Fleiri fréttir

Umfjöllun: Blikar aftur á toppinn

Breiðablik tryggði sér toppsætið þegar liðið lagði Keflvavík, 0-2, í sól og blíðu á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk gestanna.

Umfjöllun: Nóg af mörkum í Árbænum

Leik Fylkis og Selfoss lauk með 5-2 sigri Fylkis í Árbænum í kvöld. Selfyssingar eru því ennþá við botninn og ekkert virðist ganga að snúa við slöku gengi þeirra undanfarið.

Umfjöllun: KR stal stigi gegn sprækum Haukum

Það var boðið uppá skemmtilegan leik á Vodafone-vellinum í kvöld þegar Haukar og KR gerðu 3-3 jafntefli í 12. umferð Pepsi-deildar karla. KR-ingar mega telja sig stálheppna með að innbyrða stig úr leiknum en frammistaða þeirra olli stuðningsmönnum miklum vonbrigðum.

Madrídingar vilja eignast kolkrabbann Paul

Kolkrabbinn Paul sem vakti heimsathygli á Heimsmeistaramótinu í sumar þegar að hann spáði rétt fyrir um úrslit í leikjum á mótinu en dýragaður í Madrídarborg hefur boðið í kolkrabbann og vill fá hann til Spánar.

Essien skoraði í endurkomu sinni

Michael Essien, leikmaður Chelsea, er mættur aftur á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla en hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri gegn Crystal Palace í gær.

Podolski vill ekki fara frá Köln

Lukas Podolski, leikmaður Köln, segist ekki vera á leið frá félaginu en þessi fyrrum framherji Bayern Munchen hefur verið orðaður við AC Milan eftir góðan árangur með Þýskalandi á HM í sumar.

Pellegrini segist litlu hafa ráðið hjá Madrid

„Enginn hlustaði á mig hjá Madrid," segir Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfari Real Madrid, en hann hefur stigið fram og talar um tíma sinn hjá félaginu en hann segist litlu hafa fengið að ráða í Madrídarborg.

Heiðar á skotskónum með QPR

Heiðar Helguson, leikmaður QPR og íslenska landsliðsins, var á skotskónum með félagsliði sínu í gær en hann skoraði fyrsta mark QPR í 3-1 sigri gegn 3.deildarliði Torquay en liðið mættust í æfingarleik í gærkvöld.

Ferguson hefur enn tröllatrú á Berbatov

Búlgarinn Dimitar Berbatov fær annað tímabil til þess að sanna sig hjá Man. Utd. Hann olli gríðarlegum vonbrigðum í fyrra og telja margir að ástæða þess að hann fái annað tækifæri í ár sé sú að enginn hafi viljað kaupa hann í sumar nema fyrir skiptimynt.

Fabregas kemur til Barca á endanum

Það er búið að loka bókinni í sögu Cesc Fabregas í sumar en Carles Pyuol, fyrirliði Barcelona, segir að þó svo Fabregas komi ekki til Barcelona í ár sé ekkert sem Arsenal geti gert til að koma í veg fyrir að hann fari heim á endanum.

Terry verður ekki valinn aftur í landsliðið

Fabio Cannavaro, fyrirliði ítalska landsliðsins, segir að staða John Terry í enska landsliðinu sé afar veik og óttast að hann muni ekki spila meira fyrir Fabio Capello.

Thuram vill láta refsa Evra og Ribery

Lilian Thuram, fyrrum leikmaður franska landsliðsins, er allt annað en sáttur við hegðun leikmanna landsliðsins á HM í Suður-Afríku. Það þarf ekkert að fjölyrða um sirkusinn sem var í kringum franska landsliðið á mótinu.

Hleb gæti farið til AC Milan

Hvít-Rússinn Aliaksandr Hleb er enn að velta fyrir sér hvað hann eigi að gera í vetur. Hann er í eigu Barcelona sem vill ekki sjá hann.

Lombardo kominn til Man. City

Gamli skallapopparinn Attilio Lombardo er orðinn starfsmaður hjá Man. City en Roberto Mancini hefur ráðið hann í þjálfarateymi félagsins.

Chelsea á eftir hinum nýja Pelé

Chelsea íhugar þessa dagana að bjóða 25 milljónir punda í brasilísku stjörnuna Neymar sem er aðeins 18 ára gamall.

