Enski boltinn

Ferguson hefur enn tröllatrú á Berbatov

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Búlgarinn Dimitar Berbatov fær annað tímabil til þess að sanna sig hjá Man. Utd. Hann olli gríðarlegum vonbrigðum í fyrra og telja margir að ástæða þess að hann fái annað tækifæri í ár sé sú að enginn hafi viljað kaupa hann í sumar nema fyrir skiptimynt.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist enn hafa tröllatrú á Búlgaranum þó svo hann hafi aðeins skorað 26 mörk í 86 leikjum fyrir United.

"Hann sýndi frábær tilþrif gegn Celtic og það undirstrikaði hversu frábær leikmaður hann er. Það verður aldrei tekið frá honum að hann er frábær leikmaður," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×