Enski boltinn

Baulið mun ekki hafa áhrif á Rooney

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wayne Rooney er skapstór. Hann fann sig ekki á HM í sumar frekar en félagar hans.
Wayne Rooney er skapstór. Hann fann sig ekki á HM í sumar frekar en félagar hans. AFP

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að Wayne Rooney muni ekki láta það hafa áhrif á sig þó áhorfendur bauli á hann vegna daprar frammistöðu Englands á HM í sumar.

„Ég heyrði umræðu um það í útvarpinu að menn telji að baul fari mjög illa í Rooney. Auðvitað vill enginn leikmaður fá að heyra svona en ég tel að Rooney geti höndlað það," segir Ferguson.

Landsliðsmenn Englands hafa fengið að heyra það úr stúkunni á knattspyrnuvöllum Englands um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×