Fótbolti

Messi segir Mascherano að skella sér til Barcelona

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mascherano hress með Liverpool.
Mascherano hress með Liverpool.

Besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, vill ólmur fá félagsskap frá Javier Mascherano hjá Barcelona. Mascherano er væntanlega á förum frá Liverpool og er talið líklegra að hann fari til Inter en spænsku meistarana.

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, vill fá Mascherano til að fylla skarðið sem Yaya Toure skildi eftir sig þegar hann fór yfir í góðærið hjá Manchester City.

Messi lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að reyna að lokka Mascherano til Barcelona en þeir eru félagar í argentínska landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×