Juventus reynir við Forlan

Forráðamenn Juventus eru að byggja upp nýtt lið þar á bæ og þeir hafa nú beint spjótum sínum að Úrúgvæanum Diego Forlan en Juve vill fá hann í fremstu víglínu hjá sér.

Stáltaugar hjá Oosthuizen - Tiger missti af lestinni

Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Tiger Woods hefur ekki komist almennilega í gang og er búinn að missa af lestinni.

Mourinho ætlar að kaupa Khedira

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur staðfest að hann hafi mikinn áhuga á því að kaupa þýska miðjumanninn Sami Khedira frá Stuttgart.

Liverpool búið að selja Insua

Liverpool og Fiorentina náðu í dag samkomulagi um kaupverð á varnarmanninum Emiliano Insua. Ef leikmaðurinn nær síðan saman við liðið er hann farinn til Ítalíu.

Ferguson hefur áhyggjur af Hargreaves

Meiðslavandræði miðjumannsins Owen Hargreaves virðast engan enda ætla að taka og Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkennir að hann hafi stórar áhyggjur af málinu.

Sunderland á eftir Ireland

Sunderland hefur nú staðfest að félagið sé á höttunum eftir Stephen Ireland, leikmanni Man. City. Félagið óttast þó að launakröfur leikmannsins geti reynst félaginu ofviða.

Heimir: Mikil stemning í liðinu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Fram í dag enda er ÍBV komið aftur á toppinn.

1. deild karla: Víkingur á toppnum

Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Víkingur er á toppnum eftir fínan útisigur gegn Fjarðabyggð.

Ragnar á skotskónum fyrir Göteborg

Ragnar Sigurðsson var á skotskónum fyrir lið sitt, IFK Göteborg, er það lagði Halmstad, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Bruggaði bjór til heiðurs LeBron

Menn sjá víða viðskiptatækifæri og eitt það skemmtilegasta sem hefur sést lengi er í boði bjórframleiðanda í Cleveland.

Rooney-hjónin fagna nýjum samningi í Las Vegas

Wayne Rooney og eiginkona hans, Coleen, fögnuðu því í gær að hann hefur komist að samkomulagi um nýjan samning við Man. Utd sem mun færa honum rúmar 36 milljónir punda í vasann.

Zlatan segist ekki vera á förum frá Barcelona

Allar fréttir sem snúa að Svíanum Zlatan Ibrahimovic snúast um hvert hann sé að fara í sumar. Sjálfur er hann sáttur hjá Barcelona og er ekki að hugsa um að yfirgefa félagið.

Lucas vill vera áfram hjá Liverpool

Brasilíumaðurinn Lucas Leiva er lítið að velta sér upp úr því sem fjölmiðlar skrifa um framtíð hans þar sem hann sé hæstánægður hjá Liverpool.

Defoe og King steggjuðu Sol Campbell

Enski varnarmaðurinn Sol Campbell gengur í það heilaga í dag er hann giftist ástinni sinni, Fionu Barratt. Eins og venja er var hann steggjaður af félögum sínum í gær.

Defoe hæstur í einkunnagjöf Capellos

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, gaf öllum leikmönnum sínum einkunnir eftir leikina á HM og það olli talsverðu uppnámi er það fréttist að hann ætlaði síðan að birta þessar einkunnir.

Umfjöllun: ÍBV á miklu flugi

ÍBV komst aftur á topp Pepsí-deildar karla og hefndi í leiðinni fyrir 2-0 tap á Laugardalsvellinum í fyrstu umferð með 1-0 sigur á litlausu liði Framara.

Hafþór farinn til Grindavíkur

Grindavík festi í gær kaup á kantmanninum Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni sem hefur leikið með Val undanfarin ár.

Sjö leikmenn missa af tólftu umferðinni vegna leikbanns

Sjö leikmenn úr Pepsi-deild karla fá ekki að spila með liðum sínum um helgina þegar 12. umferðin fer fram. Umferðin hefst með leik ÍBV og Fram í Eyjum klukkan 14.00 í dag en líkur með leik Grindavíkur og Stjörnunnar á mánudagskvöldið.

Blanc hótar því að skipta út öllu HM-liði Frakka

Laurent Blanc, nýráðinn landsliðsþjálfari Frakka, er að íhuga það að gera einstaklega rótækar breytingar á franska liðinu sem hneykslaði heiminn með framkomu og frammistöðu sinni á HM í Suður-Afríku.

Sjá næstu 50 fréttir