Enski boltinn

Maradona til í að taka við Aston Villa

Elvar Geir Magnússon skrifar
Maradona er eitursvalur.
Maradona er eitursvalur.

Diego Maradona er atvinnulaus þessa stundina enda hættur þjálfun argentínska landsliðsins. Hann er þó að líta í kringum sig að sögn umboðsmanns hans.

„Ég tel að Diego sé mjög opinn fyrir því að koma til Englands og taka við Aston Villa," segir umboðsmaður Maradona.

„Hann er mjög hrifinn af enskum fótbolta og hvernig daglegt líf í landinu er. Hann er tilbúinn að flytjast til Englands. Sem stendur er verið að skoða tilboð frá liðum í Evrópu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×