Enski boltinn

Liverpool ætlar að áfrýja spjaldinu sem Cole fékk

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cole fær að líta rauða spjaldið.
Cole fær að líta rauða spjaldið.
Liverpool hyggst áfrýja rauða spjaldinu sem Joe Cole fékk í 1-1 jafnteflisleik Liverpool og Arsenal í dag. Cole var rekinn af velli fyrir tæklingu seint í fyrri hálfleik.

Þetta var fyrsta brottvísun Cole á ferlinum og á hann yfir höfði sér þriggja leikja bann. Ákvörðun dómarans var umdeild og freistar Liverpool þess að fá leikbannið fellt niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×