Fótbolti

Blanc hótar því að skipta út öllu HM-liði Frakka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laurent Blanc er tekinn við franska landsliðinu.
Laurent Blanc er tekinn við franska landsliðinu. Mynd/AFP
Laurent Blanc, nýráðinn landsliðsþjálfari Frakka, er að íhuga það að gera einstaklega rótækar breytingar á franska liðinu sem hneykslaði heiminn með framkomu og frammistöðu sinni á HM í Suður-Afríku.

Laurent Blanc er jafnvel að pæla í því að velja engan leikmann úr 23 manna HM-hóp Frakka fyrir vináttuleik á móti Norðmönnum 11. ágúst næstkomandi.

Það gætu því ekki aðeins verið „vandræðagemlingarnir" sem þurfa að setja heima eins og kannski var búist við. Hann mun ekki geta valið Thierry Henry sem hefur lagt landsliðskónna á hilluna.

Laurent Blanc bíður krefjandi verkefni að rífa upp franska landsliðið eftir hörmungarnar í Suður-Afríku en vann var þekktur fyrir það hjá Girondins de Bordeaux að þora að taka stórar og umdeildar ákvarðanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×