Þór Sigurðsson reyndist Reading enn á ný mikilvægur í ensku b-deildinni þegar hann lagði upp jöfnunarmark liðsins á móti Portsmouth í gær. Jöfnunarmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikslok þegar það stefndi í 1-0 sigur Portsmouth.

Sjá næstu 50 fréttir